Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 27
Séð inn á hluta lestrarsvœðanna. millisafnalán. Á safninu var unnin upp samskrá um tímarit á milli- safnalánum í vestur-þýskum bókasöfnum, sem nú hefur verið sett inn á tölvuvæddan upplýs- ingabanka. Auk þess hefur safnið m.a. að geyma samskrá fyrir rit frá Austur-Evrópu, Asíu og Af- ríku. Helstu sérdeildir þess ert handritadeild, kortadeild, tónlist- ardeild, Austur-Evrópudeild og Austurlandadeild. Safnið veitir þjónustu sína ókeypis. Útlánstímar safnsins eru mánudaga til fösturdaga kl. 9-19 og til kl. 13 á laugardögum. Lestr- arsalir og spjaldskrársvæði eru opin frá klukkan 9-21 mánudaga til laugardaga og til kl. 17 á sunnu- dögum. Eins og mikið tíðkast á stórum rannsóknarbókasöfnum í Þýskalandi er ekki opinn aðgang- ur að bókum safnsins nema þeim bókum sem eru á lestrarsölunum. Aðalbókageymslurnar eru á tveim kjallarahæðum, og er bókunum raðað í hillur eftir aðfanganúmerum. Pantanir eru sendar niður með sérstöku loft- knúnu póstkerfi (Rohrpost) og bækurnar eru síðan sendar að afgreiðsluborðinu á færiböndum og í lyftum. Að heildargrunnfleti til er safnið 81.300 m2 og rúmar alls 4 milljónir binda, og þar að auki eru stækkunarmöguleikar. (Þjóðar- bókhlaðan er um 12.500 m2 og mun rúma eina milljón binda). Árleg aðföng safnsins eru um 91.000 bindi bóka. Lestraraðstaða er fyrir 600 manns á safninu. (í Þjóðarbókhlöðu er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu fyrir allt að 800 manns). Um glæsileik og mikilfengleik safnsins tala myndirnar annars skýrustu máli. Engin hætta er á að notendur fái innilokunarkennd þarna inni. Hver hæðin teygir sig upp af annarri, stundum að því er virðist í það óendanlega. Svo hátt er til lofts og vítt til veggja að manni finnst umhverfið upphefja anda sinn og klæjar alveg í lófana eftir að setjast þarna niður til að öðlast hlutdeild í alheimsvisk- unni. Og umhverfið virðist jafn- vel geta veitt innblástur til að bæta örlídð við hana. Pórdís T. Þórarinsdóttir bókavörður Menntaskólanum við Sutid V/SA BUNAÐARBANKINN m/ eitt kort innanlands OG UTAN BÓKASAFNIÐ 27

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.