Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 25
Utan úr heimi_________________ Ríkisbókasafn prússneskar menningararfleifðar í Berlín Síðastliðið sumar hcimsótti undirrituð Staatsbibliothek PreuBischer Kulturbesitz í Vestur-Berlín en það er eitt hið glæsilegasta og ríkmannlegasta bókasafn sem hún hefur augum litið. Safnið á frá sögulegu sjónar- miði mjög litríkan feril að baki. Stofn sinn sækir það til prússneska ríkisbókasafnsins (PreuBische Staatsbibliothek) sem var eitt af stærstu bókasöfnunum í Evrópu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Meðan á styrjöldinni stóð var meiri hluti safnsins fluttur til staða sem lentu innan Sambandslýð- veldisins, og myndaði hann síðan stofn að nýju rannsóknarbóka- safni sem byggði á hefð prúss- neska ríkisbókasafnsins. Sögu safnsins má rekja allt aftur til 17. aldar, er Friedrich Wilhelm von Brandenburg kjörfursti ákvað að veita almenningi aðgang að bókum sínum. Þegar hann lést árið 1688 taldi bókasafnið yfir 20.000 bindi bóka og 1.600 handrit. Var safnið þá til húsa í furstahöllinni. Árið 1701 var það gert að konungsbókhlöðu (Kön- igliche Bibliothek). Friðrik mikli studdi safnið dyggilega, og fyrir tilstilli hans komst það þá í eigið hús sem það flutti ekki úr fyrr en 1914. Þegar hann lést voru í safn- inu um 150.000 bindi bóka og var það þar með komið í röð stærstu bókasafna í Þýskalandi. Fiáskól- inn í Berlín var svo stofnsettur 1810, og var 19. öldin blómaskeið fyrir safnið, sem var þá breytt í nútímarannsóknarbókasafn. Um síðustu aldamót var bóka- kostur safnsins meiri en ein mill- jón binda. í upphafi heimsstyrj- aldarinnar seinni átti bókasafnið rúmlega þrjár milljónir binda bóka og yfir 70.000 handrit. Nú tæpum 40 árum seinna er bóka- kosturinn um það bil sá sami og handritin um 60.000. Hluti safn- kostsins lenti á yfirráðasvæði Rússa og var síðar fluttur í gömlu bygginguna, sem lenti í Austur- Berlín og varð stofn að lands- bókasafni Austur-Þjóðverja í Staatsbibliothek Preufiischer Kulturbesitz í Berlín. Aðalinngangur. BÓKASAFNIÐ 25

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.