Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 6
þróun hefur orðið hin sama hér og í nágrannalöndunum. Kannanir hafa sýnt, að í bóka- klúbbum kaupa félagsmenn nær einvörðungu bækur handa sjálfum sér, og í flestum tilvikum er um að ræða kaup á bókum, sem þetta fólk hefði ekki gert sér ferð í bókabúð til þess að kaupa. Mönnum finnst þægilegt að fá sent heim tilboð með bókum á afsláttarkjörum, þeir setja kross á pöntunarseðil, sem þeir senda klúbbnum sínum, og fá svo bækurnar sendar heim til sín. Við hjá Veröld teljum okkur hafa vissu fyrir því, að þárna sé um viðbótarmarkað að ræða, sem lítið eða ekkert dragi frá almennri sölu í bókabúðunum, en varðandi þessi atriði þyrftu bóksalar og útgefendur að láta gera vísinda- legar kannanir þannig að hægt væri að sjá, hvort sama er uppi á teningnum hér og í nágranna- löndunum. Hilmar nefndi verðmismun bóka í klúbbum og á almennum markaði. Afsláttarverðið í klúbb- unum helgast nær einungis af magninu, sem þar er selt í einu. Nýjar bækur, sem þar eru boðnar sem aðaltilboð hvers mánaðar, verða til dæmis mun ódýrari en hliðstæðar bækur í bóksölukerf- inu vegna, þess að upplagið í klúbbunum er verulega stærra en fyrir almennan markað. BJ Menn hafa deilt um það hvort bókaklúbbar eru viðbót við markaðinn eða breyting á söluað- ferðum. Ég held að það sé ástæða til að taka fram, að menn vita afskaplega lítið um íslenska mark- aðinn. Pað eru engar markaðs- rannsóknir til hér og því ekki vitað að hvað miklu leyti er hægt að bera hann saman við erlenda markaði. Ég held að bókaklúbbar séu að vissu leyti bein afleiðing af þróuninni og hafi um leið hjálpað til við að flýta þessari þróun. Við getum ekkert gert til þess að standa gegn þessu. Það sem ég held að eigi eftir að ske hér er t.d. aukin sérhæfing á bókamarkaði, hliðstætt því sem hefur gerst erlendis. Hér hafa for- lög hingað til verið með bækur af öllum flokkum og gerðum, en þróunin mun koma til með að verða sú að sum forlög leggi meiri áherslu á eina tegund bóka heldur en aðrar. Núna velta menn fyrir sér hvort þessi samdráttur í sölu, sem hefur orðið á undanförnum árum, sé varanlegur eða ekki. Valdimar Jóhannsson, útgefandi í Iðunni, sagði í viðtali í Tímanum fyrir Sigurður: Bókaklúbbar takmarka valfrelsi hins almenna bókakaup- anda. skömmu, að þetta minnti sig á það sem gerðist um 1950, þegar hefði verið mikill samdráttur í bóksölu, sem hann taldi stafa af miklu framboði á allskonar vörum þegar markaðir opnuðust skyndilega eftir stríðið. Pað er spurning hvort hér sé að gerast eitthvað svipað með vídeóinu. Ég tel athyglisverðast í þessu öllu saman, hvað menn vita lítið um hvað er að ske. Ég held að við stöndum á tímamótum núna. Það eiga eftir að verða miklar breyt- ingar í bóksölunni, í bókneysl- unni. Petta kemur í ljós nú á næstu árum. HJ< Árið 1982 komu út margar frumsamdar íslenskar skáldsögur, sem fengu mjög misjafna dóma. Núna hefur þessi mikla sveifla komið til baka. Nú kemur tiltölu- lega lítið út af frumsömdum ís- lenskum skáldsögum, en hins- vegar töluvert meira af góðum þýddum skáldsögum heldur en oft áður. BJ Þetta aukna framboð á góðum og vönduðum þýðingum er hægt að rekja næstum beint til þýðinga- sjóðanna. En prósentutölur segja ekki alla söguna. Pað væri fróð- legt að vita hvort þetta gengur alveg eins yfir alla línuna eða hvort þetta komi verr niður á ákveðnum tegundum bóka en öðrum. Það hafa verið uppi raddir um það að eftir vídeóbyltinguna hafi reyfarar og ástarsögur farið verr út heldur en aðrar bækur. ÓR Samdrátturinn hefur eflaust komið eitthvað mismunandi illa niður á hinum ýmsu greinum bókaútgáfunnar, en flest bendir til þess, að hann hafi verið mjög almennur og engin tegund bóka hafi selst í neitt svipuðum upp- lögum undanfarin þrjú ár. HJ Hafið þið einhverjar tölur um þennan samdrátt? ÓR Sölukönnun, sem gerð var á vegum Félags íslenskra bókaút- gefenda á bóksölu í sömu 15 bókabúðum fyrir jólin 1982 og 1983, sýnir rúmlega 37% sam- drátt að meðaltali á sölumagni efstu bókanna á metsölulistanum. Ýmislegt getur aftur á móti valdið því, að þessi prósentutala sé eitthvað of há þegar á heildina er litið, meðal annars það að salan hafi dreifst á fleiri titla í fyrra en hitteðfyrra. Forlögin eru með mjög mis- munandi samsetta útgáfulista, þannig að erfitt er fyrir hvern og einn útgefanda að átta sig á því, hvernig heildardæmið lítur út nema hann gefi út fjölbreytt úrval bóka. Þeir sem helst hafa sýn yfir þetta á víðara sviði eru bóksalarn- ir. Þeim ber flestum saman um, 6 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.