Bókasafnið - 01.03.1982, Qupperneq 39

Bókasafnið - 01.03.1982, Qupperneq 39
c 1 TOGARAÖLDIN Stórveldismenn og kotkarlar 1. bindi ritverks eftir Gils Guðmundsson er fjallar um mesta byltingarskeió íslenskrar at- vinnusögu. í bókinni er greint frá upphafi tog- veiða viö ísland, samskiptum íslendinga viö er- lenda togaramenn, sem stundum voru brösótt, deilum um hvort íslendingar sjálfir ættu að hefja togaraútgerð og frá fyrstu tilraununum sem mis- heppnuðust og frá landhelgisgæslunni sem var í höndum Dana og þótti heldur lítilfjörleg, þótt á því væru undantekningar. í bókinni eru fjölmarg- ar myndir sem sumar hverjar hafa aldrei birst áð- ur og hafa því mikið sögulegt gildi. LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND Komin eru út tvö bindi af staðfræðiritinu LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND eftir Þorstein Jóseps- son og Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hér er um sérstætt og glæsilegt ritverk að raeða, lyk- ilinn að leyndardómum landsins okkar, íslands, og kjörbók allra íslenskra heimila. í bókinni er að finna upplýsingar um sögu og sérkenni þúsunda staða, bæja, kauptúna, héraða og landshluta. í bókunum eru fleiri hundruó litmyndir, sem auka mjög gildi bókarinnar og auðveldar fólki aö átta sig á staðháttum og auka þekkingu sína á land- inu. Vert er einnig að benda áað í bókunum eru fjölmargar gamlar litmyndir, þannig aö einnig er brugðið upp svipmyndum liðins tíma. Þegar fyrsta bindi þessa ritverks kom út í fyrra komst einn bókmenntagagnrýnenda, Andrés Kristjáns- son, svo að orði að þetta ritverk væri sáttmálsörk lands og þjóöar og eru það orð aö sönnu. 39

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.