Bókasafnið - 01.07.1984, Qupperneq 17

Bókasafnið - 01.07.1984, Qupperneq 17
Lög bókavarðafélaganna Lög Bókavarðafélags íslands I. Nafn og hlutverk 1. gr. Bókavarðafélag íslands, samband bóka- varða og bókasafna, cr frjálst og óháð sam- band félaga, sem starfa að bókasafnsmál- um. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur sainbandsins er: - að efla íslensk bókasöfn og auka skilning á hlutverki þeirra í þágu menningar og upplýsingastarfsemi; - að marka stefnu í málum, sem varða bókasafnsstarfsemi í landinu; - að efla upplýsingamiðlun meðal bóka- safna og þókavarða og treysta samheldni þeirra félaga sem standa að sambandinu; - að koma fram fyrir hönd íslenskra bóka- safna og bókavarða gagnvart innlendum og erlendum aðilum. II. Aðild að sambandinu 3. gr. Rétt til aðildar eiga þau félög, sem stofnuð hafa verið til að vinna að framgangi íslenskra bókasafnsmála. 4. gr. Félög, sem cru aðilar að sambandinu skulu starfa skv. lögum, sem ekki brjóta í bága við lög þessi eða grundvallaratriði í sam- þykktum sambandsins. 5. gr. Umsókn að sambandinu fylgi eftirtalin gögn: - eintak af lögum félagsins; - félagatal, þar sem tilgreint sé fullt nafn, nafnnúmer, heimilisfang, aldur, starfs- heiti og vinnustaður hvcrs félaga; - nöfn stjórnarmanna og varastjórnar, svo og aðrar þær upplýsingar, sem sam- bandsstjórn óskar eftir. Sambandsstjórn tekur ákvörðun um inn- töku félaga en leita skal staðfestingar næsta ársþings. 6. gr. Stjórnin getur vikið félagi úr sambandinu, ef það brýtur lög þess. Til brottvikningar þarf samþykki 2/3 hluta stjórnarmanna. Ákvörðun um brottvikningu skal leggja fyrir næsta ársþing til fulln- aðarákvörðunar. Til að staðfesta brott- vikningu þarf 2/3 greiddra atkvæða. Ákvörðun um brottvikningu skal tilkynna viðkomandi í ábyrgðarbréfi, þar sem til- greina skal ástæðu fyrir henni og hvenær hún taki gildi. Aðili, sem hefur verið vikið úr sambandinu, á enga kröfu á hendur því né neitt tilkall til sjóða þess eða annarra eigna. 7. gr. Ursögn félags úr sambandinu er því aðeins gild, að hún hafi verið samþykkt á lög- mætum aðalfundi félags. Gera skal sam- bandsstjórn viðvart um úrsögnina í ábyrgðarbréfi með minnst 4 vikna týrir- vara. Ursögn tekur gildi að 4 mánuðum liðnum frá því að hún er tilkynnt samband- inu og er viðkomandi félag skattskylt fyrir það tímabil. Félag sem segir sig úr sambandinu á ekki tilkall til sjóða eða annarra eigna sam- bandsins. III. Réttindi og skyldur aðild- arfélaga 8. gr. Eftir nánari ákvörðun í lögum aðildarfé- laga skulu þau opin bókavörðum, bóka- söfnum og áhugamönnum um bókasafns- mál. 9. gr. Hvert félag hefur fullt frelsi um mál sín, þó svo að eigi fari í bága við lög sambands- ins eða samþykktir ársþings. 10. gr. Aðildarfélög skulú að loknum aðalfundi sínum senda skrifstofu/stjórn sambands- ins: - skýrslu stjórnar; - ályktanir og samþykktir; - blöð og tímarit er aðildarfélög gefa út. 11. gr. Ágreiningsmál, scm upp kunna að koma í félagi og varða sambandið má skjóta til stjórnar sambandsins. Urskurður hennar skuldbindur aðila, en áfrýja má honum til ársþings. Sama gildir um ágreiningsmál, er rísa kunna milli sambandsfélaga og þeim tekst ekki að jafna. IV. Fulltrúakjör 12. gr. Aðildarfélög hafa rétt og skyldu til að kjósa fulltrúa úr hópi félaga sinna til setu á árs- þingum og öðrum fulltrúafundum sem kunna að vera haldnir. Fjöldi fulltrúa á ársþingi skal vera á bilinu 20-30 og jafnmargir til vara. Skulu þeir kosnir til tveggja ára í senn. Enginn má vera fulltrúi tveggja eða fleiri félaga í senn. Stjórn sambandsins ákveður nánar tölu fulltrúa og ákveður skiptingu milli aðildar- félaga, þó þannig að fyrst fær hvert félag einn fulltrúa og síðan fá félögin fulltrúa í hlutfalli við félagatölu sína miðað við 31. desember. Stjórn aðildarfélags skal tilkynna stjórn sambandsins bréflega kjör fulltrúa a.m.k. þrem vikum áður en ársþing á að hefjast. V. Ársþing 13. gr. Ársþing fer með æðsta vald í öllum málum sambandsins. Stjórn og varastjórn eiga rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétti, en atkvæðisrétt hafa aðeins kjörnir fulltrú- ar. Stjórn sambandsins er heimilt að bjóða gestum að sitja þingið sem áheyrnarfull- trúar. 14. gr. Ársþing skal haldið í maí. 15. gr. Ársþing er lögmætt ef löglega er til þess boðað. 16. gr. Ársþing skal boða bréflega með mánaðai fyrirvara. 17. gr. Dagskrá skal send þingfulltrúum eigi síðar en 10 dögum fyrir þing, einnig endur- skoðaðir reikningar og tillögur eða mál sem stjórnin eða aðildarfélög óska að leggja fyrir ársþing. Tillögur einstakra þingfulltrúa eða breytingartillögur við fyrrgreind mál skulu lagðar fram skriflega. 18. gr. Dagskrá ársþings skal a.m.k. vera: 1. Þingsetning. 2. Nafnakall fulltrúa. 3. Kosning fundarstjóra og ritara og varamanna þcirra. 4. Lögð fram skýrsla stjórnar og endur- skoðaðir reikningar til samþykktar. 5. Tillögur, sem borist hafa teknar til umræðu og afgreiddar. 6. Framkvæmdaáætlun næsta árs. 7. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um gjald til sambandsins næsta ár. 8. Tilkynning um þá sem hafa verið kosnir í stjórn af hálfu aðildarfélaga. 9. Kjör formanns (annað hvert ár). 10. Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara. 19. gr. Þingfundum skal stjórnað samkvæmt almennum þingsköpum. Einfaldur meiri- hluti ræður úrslitum í öllum málum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. VI. Aukaþing 20. gr. Stjórn sambandsins getur kallað saman aukaþing ef henni þykir nauðsyn til bera, eða ef meirihluti aðildarfélaga eða félög sem telja meirihluta félagsmanna í sam- bandinu krefjast þess skriflega. Aukaþing má boða með skemmst 5 daga fyrirvara. BÓKASAFNIÐ 17

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.