Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 8
Björn, að í Danmörku er markað- urinn 20 sinnum stærri en hér. Bókaforlag þar, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka sem ekki ná almennri sölu, getur samt vænst þess að selja hvern titil í nokkrum þús- undum eintaka. 3.000 eintaka sala þar, sem nægir vel til að standa undir vandaðri handbók, myndi samsvara sölu 150 eintaka hér. Þó að bóksala hér á landi sé hlutfalls- lega meiri á hvern íbúa en í ýmsum öðrum löndum, held ég að það muni reynast erfitt fyrir íslensk bókaforlög að sérhæfa sig of mikið. Svokallaðar sölubækur hafa staðið undir útgáfunni á vönduðum bókmenntaverkum og ýmsu sérhæfðu efni. Það er hætt við að svo þurfi að vera áfram, meðan menn geta ekki leitað í opinbera sjóði til styrktar útgáfunni og hvert forlag fyrir sig þarf að ná jafuyægi í sínum rekstri. Eg ætla nú ekki að gera mikið úr þessari sérhæfingu. Ég nefndi hana í framhjáhlaupi þegar ég reyndi að átta mig á þessari þróun, ef hún verður hér eins og hún hefur verið erlendis. Ein lausnin á þessu sérhæfingarvandamáli er að auka skipulagið á markaðnum. Ég held að slíkt gerðist eingöngu í gegnum bókaklúbba. Á áðurnefndu þingi kom fram að flest bókaútgáfufyrirtæki í Svíþjóð ganga mjög illa, þannig að ríkið styrkir mestalla úgáfu á handbókum. Sértilboð á hand- bókum og fjölfræðibókum á mjög svo lágu verði má rekja til þess. SR Ég vil drepa á atriði sem ekki hefur komið inn í þessa umræðu og það er gildi bókaverslana, en í mínum huga eru þær afskaplega mikils virði. Mér liggur við að segja að það sé ákveðin mæli- kvarði á, hvort hér sé menningar- samfélag, að hér séu starfandi öflugar bókaverslanir, sem líta á það sem hlutverk sitt að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval bæði af innlendum og erlendum bókum allt árið um kring. Þetta kostar auðvitað töluvert eins og kemur fram í álagningarpró- sentum sem þær fá. Ég tel svo sannarlega mikið misst ef þessum verslunum fækkaði og þær yrðu fátæklegri en þær þó hafa verið. HJ Það er punktur hjá Sigurði sem mér finnst athyglisverður. Það er klárt mál að þessar minni bóka- búðir, sérstaklega hér í Reykja- vík, standa margar höllum fæti eftir að stórmarkaðirnir, bæði Hagkaup og Mikligarður, byrj- uðu að selja bækur. ÓR Ég tel að bókabúðirnar eigi að vera aðalsöluvettvangur bóka í menningarþjóðfélagi. Þjónusta þeirra breytist eflaust eitthvað, en ég trúi ekki að þeim fækki mikið. Þær hafa verulegu hlutverki að gegna. Aftur á móti hef ég orðið var við það í samtölum við bók- sala, að þeir telja nauðsynlegt að gera átak til að fá fólk inn í bóka- búðirnar árið um kring. Þar er verulegt verk að vinna, og það gæti verið þáttur í samstarfi bóka- útgefenda og bóksala að finna leiðir til þess. Söluskattur - Virðisauka- skattur HJ En er söluskattsmálið ekki stærsta málið fyrir ykkur útgef- endur? ÓR Söluskatturinn er verulegt hagsmunamál ekki bara fyrir bókaútgefendur, heldur alveg jafnt fyrir bókagerðarmenn, bókakaupendur og nánast alla sem tengsl hafa við bækur eða áhuga á bókum. Það er fráleitt að ríkissjóður skuli hirða 23.5% af verði bókarinnar þegar hún á í vök að verjast, eins og virðist vera núna síðustu árin. Við útgefendur teljum sjálfsagt að bækur verði undanþegnar söluskatti. Það hefur ekki ennþá fengið hljómgrunn hjá fjármála- ráðherra, þó við höfum farið í ráðuneytið á marga fundi, sent áskoranir og greinargerðir um málið, og bókagerðarmenn, rit- höfundar, bókaverðir og fleiri hafi lagt málinu lið. Ég vænti þess að áfram verði unnið að þessu mikla hagsmunamáli og það komist í höfn. SR Nú er búið að leggja fram frumvarp um virðisaukaskatt, sem kæmi í stað söluskatts. Mér þætti áhugavert ef einhver vildi tjá sig um það, hvernig virðis- aukaskattur myndi koma við bókaútgáfu og bóksölu ef hann yrði innleiddur. ÓR Virðisaukaskatturinn mun valda verulegum þyngslum í bókaútgáfunni eins og annarri framleiðslu, því að eðli hans er að því leyti annað en söluskattsins, að hann leggst ofan á hvert stig framleiðslunnar, en ekki einungis á útsöluverðið. Varan safnar á sig þessum skatti eftir því sem virði hennar eykst. Ef vara er undan- þegin skattinum, er um að ræða endurgreiðslu á síðasta stiginu. Bækur sem við Björn myndum láta framleiða og komnar væru úr prentsmiðju inn á lager hjá okkur, yrðu komnar með þennan skatt á sig, jafnvel þótt þær færu ekki lengra og seldust aldrei. Fyrirætlanir stjórnvalda um virðisaukaskattinn tengjast á vissan hátt baráttumáli okkar um niðurfellingu söluskatts af bókum. Ástæðan er sú, að eftir að nýi skatturinn tekur gildi mun ætlunin að endurgreiða virðis- aukaskatt af þeim vörutegundum, sem verið hafa undanþegnar sölu- skatti, en ekki að veita frekari undanþágur. Þess vegna er nú enn meiri þörf en áður á að fá sölu- skattinn felldan niður. Auglýsingar SR Mig langar að spyrja um atriði sem tengist tilkostnaðinum við útgáfuna, og það er þetta óskap- lega auglýsingafargan frá ýmsum forlögum, sérstaklega í sjónvarpi. Oft finnst mér verið að auglýsa bækur sem eiga varla skilið alla þá auglýsingu sem þarna er viðhöfð. 8 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.