Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 18
VII. Almennir fundir 21. gr. Stjórn sambandsins er heimilt að halda almenna fundi hvenær sem hún telur ástæðu til og skulu þeir öllum opnir. Fundir þessir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum sambandsins, en gcta samþykkt ályktanir sem beint er til stjórnar eða ann- arra aðila. VIII. Landsfundir bókavarða 22. gr. Ársþing tekur ákvörðun um það hverju sinni hvenær landsfundir bókavarða skuli haldnir. Landsfundir eru opnir öllum félagsmönnum, svo og öðrum einstak- lingum sem áhuga hafa á bókasafnsmál- um. IX. Fjármál 23. gr. Á hverju ársþingi leggur stjórn sambánds- ins fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Reikningsárið er almanaksárið. Reikn- ingsskil skulu gerð árlega, reikningar yfir- farnir og cignir kannaðar af kjörnum endurskoðendum. 24. gr. Hver meðlimur aðildarfélags greiðir árgjald til sambandsins. Ársþing ákveður upphæð þessa gjalds að fengnum tillögum stjórnar. X. Stjórn sambandsins 25. gr. Kosning stjórnar: Stjórn sambandsins skipa tveir menn úr hverju félagi og tveir til vara. Hvert félag kýs sína fulltrúa í stjórn fyrir ársþing sambandsins. For- maður er kosinn til tveggja ára skriflegri kosningu á ársþingi sambandsins af full- trúum aðildarfélaganna. Stjórnin skal kosin til tveggja ára og skal hún skipta með sér störfum (varaformaður, ritari, gjald- keri, meðstjórnendur). Kosning skal fara fram árlega um hclming stjórnar (cinn aðalmann og einn varamann úr hverju félagi). Heimilt er að kjósa félaga að nýju í stjórn þegar ár er liðið frá því að hann vék úr henni. 26. Stjórnarfundi skal kalla saman svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði vetrarmánuðina, ennfremur ef meirihluti stjórnar æskir þess. Dagskrár sé getið með fundarboðum. Stjórnarfundur er lögmætur þegar meirihluti stjórnar er á fundi. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á stjórnarfundum. 21. gr. Stjórn sambandsins stjórnar málefnum þess rnilli þinga. Stjórnin annast rekstur sambandsins og hagar störfum sínum í samræmi við iög og samþykktir þess. Verkefni stjórnar cru m.a.: - að koma fram fyrir hönd sambandsins bæði gagnvart innlendum og erlendum aðilum; - að afgreiða erindi sem sambandinu ber- ast frá innlendum og erlendum aðilum; - að annast útgáfu blaðs; - að undirbúa ársþing og aðra fulltrúa- fundi; - að halda almenna félagsfundi; - að hlutast til um að stofnaðar verði nefndir og starfshópar til að sinna ein- stökum vcrkefnum; - að ráða starfsmann. XI. Lagabreytingar og lok 28. gr. Lögum sambandsins verður aðcins breytt á ársþingi og skulu tillögur ti! lagabrcyt- inga sendar fulltrúum mcð fundarboði. Lagabreyting telst því aðeins samþykkt, að tveir þriðju fundarmanna greiði henni atkvæði. 29. gr. Til að slíta sambandinu þarf samþykki á ársþingi með 2/3 hluta atkvæða. Eignir sambandsins rcnna þá til bókasafnsþarfa eftir nánari ákvörðun stjórnar. 30. gr. Lög þessi öðlast gildi strax. Lög Félags almenningsbókavarða Heiti 1. gr. Félagið heitir: Félag almenningsbóka- varða. Heimili þess og varnarþing er í Reykja- vík. Hlutverk 2. gr. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu íslenskra almenningsbókasafna og standa vörð um hagsmuni þeirra, sem þar starfa, með því m.a.: a. að kynna þjónustu almcnningsbóka- safna og auka þar með skilning landsmanna á mikilvægi þeirra. b. að stuðla að starfsmenntun starfs- fóiks í almenningsbókasöfnum og styrkja samheldni þeirra. c. íð standa vörð um kaup og kjör starfs- fólks í almcnningsbókasöfnum. d. aö efna til og styrkja samband við hliðstæð félög erlendis. Adild 3- gr. Félagið cr opið öllu starfsfólki almenn- ingsbókasafna, bókasafnsstj órnar- mönnum og áhugamönnum um almenn- ingsbókasöfn, sem geta einnig gengið í félagið með málfrelsi og tillögurétt. Almenningsbókasöfn geta fcngið aðild mcð því að greiða sem nemur tvöföldu árgjaldi hvers starfsmanns safnsins, og skal bókasafnsstjórn kjósa sér fulltrúa í fclagið með fullum réttindum. Umsóknir um aðild skulu berast stjórn félagsins, sem sker úr urn, ef vafi þykir lcika á um réttindi til aðildar. Nýir félagar skulu bornir upp á aðal- fundi. Stjórn 4. gr. Stjórn félagsins skipa þrír aðalmcnn: formaður, ritari og gjaldkeri og þrír til vara. Eigi skulu vera fleiri en tveir úr sama sveitarfélagi í stjórn samtímis. Stjórnin skal kosin á aðalfundi, með leynilcgri atkvæðagrciðslu, til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sér, en aðrir stjórnarmenn í cinu. Stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Eigi skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en 4 ár í senn. Aðalfundur 5. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn að hausti, eða eigi síðar en í októberlok. Skal hann boðaður skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Föst dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Árgjald ákveðið. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Tillögur um lagabrcytingar. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning á ársþing BVFÍ, skv. reglum þar að lútandi. 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð. 8. Reikmngar félagsins samþykktir. 9. Kosning endurskoðcnda. Aðalfundur cr lögmætur og ályktunar- hæfur sé löglega til hans boðað. Reikningar 6. gr. Reikningsár félagsins miðist við alman- aksárið. Félagsslit 7- gf- Slíta má félaginu á aðalfundi, hafi til þess verið boðað. Til þess þarf samþykki 2/3 hluta félagsmanna. Skulu þá eignir féiags- ins renna til Sambands ísl. sveitarfélaga til styrktar almcnningsbókasöfnum. 8' gr' Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. 18 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.