Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 21
íslensk almennings- bókasöfn og upp- bygging þeirra Tillögur nefndar sem gera á heildaráætlun um uppbyggingu almenningsbókasafna og aðsetur þeirra / gildandi lögum um almennings- bókasöfn nr. 50/1976 er svohljóðandi ákvœði til bráðabirgða: „Menntamálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga skulu sameiginlega gangast fyrirgerð heild- arácetlunar um uppbyggingu og aðsetur almenningsbókasafna.“ í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga skipaði Ingvar Gíslason þáverandi menntamálaráðherra, þann 13-febrúar 1980, fimtn manna nefnd til að annastframangreint verk- efni. í nefndinni sitja: 1. Kristín H. Pétursdóttir, bóka- fulltrúi ríkisins, Metinta- málaráðuneyti, formaður, skipuð án tilnefningar, 2. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri, Seltjarnarnesi, og 3. Ölvir Karlsson, oddviti, Ásahreppi, skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, 4. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður, Reykjavík, °8 5. Sigrún Magnúsdóttir, bóka- vörður, ísafirði, skipaðar sam- kvæmt tilnefningu Bókavarða- félags íslatids. Nefndin tók til starfa í tnaí 1980. Húti hefur haldið lOfundi en á milli funda hafa nefndarmenn utinið að einstökum þáttum verkefnisins. í október s.l. sendi nefndin frá sér skýrslu þar sem fjallað er um hlutverk, þróun og stöðu ís- lenskra almenningsbókasafna. Eru hér birtir kaflar úr skýrslunni ásamt niðurstöðum. Nefndar- menn benda á að þrátt fyrir veru- legar framfarir sem orðið hafa í bókasafnsmálum margra sveitar- félaga verði að telja, að íslensk almenningsbókasöfn séu mjög langt frá því takmarki sem þeim er sett í lögum. Hlutverk íslenskra almennings- bókasafna er skilgreint í lögum um almenningsbókasöfn nr. 50/ 1976 og í yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um al- menningsbókasöfn. Skilgreining nefndarinnar á hlutverki almenningsbókasafna er þessi: Bókasöfn sem menntastofnanir Almenningsbókasöfnum ber að veita þeim einstaklingum þjón- ustu, sem leggja stund á sjálfs- menntun, svo og þeim, sem taka þátt í fullorðinsfræðslu. Auk þess verða söfnin að leitast við að koma á samvinnu og samstarfi við aðrar mennta- og menningar- stofnanir í umdæmi sínu. Bókasöfn sem upplýsingastofnanir í þjóðfélaginu er sífellt meiri þörf á upplýsingamiðlun af ýmsu tagi. Bókasöfnin eiga að vera hjálpartæki almennings í upplýs- ingaleit og tengiliður á milli almennings og stofnana hins opinbera, svo og annarra sem geta veitt upplýsingar um tiltekin efni. Bókasöfnum ber því að byggja upp safnkost sinn svo, að þau geti sinnt þessu hlutverki. Bókasöfn sem menningar- og tómstundastofnanir Bókasöfnin skulu stuðla að umræðum og menningarstarf- serni með sýningum, rithöfunda- kvöldum, tónlistarflutningi, umræðufundum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, o.s.frv. Bókasöfnin skulu leitast við að taka virkan þátt í menningarstarf- semi í sínu umhverfi og hafa nána samvinnu við þá aðila sem hafa menningarstarfsemi á stefnuskrá sinni í umdæminu. Bókasöfnin skulu með safn- kosti sínum, húsnæði og þjónustu vera staður, þar sem almenningur getur leitað sér afþreyingar við lestur bóka, blaða og tímarita, við BÓKASAFNIÐ 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.