Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 29
Aðstoð við bókaval er mikilvœg í skólasöfnum. Úr safni Ölduselsskóla í Reykjavik. og gagnmerk marknnð með þjónustunni, en mig langar að líta svolítið nánar á þessi mál og reyna að brjóta þau betur til mergjar. Skólasöfn og menntunargæði Hvað er menntun? Hvað eru skólarnir að gera? Árni Böðvars- son skilgreinir menntun sem: menning, mennt, þekking, lær- dómur. Dæmi: afla sér menntun- ar. Mér finnst engin þessara skil- greininga nægja okkur hér. Mennt- un er það að veita ungu kynslóð- inni innsýn í þekkingu og reyn- slu eldri kynslóðarinnar í þeim til- gangi að gera hana að virkum þátttakendum í samfélaginu, meðvitaða um umhverfi sitt. Menntun á líka að vera þjálfun í að afla sér þekkingar. Skólinn þarf að þjálfa nemendur í leikni til þekkingaröflunar, veita þeim upp- lýsingaleikni (information skills) .sem er knýjandi í samfélagi dags- ins í dag, þegar upplýsinga- magnið er nær takmarkalaust. í þessu sanrbandi skulum við líta á hlutverk skólasafnsins. Sú þekking sem hægt er að veita ungu kynslóðinni í skólanum er venjulega takmörkuð og tilreidd til að henta ákveðnum aldurshópi. Þekkingin er samþjöppuð og jafnframt útþynnt í formi kennslubókar. En ef við lítum á þekkinguna annars vegar og skólabókina hins vegar þá sjáunr við hve gífurlegur munur er þarna á milli. Við höfum hér annars vegar kennslubók, sem helgar e.t.v. 10 línur heilu landi í Afríku eða Asíu og svo alla þá þekkingu, sem til er um þetta svæði. Og þegar litið er á allar þær bækur, sem kenndar eru í grunnskólan- um annars vegar og alla mannlega þekkingu hins vegar sjáum við hve bilið er breitt. Hér koma skólasöfnin að miklu gagni. Þau eiga að hafa á boð- stólnum þekkingu, sem er frá- brugðin kennslubókinni að tvennu leyti. 1. í framsetningu - þ.e. ekki tilreidd þekking handa ákveðnunr aldurshópi heldur framreidd á „venjulegu“ máli. 2. í umfangi — dýpri og víðari, þ.e. eins og þekking er fram- sett í samfélaginu yfirleitt. Skólasafnið veitir því aðgang að breiðari grunni þekkingar og veitir nemendum aðgang að auk- inni þekkingu um sitt samfélag og manninn yfirleitt og þjálfar þá í að lesa texta, sem 'ekki er beinlínis fyrir þá saminn. Þetta hljómar vel, en hér eru tvö atriði sem þarfnast aðgæslu. í fyrsta lagi er engin trygging fyrir því að þótt bækur séu í skóla- safni séu þær notaðar, og í öðru lagi er engin trygging fyrir því, að sá sem les eða skrifar texta upp úr handbók, tileinki sér þann texta á nokkurn hátt. Ónotaðar bækur hafa verið kallaðar dauð, arðlaus eign og eru það í raun og veru. Til hvers er að hafa dýran bókakost í skólanum ef hann er ekki notað- ur? BÓKASAFNIÐ 29

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.