Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 17

Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 17
Bamadeild í almenningsbókasafninu í Ishej. nýjar gerðir húsgagna, sem ætluð eru bóka- söfnum. Þessi húsgögn auðvelda alla þjón- ustu við notendur safna og hin staðlaða framleiðsla lækkar kostnað. Því miður er oft of seint byrjað að huga að innréttingunni, er mestöllu fé hefur verið eytt í bygginguna sjálfa þannig að ónógt fé er til innréttinga. Þar með minnka möguleikar á að gera safnið að jákvæðri og vinalegri upplýsinga- og menningarstofnun — notendur laðast ekki að því, sem hlýtur þó að hafa verið ætlunin. Einhverjir munu ætíð spyrja: Til hvers er verið að stofna bókasafn? Eins mætti spyrja: Til hvers er verið að leggja vegi? Fáir munu neita því, að vegir greiði fyrir flutningum jafnt á fólki sem öðru. I yfirfærðri merkingu gildir nákvæmlega það sama um bókasöfn. Þau eru vegur til umheimsins, vegur, sem tryggir dreifingu hugsana, hugmynda, þekkingar og upplýsinga. Markmiðið með því að koma á góðu menntakerfi er að gera fólk að dugandi og upplýstum borgurum, virkum í samfélaginu. í nútíma þjóðfélagi má þetta ekki takmarkast við menntakerfið eingöngu. Það þarf að ná til alls þjóðfélags- ins og hér er hlutverk bókasafnsins mikil- vægt til þess að ná til allra meðlima þjóðfé- lagsins, hvar sem þeir búa og hverjir sem þeir eru. Fyrir böm er bókasafn stofnun, sem veitir þeim reynslu og þroska. Það veitir skóla- nemendum stuðning við nám sitt. Full- orðnum veitir það möguleika á að ná nýjum markmiðum, möguleika á að fylgjast með, endurmennta sig og afla sér nýrra hug- mynda. Bókasafn veitir öllum möguleika á auðugri tilveru. Hvemig þarf bókasafn að vera búið til að geta leyst þessi verkefni? Hvort sem um er að ræða bókasafn í stóru sveitarfélagi eða lítið bókasafn í litlu sveitarfélagi, þá eru nokkur grundvallaratriði alltaf þau sömu og nauðsýnleg til að bókasafn geti rækt verk- efni sín. Grundvallarstarfsemi almenningsbóka- 17

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.