Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 30
Menntun og þekkingaröflun Hitt málið, sem snertir svo mjög gæði menntunar er hversu mikla þekkingu nemandi aflar sér með skólanámi sínu. Þekk- ingin er skráð í bækur í formi upp- lýsinga. Hvort upplýsingarnar, sem nemandi aflar sér verða að þekkingu innra með honum er það, sem skólinn þarf að tryggja. Við megum ekki rugla saman upplýsingum annars vegar og þekkingu hins vegar. Upplýs- ingum má að mínu mati líkja við fæðu, andlega fæðu. Upplýsingar verða ekki að þekkingu fyrr en heilinn og hugsunin eru búin að melta þessa andlegu fæðu, fremur en fæða verður að næringu fyrr en búið er að melta hana. Skóla- söfnin eru forðabúr fyrir andlega fæðu, en ef notendur, hvort sem er um kennara eða nemendur að ræða, kunna ekki að matreiða þessa fæðu eða hafa ekki áhuga á því sem á boðstólum er, verður andinn magur og þekkingin rýr. Jesse Shera, sem er að mínu mati einn allra mesti hugsuður og heimspekingur í bókavarðastétt, lýsti þekkingunni sem býr með einstaklingum sem töfrateppi. Hvert nýtt þekkingarbrot, sem við gerum að okkar, verður að passa inn í þann vef sem fyrir er. Upplýsingar sem eiga sér enga stoð í þekkingarheimi okkar tap- ast í vefnum og verða aldrei hluti af þekkingarforðanum. Hæfni heilans til að sortera boðin, sem stöðugt dynja á okkur, er stór- kostleg og til allrar hamingju verður ekki nema örlítið brot af þeim „upplýsingum" sem á okkur dynja að fæðu fyrir okkur. Að öðrum kosti yrði máltíðin heldur ókræsileg, mikið ómeltanlegt rusl. Þessi staðreynd segir okkur mikið. Það er knýjandi að nem- endur afli sér þekkingar, að þeir læri hlutina, ekki bara hvar eigi að finna upplýsingar um þá. Við verðum að snúa við blaðinu og tryggja að nemendur læri. Þekk- ingin sem fæst í skólanum verður að vera uppistaðan að töfratepp- inu. Um langt skeið var það tabú að láta börn læra utanað, og mönnum fannst jafnvel betra að kenna ekki neitt. Þetta er mikill misskilningur. Heilabúið hefur geysimörg hólf og lítil hætta á að þau fyllist, og mér finnst ömur- legt t.d. hve margir unglingar kunna ekki algengustu íslensk ljóð og söngva. Hér skulum við taka okkur á og beita skólasafninu óspart. Þekkinguna verður að auka og efla með einstaklingnum. Skólasöfn og einstaklingsnám Sú tilhneiging sem hér hefur ríkt um skeið, þ.e. blöndun í bekki, hefur sína kosti og galla og sömuleiðis sú tilhneiging að allir skuli læra það sama, allir skuli taka sama prófið, grunnskóla- prófið, á sama tíma. Ég hef mínar efasemdir um þetta kerfi og hef það á tilfinning- unni að allir tapi á þessu. - góðu nemendurnir fá ekki nóg að glíma við, þeir fá ekki nægi- lega hvatningu og örvun til að ná þeim besta árangri, sem þeim er mögulegur; - hægfara nemendur eða þeir sem eiga við námsörðugleika að stríða finna að þeir eru ófærir um að fylgjast með; - kennarinn finnur hve erfitt er að sinna börnum með svo gjör- ólíkar þarfir í stórum bekkjum; - skólinn fær á sig það orð að hann sé ekki nema miðjumoðs- stofnun, sem ekki nái hámarks- gæðum; - þjóðfélagið þarf á því að halda að allir hæfileikar nýtist sem best og síst má vanrækja þá, sem gætu orðið leiðtogar sam- félagsins. Engum finnst athugavert að í íþróttum skari menn fram úr, en sjaldan er minnst á námsmenn sem skara fram úr. í blönduðum bekkjum er til- raun gerð til að tosa upp þá nem- endur sem slakir eru, en góðu nemendurnir eru látnir ráða sér meira sjálfir, því að þeir koma til með að komast í gegnum stöðluðu prófin hvort sem er. Góðum nemendum, þ.e. þeim sem hafa hæfileika til náms, er hætt við að líta á nám sitt sem hálf- gerða gervimennsku, og öll höfum við heyrt menn stæra sig af að þeir þurfi ekkert að lesa, ekkert að hafa fyrir náminu. Það verður fínt að skríða. Ég læt ykkur um að hugsa um hugarfar þeirra þegar út í samfélagið kemur. Allt þarf að fást ókeypis. Skólasafnið getur haft geysi- mikil áhrif með því að vera uppspretta upplýsinga og auk- innar þekkingar. Ekki bara kenna nemendum að finna upplýsingr heldur eiga skólasafnvörður og kennari að gera fastar áætlanir til þess að þessir nemendur geti fundið hvatningu við sitt hæfi. Menntun og gæði hennar er lykilatriði fyrir framtíð okkar allra. Takist skólunum að inn- prenta nemendum virðingu fyrir námi og þekkingu hygg ég að margt gæti áunnist. En með því að agi, hvort sem um sjáfsaga eða sjálfsagðan aga gagnvart öðrum er að ræða, er skoðaður sem eitthvað óæskilegt komum við til með að upplifa ekki lýðræði heldur stjórnleysi í framtíðinni. Nemendur þurfa að kynnast og læra um stórvirki mannsandans í fortíðinni og nú þegar við nálg- umst tæknibyltingu, sem á eftir að hafa gífurleg áhrif á okkur öll og okkar líf skulum við ekki gleyma mannlegum verðmætum. Mennt- un verður sífellt tæknivæddari og menn hafa oftrú á tækninni. Við skulum samt, kannske er aldrei meiri þörfen nú, hlúa að virðingu fyrir manninum og því sem hann hefur skapað með hugarflugi sínu. Skapa í nemendum jákvæða forvitni og þekkingarþorsta og hvetja þá til að takast á við verk- efnin. Skólasöfn og tölvutækni Mér hefur orðið tíðrætt um menntun og þörfina fyrir það að gæðastaðlinum sé haldið háum. En af hverju legg ég svona mikla áherslu á þetta núna í tæknisam- félaginu? Jú, menning okkar er fyrst og fremst rituð menning og því verður ekki breytt fyrst um sinn. Hins vegar er líka tími til kominn að líta á tæknina og áhrif hennar á skólastarfið. Menn ræða nú mikið um þörf- ina fyrir að kenna nemendum að nota tölvur. Tölvur eru að verða 30 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.