Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 26
Frá útlánssvædinu. Berlín (Deutsche BibJiothek). Eigi að síður gefur þetta nokkra hugmynd um hvaða blóðtaka stríðið og skipting Þýskalands hefur verið fyrir menningarverð- mæti og menningararfleið Þjóð- verja. Þegar árið 1940 var hafist handa við að flytja bókakostinn yfir til öruggari staða en Berlín þótti vera. Fyrst voru handrit og fágæti flutt í burtu. Árið 1944 var bygg- ingin svo endanlega tæmd og í stríðslok var safnkosturinn dreifður á um það bil 30 staði um gjörvallt þýska ríkið. Meiri hluti hans var á bandaríska og franska hernámssvæðinu. Safnkostinum sem var á þcim svæðum var safnað saman, og safnið opnaði aftur í nóvember 1946 og nú í Marburg. Afdrifaríkt fyrir áfram- haldandi sögu safnsins var að árið 1947 var Prússaríki leyst upp og ákveðið, að menningarverðmæti þess skyldu vera kyrr í þeim hluta Þýskalands sem þau hefðu verið í eftir stríðið. Safnið var þá nefnt Hessische Bibliothek, og var það rekið á kostnað Hessen. Árið 1949 var síðan ákveðið að safnið yrði rekið á kostnað sambandsstjórn- arinnar, þar sem það væri þýðing- armikið rannsóknarbókasafn fyrir landið í heild. Nafni þess var breytt í Westdeutsche Bibliothek. Mikil áhersla var þá þegar lögð á aðföng erlendra tímarita, og enn- fremur var á þessum árum unnin Bókageymsla með póstkerfi og bókafœribandi. upp samskrá um erlend tímarit í Sambandslýðveldinu. Nú berast safninu 30.800 blöð og tímarit reglulega í áskrift. Árið 1959 var komið á fót stofnun sem sjá skyldi um varðveislu og viðgang menn- ingararfleifðar Prússlands, og var bókasafnið þá nefnt eftir henni Staatsbibliothek der Stiftung PreuBischer Kulturbesitz sem síðar var stytt í núverandi nafn. Eitt af verkefnum stofnunarinnar var að flytja brottflutt menningar- verðmæti aftur til Berlínar. í því skyni var liafist handa við bygg- ingu bóklalöðu í Berlín árið 1967 og var hún síðan opnuð við hátíð- lega athöfn þann 15. desember 1978. Bókasafnið er mikilvægur hlekkur í bókasafns- og upplýs- ingastarfsemi í Vestur-Þýskalandi öllu og í tengslum þess við önnur lönd. Ennfremur er það miðstöð fyrir starfsemi samtaka bókavarða í landinu. Aðföng bókasafnsins taka til helstu rita í öllum fræðigreinum, en auk þess sérhæfir safnið sig í safnkosti í einstökum greinum samkvæmt samningi við Þýsku vísindastofnunina (Deutsche Forschungsgemeinschaft). Má þar t.d. nefna lögfræði austur- landafræði, kortafræði, erlend tímarit, stjórnarprent og landa- fræði. Auk þess hefur safnið eigin sérsvið og sífellt er leitast við að fylla upp í þau skörð sem höggvin voru í bókakostinn í seinni heims- styrjöldinni. Hvað stjórnarprent varðar þjónar safnið sem miðstöð fyrir allt Vestur-Þýskaland og fær ókeypis eintök frá sambands- stjórninni og einstökum löndum, auk þess sem safnið fær erlent stjórnarprent í ritaskiptum. Þá er safnið miðstöð fyrir skiptiverslun með aukaeintök fyrir öll söfn í landinu. Bókasafnið er þátttakandi í heildaráætlun Vestur-Þýskalands um millisafnalán og gegnir lykil- hlutverki í sambandi við erlend 26 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.