Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 23
bókasafna einungis sem stað- bundin verkefni á þann hátt sem fastbundið hefur verið í lögum. Þar séu sveitarfélög ein gerð ábyrg fyrir byggingu bókhlaða, stofnkostnaði og rekstri safnanna. Almenningsbókasöfn hinna ein- stöku bæjar- og sveitarfélaga hafa að vísu fram að þessu aðallega þjónað fólki í nánasta umhverfi sínu, en til þess að tryggja megi ákveðna lágmarksþjónustu um allt land verður að skapa þeim skilyrði til að vinna saman og samræma starfsaðferðir sínar. Nefndin telur því að tryggja þurfi opinberan stuðning við uppbygg- ingu og samstarf á þann hátt sem gert er á ýmsum þjónustusviðum. í vaxandi mæli starfa sveitarfé- lög saman að ákveðnum mála- flokkum. Landssamtök sveitar- félaga láta sig einnig í vaxandi mæli varða skipulag og fram- kvæmd mála í heilum lands- hlutum. Ljóst er að málefni almenningsbókasafna þarfnast verulegrar endurskoðunar og verður sú endurskoðun að byggja á aðgerðum sem miða að því að efla samvinnu safnanna. Nefndin álítur að almennings- bókasöfnum verði að gera jafn- hátt undir höfði og skólakerfi, heilsugæslu og öðrum þeim þáttum sem bæði ríki og sveitar- félög leggja fram fé til. Mikill nauðsyn en að efla ráð- gjöf og gera þarf skrifstofu bóka- fulltrúa kleift að lirinda í fram- kvæmd verkefnum, sem stuðla að samræmingu og uppbyggingu safnanna í heild. Nefndarmenn telja eftirfarandi aðgerðir forsendur þess að hægt sé að gera heildaráætlun um upp- byggingu og aðsetur almennings- bókasafna: 1. Stofnun landshlutaþjónustu Lagt er til að landinu verði skipt í þjónustusvæði seni séu þau sötnu og umdætni landshlutasamtaka sveitar- félaga. Á hverju þjónustusvæði starfi sérstakur bókasafnsráðgjafi sem haft með höndum faglega ráðgjöf við bóka- söfn á svæðinu, þar með talin bœjar- og héraðsbókasöfn (miðsöfn), hrepps- bókasöfn og stofnanabókasöfn. Hann hafi eintiig ráðgjöf við skólasöfti með höndum í samráði viðfræðsluyftrvöld svæðisins og menntamálaráðuneytið. 2. Gerðar verði kröfur utn starfs- menntun Lagt er til að bundnar verði í lögum kröfur um menntun í bókasafnsfræði til starfa í almenningsbókasöfnum. Landshlutaþjónusta Nefndin gengur út frá því að ekki verði vikið frá núverandi umdæmaskiptingu landsins, en komið verði á ráðgjafaþjónustu á nokkrum stöðum á landinu. Nefndin álítur að skipting landsins í 7 þjónustusvæði sé sú leið sem rétt sé að fara til að byggja upp á skipulegan hátt virkt samstarf milli safna og jafna þjón- ustu þeirra. Með því að setja á stofn ráðgjafaþjónustu í hverjum þessarra landshluta telur nefndin að unnt verði að sam- ræma starfsemi almenningsbóka- safna og stuðla að betri þjónustu um allt land, ennfremur að styðja starfsemi skólasafna. Þessari þjónustu verði komið fyrir í öflugu miðsafni (bæjar/hér- aðsbókasafni) á hverju þjónustu- svæði eða í nánum tengslum við það. Gera verður ákveðnar kröfur til starfsliðs, safnkosts og hús- næðis þess safns, sem viðurkennt er sem móðursafn landshluta- þjónustu. Nefndarmenn benda á að hug- myndin að landshlutaþjónustu sé ekki ný. Hana megi rekja allt aftur til ársins 1827 þegar fyrsta amtsbókasafnið hafi verið stofnað. Ömtin voru lögð niður árið 1904 og þá stofnuð sýslusöfn, en með fyrstu lögum um almenn- ingsbókasöfn árið 1955 voru sýslubókasöfn lögð niður, og bæjar- og héraðsbókasöfn komu í staðinn. Þannig hafi stöðugt fjölgað þeim söfnum, sem áttu að vera hornsteinar og tengja söfnin í eitt virkt kerfi, en það álíta nefndarmenn öfugþróun. Nefndarmenn benda á, að þar sem þjónusta almenningsbóka- safna er virkust, byggi safnakerfið á landshlutaþjónustu, samanber fylkisbókasöfn í Noregi, léns- bókasöfn í Svíþjóð, miðsöfn í Danmörku, landshlutasöfn í Finnlandi. Svipað fyrirkomulag tíðkast einnig víða í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Bretlandi. Reynslan í þessum löndum hefur sýnt, að þetta fyrirkomulag hefur haft úrslitaþýðingu fyrir upp- byggingu safnakerfis og er besta leiðin til að tryggja jafnari þjón- ustu. Nefndin leggur áherslu á að landshlutaþjónusta tengist starf- andi almenningsbókasafni, „móðursafni“. Val móðursafns viðurkennist af menntamálaráðu- neytinu og samtökum sveitarfé- laga, sem einnig samþykkja þjón- ustusvæði og standa að gerð samnings milli móðursafns og landshlutaþjónustu. Nefndin telur rétt að lands- hlutaþjónustan verði landshluta- stofnun, sem íjármögnuð sé af landshlutasamtökum sveitarfé- laga með ríkisstyrk. Hún starfi í náinni samvinnu við bókafulltrúa ríkisins. í skýrslunni er lýst þríþættu hlutverki landshlutaþjónustunn- ar: 1. Bókasafnsfræðileg ráðgjöf og aðstoð. Fagleg ráðgjöf og aðstoð við öll bókasöfn á þjónustusvæð- inu. 2. Futtdir, námskeið og skyld starf- semi. Árlegir fundir með full- trúum safna á svæðinu til þess að ræða fagleg mál, fræðslufundir og námskeið fyrir starfslið safna, skipulagðir í samvinnu við bóka- fulltrúa ríkisins, samvinna við félagasamtök og stofnanir. 3. Lánastarfsemi. Gert er ráð fyrir að byggja upp sérstakan safnkost (bækur og annað), sem hægt er að lána til safna og einstaklinga. Þennan kjarna yrði að byggja upp með tilliti til þess safnkosts sem til er á svæðinu. Kröfur um starfsmenntun Lögð er áhersla á, að ákvæði um menntun bókavarða og annars starfsfólks í almenningsbóka- söfnum verði að binda í lögum. Þeir sem komi nýir til starfa skuli uppfylla ákveðnar lágmarks- kröfur áður en þeir fá ráðningu til starfa. Sérstök áhersla er lögð á kröfur um sérmenntun þeirra sem stjórna eiga söfnum. Nefndar- menn telja að gera eigi að skilyrði að forstöðumenn landshlutaþjón- BÓKASAFNIÐ 23

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.