Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 5
Skipst á skoðunum 3 á móti 2? Skoðanaskipti fóru friðsatnlega fratn. Taliðfrá vinstri: Sigurður, Björn, Ólafur, Hiltnar og Erla. Bókin á í vök að verjast Hringborðsumræður í Norræna húsinu 22. febrúar 1984 / síðustu 3 tbl. Bókasafnsins hefur verið fjallað um samspil bókaútgáfu og bókasafna í greinum og viðtölum, þar sem menn hafa settfram skoðanir sínar, hver og einn staddur í sínu horni tilverunnar. Sú hugmynd kom fram t vetur að ritnefnd blaðsins kall- aði saman nokkra menti að hringborði til að leiða í Ijós sem flestar hliðar á þessu efni. Hugmyndin varð að veru- leika í Norræna húsittu þatin 22. febrúar s.l., þegar 2 bókaútgefendur, í fulltrúi almennings og 2 bókaverðir kotnu saman til að ræða utn stöðu bókarinnar, bókaútgáfu og bókasófn. Þátttakendur voru Ólafur Ragnars- son (ÓR) framkvæmdastjóri bókaút- gáfuntiar Vöku, Björn Jónasson (BJ) annar framkvæmdastjóra bókaút- gáfunnar Svart á hvítu, Sigurður Ragtiarsson (SR) menntaskólakenn- ari, Erla Jónsdóttir (EJ) bókavörður í Garðabæ og fortnaður Félags altnenningsbókavarða og Hilmar Jónsson (HJ) bókavörður í Keflavík, sem varflulltrúi ritnefndar Bókasafns- itis. Utnræðurnar voru teknar upp á 2 stiældur, og tekur það þolinmóðan áheyranda 2V2 klst. að hlusta áflmm- tnetminganna, sem Eiríkur Jónsson safnvörður hjá D Vfesti áfllmu. Vél- ritað var eftir upptökunum, og af- raksturinn var um 50 þéttvélritaðar síður. Þær voru síðan klipptar og skornar, og áranguritm af þvi starfl ber nú fyrir augu lesenda Bókasafns- ins. Bókaklúbbar og bóksala á al- mennum markaði HJ Mig langar til að byrja á því að ræða um bókaklúbba. Við höfum séð að þeir hafa bæði kosti og galla. Kostirnir eru kannski þeir að þarna er verið að dreifa bókaút- gáfu um lengri tíma en yfir jóla- vertíðina, en gallarnir kannski fólgnir í mismunandi verði bóka í klúbbunum og verslunum. Pað væri gott ef bókaútgefendur lýstu hér svolítið fyrir okkur, hvaða ávinning þið teljið vera af bóka- klúbbum og þið skýrðuð fyrir okkur þennan verðmismun. ÓR Ég get svarað þessari spurningu Hilmars af hálfu þeirra, sem standa að bókaklúbbnum Veröld, en hann er í eigu fjögurra forlaga, Fjölva, Iðunnar, Setbergs og Vöku. f þessu sambandi er rétt að fólk átti sig á því, að milli 80 og 90% allrar sölu íslenskra bóka í bóka- búðum fer fram í nóvember og desember ár hvert. Sumir bók- salar segja jafnvel að rúmur helm- ingur af allri bóksölu ársins hjá þeim sé á tveim til þrem síðustu dögunum fyrir jól. Afþessu draga menn þá ályktun, að langmestur hluti bóksölunnar á hinum almenna markaði sé til gjafa, en ekki til einkaeignar og nota þeirra, sem kaupa bækurnar. Utgefendur hafa leitað ýmissa leiða til þess að auka sölu á bókum sínum á öðrum tímum ársins í bókabúðunum. Meðal annars hafa menn gefið út ýmsar teg- undir bóka utan við jólavertíðina í tilraunaskyni, en áhugi bóka- þjóðarinnar hefur reynst lítill. Þær bækur sem helst hafa selst í þessu heíðbundna bóksölukerfi fyrstu tíu mánuði ársins eru barnabækur og einstakar nytja- bækur fyrir fullorðna svo sem um matreiðslu, blómarækt og ljós- myndun. Stöðugur samdráttur í bóksölu síðustu árin hefur orðið til þess að útgefendur hafa sett á fót fleiri bókaklúbba og reynt að brydda þar upp á nýjungum og auka fjöl- breytni tilboða klúbbanna. Þessi BÓKASAFNIÐ 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.