Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 20
Lög Félags bókasafnsfræðinga Heiti 1. gr. Fclagið hcitir Fclag bókasafnsfræðinga. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavik. Hlutverk 2- gr- Hlutverk félagsins og verksvið er að efla hag íslenskra bókasafna og þeirra, sem þar starfa með því: a) að stuðla að hagnýtingu bókasafns- fræðilegrar þekkingar og vinna að auknum skilningi landsmanna á gildi hennar, bættri aðstöðu til rannsókna og náms í greininni, einkum með því að gangast fyrir almennri fræðslu um þessi efni og fylgjast með kennslu í bókasafnsfræði; b) að fylgja eftir hagsmunamálum bóka- safnsfræðinga almennt eða einstakra félaga við stjórnvöld eða aðra aðila, meðal annars um kaup og kjör; c) að stuðla að sambandi og samvinnu við bókasafnsfræðinga og félög þeirra erlendis. Aðild 3- gr- Aðild að félaginu gcta þeir fengið, sem fullnægja cftirtöldum skilyrðum: 1. hafa lokið B.A.-prófi frá Háskóla íslands með bókasafnsfræði sem aðalgrein; 2. hafa tekið lokapróf frá viðurkennd- um bókavarðaskóla; 3. hafa tekið lokapróf frá háskóla í cin- hverri grein og fullgilt framhalds- prófí bókasafnsfræði til viðbótar. Umsókn um aðild að félaginu skal leggja fyrir stjórn og fylgi henni afrit af prófskírteini umsækjanda og ákveður hún, hvort veita skuli honum inngöngu í félag- ið. Nú synjar stjórn umsækjanda um inn- göngu, og gctur hann þá skotið máli sínu til næsta aðalfundar, sem sKer endanlega úr. Stjórn 4. gr. Stjórn félagsins skipa þrír aðalmenn, formaður, ritari og gjaldkeri og þrír til vara, varaformaður, fyrsti og annar vara- rnaður. Stjórnin skal kosin til eins árs ísenn á aðalfundi með leynilegri atkvæðagrcið- slu. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. Að öðru lcyti skiptir stjórnin með sér verkum. Atkvæðafjöldi ræður kjöri. Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lcngur en 4 ár í senn. Aðalfundur 5. gr. Aðalfund skal halda í aprílmánuði ár hvert og skal hann boðaður skriflega með 2ja vikna fyrirvara hið minnsta. A aðal- fundi skal afgreitt: 1. Skýrsla stjónar. 2. Árgjald félagsmanna. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning í ráð og nefndir. 6. Kosning 2ja endurskoðenda. Aðalfundur er lögmætur og ályktunar- hæfur sé löglega til hans boðað. Félagsslit 6. gr. Slíta má félaginu á fundi, sem hcfur verið boðaður sérstaklega í því skyni. Til þess að það verði gert þurfa 2/3 hlutar félagsmanna að sækja fundinn og 3/4 hlutar fundarmanna að samþykkja. Eignir félagsins skulu þá renna til Háskóla íslands, og skal þeim varið til styrktar kennslu í bókasafnsfræði. Samþykkt á aðalfundi 22. maí Í980 iiðanænn KIAWtflÍ BOKATIÐINDI IÐUNMR / nýjum Bókatíðindum Iðunnar er að finna heildarskrá yfir allar fáanlegar bækur forlagsins í október. Skráin hefur að geyma stuttar og greinargóðar lýsingar á bókunum og einnig fylgir henni sérstakur pöntunar- og uerðlisti. í desember koma ný Bókatíðindi með skrá yfir útgáfubækur árs 1983 BOKAVERÐIR - BÓKASAFnSFRÆÐIHGAR Biðjið um Bókatíðindi Iðunnar. Ómissandi upplýsingarrit á huerju bókasafni. Bræöraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.