Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 33
Úr ýmsum áttum Bókaskrá 1944-1973 í 2. útg. Bókaskrá 1944—1973 er byggð á upplýsingum um íslensk rit sem birtust í Árbók Landsbókasafns íslands á árunum 1944—1973. Upprunalega stóð hópur áhuga- fólks, aðallega bókasafnsfræðing- ar, að því að gera samsteypuskrá yfir alla úgáfu þessara ára, en síðan voru valin úr henni 10.000 rit, og endurflokkuð og endurskráð. Sleppt var öllu smáprenti, flestum kennslubókum, skýrslum og tímaritum. Rétt þótti að tölvu- vinna skrána til þess að auðveldara væri að bæta inn í hana síðar og leiðrétta færslur. Auk þess gefur tölvuunnin skrá ýnrsa möguleika, nr.a. til rannsókna á íslenskri bókaútgáfu. Skráin er flokkuð samkvæmt flokkunarkerfi Dewey eins og gert er í íslenskri bókaskrá. Skráin hcfur reynst fjölda bóka- safna ómetanlegt hjálpartæki við flokkun, bókaval og sem almennt heimildarit. Hún á einnig erindi til bóksala, útgefenda og bókasafn- ara. Bókaskrá 1944-1973 kemur nú út í 2. útgáfu. Skráin liefur verið endurskoðuð og breytingar gerðar á henni, sem auka mjög notagildi hennar. Mikilvægustu breytingar eru: 1. Skráin er nú bæði höfunda- og titlaskrá. 2. Aðalfærslur eru feitletraðar. 3. Bætt hefur verið inn í hana ýmsum ritum sem ekki voru í fyrri skrá. 4. Flokkun hefur verið endur- skoðuð í samræmi við ýmsar breytingar á Deweyflokkun- arkerfinu. 5. Pöntunarnúmerum hefur verið sleppt. Fyrirhugað er að gefa skrána út raðaða eftir flokkum og er ekki vafi á að sú útgáfa kemur að miklu gagni við heimildaleit og upplýs- ingaþjónustu, svo og við upp- byggingu safnkosts. Verið er að vinna að hliðstæðri skrá yfir helstu bækur útgefnar 1844—1943 og útgáfu spjaldskrárspjalda fyrir sömu rit. pj_j Samkeppni um létt lesefni Námsgagnastofnun gengst nú fyrir samkeppni um létt lesefni fyrir nemendur sem náð hafa valdi á lestri en skortir þjálfun. Þetta er í samræmi við niðurstöður nefndar sem fjallaði um þörf á námsgögnum fyrir nemendur með sérþarfir, en þar kom m.a. fram að skortur væri á efni sem þessu. í auglýsingu frá Námsgagna- stofnun segir að æskilegt sé að efnið tengist á einhvern hátt reynslu og umhverfi barna. Þá kemur fræðandi efni, sögur og ævintýri einnig til greina. Stærð bókanna er áætluð frá 16-48 bls. miðað við skýrt letur. Skilafrestur handrita og tillagna um myndefni er til 1. ágúst n.k. og skulu þau merkt með dulnefni en nafn og heimilisfang fylgi í lok- uðu umslagi. Námsgagnastofnun skipar dómnefnd sem metur innsent efni. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 18.000 2. verðlaun kr. 14.000 3. verðlaun kr. 10.000 Að auki verða ritlaun greidd fyrir það efni sem út verður gefið, en Námsgagnastofnun áskilur sér rétt til að gefa út öll innsend handrit. Lög um bókasalns- fræðinga Lög um bókasafnsfræðinga voru samþykkt á Alþingi 14. maí s.l. Lögverndun starfsheitis hefur af og til verið til umræðu innan Félags bókasafnsfræðinga (FB) allt frá stofnun þess. Nánasta for- saga málsins er sú að í nóvember s.l. gekk formaður félagsins á fund menntamálaráðherra, sem tók vel í hugmyndir þessa efnis og fól lögfræðingi í menntamála- ráðuneytinu að semja endanlegt frumvarp um málið í samráði við sig og FB. í febrúar lagði mennta- málaráðherra frumvarpið fram á Alþingi og var það samþykkt óbreytt. í lögunum er kveðið á um menntunarkröfur sem menn þurfa að uppfylla til að geta öðlast rétt til að kalla sig bókasafnsfræð- inga að fengnu leyfi menntamála- ráðherra. Þær eru sambærilegar þeim skilyrðum sem verið hafa fyrir inngöngu í FB. í lögunum eru engin ákvæði sem hafa áhrif á ráðningu þeirra sem nú gegna störfum bókavarða, en uppfylla ekki áðurgreindar menntunar- kröfur enda var slíkt aldrei ætlun- in. í bókun með nefndaráliti menntamálanefndar neðri deildar um frumvarpið er þessa getið og jafnframt lögð áhersla á, að greitt sé fyrir viðbótarmenntun þeirra sem nú gegna bókavarðarstörf- um. Með setningu laga um bóka- safnsfræðinga er fengin aukin viðurkenning á gildi þeirra starfa sem unnin eru á bókasöfnum. Slíkt ætti ekki aðeins að verða bókasafnsfræðingum til góðs heldur einnig bókavörðum almennt, söfnunum sjálfum og síðast en ekki síst lánþegum þeirra. SigurðurJ. Vigfússon formaður FB Til umhugsunar Bókasafn sem lætur greiða afnotagjald, mun hneigjast til að treysta of mikið á þetta gjald sem tekjulind og jafnframt til að láta það sitja fyrir að kaupa bækur, sem skila mestum tekjum. Þannig verður það við óskum um „vinsælt“ lesefni í stað lesefnis, sem hefur meira gildi, en er minna eftirsótt. (Ályktun alþjóðlegs bókasafna- þings í Brussel árið 1955) Ur Bok og bibliotek, nr. 7, 1983. BÓKASAFNIÐ 33

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.