Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 22
Úr Bókasafni Vestmannaeyja sem Jlutti síðla árs 1977 í eittglæsilegasta safnahús landsins. hlustun á tónlist, kvikmynda- eða myndbandasýningar, o.s.frv.“ Nefndarmenn telja hins vegar, að bókasöfnin geti því aðeins gegnt ofangreindu hlutverki, að það sé ljóst, að hvert einstakt almenningsbókasafn er ekki að- eins sjálfstæð eining, heldur er það jafnframt hlekkur í keðju, sem myndar heildarkerfi bókasafna í landinu. Staða íslenskra almenn- ingsbókasafna í dag í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir miklar framfarir í ein- stökum sveitarfélögum síðustu ár er staða almenningsbókasafna langt frá því að vera góð. Fjöldi safna býr við mjög slæm skilyrði og samvinna er sáralítil. Nefndarmenn benda á að lögum samkvæmt er landinu skipt í 40 bókasafnsumdæmi með hvert sitt miðsafn. Miðsafni (bæjar/héraðsbókasafni) er ætlað að vera móðursafn allra smærri safna í umdæminu og veita þeim margvíslega ráðgjöf og fyrir- greiðslu og sjá um að tengja þau saman í virkt samstarfskerfi. Hins vegar hafi þessi umdæmaskipting reynst gagnslítil vegna þess að of mörgum og smáum söfnum sé falið forystuhlutverk sem þau valdi ekki. Þau hafi hvorki mann- afla, húsnæði né safnkost til að annast uppbyggingu safnþjón- ustu í umdæmi sínu og séu þess ekki umkomin að tengja landið í kerfi til þess að nýta megi sem best þá fjármuni, sem ætlaðir eru til safnamála, þann þekkingarforða, sem söfnin geyma, og þá sér- menntun, sem nauðsynleg er til skipulagningar og uppbyggingar safnakerfisins. Það er því álit nefndarinnar að skipting landsins í mörg og smá bókasafnsumdæmi kippi í raun fótum undan skynsamlegri upp- byggingu safnanna og gera þurfi ráðstafanir sem miði að því að auka samræmingu og samvinnu í umdæmunum innbyrðis og milli þeirra. Rekstrargrundvöllur almenningsbókasafna Ákvæði um lágmarksfjárfram- lög voru sett strax í fyrstu lög um almenningsbókasöfn árið 1955. Þau voru þó ekki verðtryggð fyrr en með núgildandi lögum frá 1976. LágmarksQárframlag er sú fjárupphæð sem ætlað er til dag- legs reksturs safns, greiðslu á launum, bókakaupa og kaupa á öðru safnefni, spjaldskrá, eyðu- blöðum og kortum, o.þ.h. Lögin gera ráð fyrir að kostnað vegna liúsnæðis og búnaðar greiði sveit- arfélag af afannarri fjárveitingu. Nefndin bendir á að það sé ljóst, að greiði sveitarfélag aðeins tilskilið lágmarksframlag eða minna, geti söfn ekki keypt nema mjög takmarkaðan fjölda bóka og ekkert annað safnefni, svo sem tímarit, dagblöð, hljómplötur eða snældur. Það sé einnig ljóst, að söfnin hafi þá ekki heldur skilyrði til að rækja menningar- og menntahlutverk sitt að öðru leyti. Árið 1981 fengu 25 af 40 mið- söfnum fullt framlag eða meira, en 15 minna. Af 167 hreppum sem greiða áttu til 165 hreppsbóka- safna, greiddu 55 fullt lágmarks- framlag eða meira, 84 hreppar greiddu minna en tilskilið lág- mark og 28 hreppar greiddu ekkert til reksturs almennings- bókasafns. 17 hreppar eiga aðild að miðsafni (hafa falið miðsafni að annast bókasafnsþjónustu). Af þeim greiddu 7 tilskilin lágmarks- framlög eða meira, 5 minna og 5 ekkert. Niðurstöður nefndar í niðurstöðum sínum benda nefndarmenn á að ekki sé raun- hæft að líta á málefni almennings- 22 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.