Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 7
að í fyrra hafi samdrátturinn verið um eða yfir 30% að magni til og árin tvö þar næst á undan hafi salan dregist saman um 20-25%. Hér er átt við heildarsöluna í bókabúðunum, en þess má geta, að í fyrra og hitteðfyrra fjölgaði útgefnum titlum miðað við árin á undan, þannig að þetta hefur komið enn harkalegar niður á hverjum einstökum titli. Þetta þýðir með öðrum orðum og tölum, að metsölubækur, sein árið 1981 seldust í 7.000—8.000 eintökum, voru seldar í 5.000— 6.000 eintökum árið 1982 og efstu bækur metsölulistanna árið 1983 í 3.000-4.000 eintökum. En það er rétt að menn átti sig á því, að þarna er um að ræða toppinn á ísjakanum, - bækur sem skera sig úr varðandisölu. Ástandið er mun dekkra þegar litið er á sölutölur bóka, sem ganga miðlungi vel eða eru neðan við meðallag. Ef við flytjum sam- dráttarprósenturnar yfir á þær tegundir bóka, sem seldust í 1.000-1.200 eintökum fyrir þremur árum, þá hafa þær farið niður í 800-900 eintök fyrir tveimur árum og selst í 600-700 eintökum í fyrra. Þessi þróun er háskaleg, — ekki aðeins fyrir bókagerðarmenn, útgefendur, rithöfunda og bók- sala, heldur fyrir íslenska menn- ingu í víðu samhengi. HJ Sigurður, hvað segir þú um þróun bókaútgáfunnar og starf- semi bókaklúbbanna? SR Ég vil nú segja fyrir mína parta að ég hef verið dálítið beggja blands í afstöðu minni til bóka- klúbba. Ég viðurkenni að þeim fylgja ákveðnir kostir sem hér hefur verið drepið á. En hitt er svo annað mál, að ég tel að það felist í því viss hætta að bókaútgáfan beinist alltof mikið inn í þennan farveg. Það bendir ýmislegt til þess að hún ætli að stefna í þennan farveg í auknum mæli, og ég er ekki allskostar sáttur við það. Ég tel að það bjóði því heim t.d., að valfrelsi hins almenna bókakaup- anda verði takmarkað. Þarna er ákveðið í ríkari mæli af fáum aðilum innan þessara klúbba, hvaða bókum sé sérstaklega haldið að kaupendum. Þetta kerfi býður upp á það að vissu marki að ákvörðunarvald færist í hendur þrengri hóps. Ég felli mig líka illa við það, þegar bækur, sem hafa verið á jólamarkaði og verðlagðar skv. lögmálum hans, eru skömmu síðar teknar af markaði og boðnar á sérstöku tilboðsverði í bókaklúbbi. Mér finnst að þarna sé verið að koma aftan að hinum almenna bókakaupanda á jóla- markaði, hvort sem hann kaupir bókina til gjafa eða, efég má orða það svo, er sérvitur og er ekki í neinum klúbbi og hefur ekki hug á því. ÓR Bókaklúbbarnir munu áreiðan- lega ekki takmarka valfrelsi bóka- kaupenda, eins og Sigurður óttast, vegna þess að megin- framboð bóka verður eins og áður á hinum almenna markaði. Til- tölulega fáir titlar eru gefnir út eingöngu fyrir bókaklúbba. Sigurði finnst óeðlilegt að bækur, sem eru seldar á fullu verði fyrir jól, séu boðnar eftir jól á lækkuðu verði. Ég vil benda á það, að veruleg breyting hefur orðið á viðskiptaháttum í þjóðfé- laginu á síðustu árum, og orðið meira um tilboð, afsláttarkjör og útsölur á allskonar varningi. Ég tel því alls ekki óeðlilegt að bækur lúti svipuðum lögmálum á mark- aðnum. Kaupmaður vill frekar selja vöru á lækkuðu verði eftir að aðalsölutímabilinu er lokið heldur en að sitja uppi með birgðirnar mánuðum eða árum saman. BJ^ Ég held að örugglega eigi eftir að takast samkomulag um, að bækur verði samtíða á markaði í bókaklúbbum ogbókabúðum, og þá verði verðmunur ekki svo mikill. f Svíþjóð hefur tíðkast að bókabúðir hafi janúarútsölu. Þetta verður munstur, og fólk veit þá af því að bók, sem það kaupir í desember, er á hærra verði en hún verður í janúar. HJ Erla, vilt þú ekki leggja eitthvað til málanna? EJf I haust sótti ég þing í Svíþjóð um norrænar bókmenntir. Þar var bókaútgáfan í Svíþjóð útskýrð fyrir okkur og mig langar aðeins að minnast á hana hér. Við fengum þarna sundurgreint verð bókar sem kostaði 96 kr. í bóka- verslun. Álagningin, þ.e. versl- unarálagning og moms (virðis- aukaskattur), var 54 kr. á móti 42 kr., sem fóru í framleiðslu- kostnað, höfundarlaun og til for- lagsins sem hagnaður. Þegar þessi bók kemur út hjá bókaklúbbi kostar hún 62 kr. Það er sem sagt 34 kr. mismunur, sem kemur út í því að verslunarálagningin fellur niður, en bókaklúbburinn tekur 36 kr. fyrir. Þannig að jafnmikið kostar að framleiða bókina, en það er álagningin sem gerir bók- ina mikið ódýrari í bókaklúbbi. Ég held að bókaklúbbarnir séu til mikilla bóta í bóksölu hér á landi. Mér hefur fundist fólk kaupa bækur handa sjálfu sér mest á þessum hluta bókamarkaðsins. Ef 4.000 titlar eru gefnir út í landi eins og Svíþjóð, þá eru 3.000 titlar handbækur og flokkabækur, en sala þeirra er aðeins um 10% af bóksölunni. Afþreyingarbók- menntir eru 80-90% afsölunni og standa undir útgáfu á öðrum bókum. Ef bókaútgefendur sér- hæfa sig, þurfa þeir allavega að gefa út einhverja titla sem virki- lega seljast og standa undir kostn- aðinum. BJ Þetta er nú ekki reynslan á öllum Norðurlöndunum. Ég veit dæmi þess í Danmörku að sprottið hafi upp forlög sem hafa sérhæft sig. Þetta eru forlög sem stefna frekar að því að halda gang- andi ákveðinni tegund útgáfu en að hámarksgróða. Þetta er ákveðin hugmynd sem reynt er að láta standast. Ég held að í flestum löndum í kringum okkur séu til slík forlög. ÓR Þú verður að athuga það, BÓKASAFNIÐ 7

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.