Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 10
mest á óvart voru útlánin á ís- lenskum barnabókahöfundum. Nokkrir þeirra, sem höfðu í könnun fyrir nokkuð mörgum árum verið mjög háir í útlánum, komust ekki á blað, eins og þeir væru ekki til. Það er geysileg sveifla í lesningu barnabóka. Það sem börn lesa helst er fjölþjóða- prent, Tinni og slíkar bækur, en bækur íslenskra höfunda eru að fjara út. Áður voru barnabóka- höfundar mjög ofarlega á blaði, en hjá mér var sá efsti í 11. sæti nú. Þess ber þó að geta að á öllum stöðunum 3 eru komin skóla- bókasöfn og þau lána talsvert mikið út. Svo er annað sem líka kom töluvert á óvart. Það var hve þekktir íslenskir höfundar voru slakir. Það voru höfundar léttra bókmennta, kerlingabóka eins og Ólafur heitinn Jónsson kallaði þær, sem voru í flestöllum efstu sætunum. ÓR Þurfum við ekki að vita hverjir sækja söfnin og hverjir fá þessar bækur lánaðar? Þurfum við ekki að vita skiptingu á milli karla og kvenna, og skiptingu á milli aldurshópa? Getur verið að börn sæki söfnin minna en þau gerðu áður? Getur verið að konur séu langstærsti lánþegahópurinn? Eru það ekki ýmis slík atriði sem við þurfum að hafa vitneskju um, til þess að geta dregið ályktanir af þessum skýrslum uin útlánin? BJ Það verður að hafa þessar upp- lýsingar á hreinu til þess að geta rætt þessi mál af einhverju viti. Það verður að gera kannanir á bókneyslu og alls konar munstri kringum hana, svo að menn geti haft einhvern grundvöll fyrir því sem þeir eru að tala um. En það sem við þurfum líka að gera, og sjálfsagt er hugmyndin með Bókaeflingarnefnd Rithöfunda- sambandsins, er að koma okkur upp einhverri bókmenningar- pólitík, eins og hefur verið gert á hinum Norðurlöndunum. EJ Myndi það styrkja bókaútgáf- una eða myndu bókasöfnin geta fengið betri kjör, ef þau settu ekki bækur sínar í útlán fyrr en eftir jól? HJ Við hjá stærri söfnunum höfum rætt þetta á fundum, þar sem kom fram að þetta yrði gert, ef öll söfnin sameinuðust um það. Á móti kæmi að útgefendur byðu okkur betri kjör. Björn: Við þurfum að koma okkur upp bókmenningarpólitík. SR Ég vil varpa því fram til Erlu og Hilmars, hvort þið teljið að söfnunum sé stætt á þessu mór- alskt séð gagnvart sínum tryggu notendum? HJ Þetta hefur gerst í Reykjavík í fyrra og ég held að hluta í hitti- fyrra einfaldlega vegna greiðslu- vandræða. Borgarbókasafn hefur ekki getað keypt nýjar bækur fyrr en eftir áramót. En við úti á landi höfum meiri peninga. EJ Þessi tillaga hefur komið fram vegna þess að bókasöfnin hafa minni peninga, en þau geta styrkt forlögin núna þegar illa árar. BJ Mér finnst gæta misskilnings þegar rætt er um samdrátt í bók- sölu. Hann kemur ekki fram í auknum útlánum. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þessi samdráttur þýðir í konkret tölum. Metsala fyrir nokkrum árum náði upp í u.þ.b. 10.000 eintök. Ef við tökum dæmi um sölutölur til að sýna hvað þetta er ofboðslega mikil minnkun, þá má geta þess að á sínum bestu árum náði Alistair MacLean upp í 14.000 eintök í sölu, en er nú kominn niður fyrir 5.000 eintök. Upplög bóka, sem náðu að seljast í um 5.000 eintökum, eru komin niður í 2.000-2.500 eintök. Þetta verður ekki bætt upp með auknum útlánum í bókasöfnum. EJ Haldið þið að bókaútgefendur almennt vilji, að söfnin bíði með að lána út jólabækurnar þar til eftir áramót? ÓR Meðal bókaútgefenda hafa verið mjög skiptar skoðanir um það, hvort bókasöfnin dragi úr eða auki sölu bóka. Ýmsir hinna eldri telja að það minnki söluna, að bækur séu aðgengilegar í bóka- söfnum strax þegar þær koma út. Mér heyrist hinir yngri vera þeirrar skoðunar að þetta breyti ekki miklu. Ég tel ekki að það sé til skaða á nokkurn hátt. Það komast ekki margir yfir að lesa þau örfáu eintök af hverri bók, sem berast í hvert safn á þeim 2-3 vikum þegar mestur asinn er á mönnum fyrir jól. Aftur á mód held ég að ýmsir þeirra, sem fá þessar bækur í söfnunum og lesa þær, séu áhrifamiklir umsagnar- aðilar. Efbók er góð geta lánþegar í söfnum og aðrir lesendur haft meiri áhrif til að auka sölu bókar- innar en margar beinar auglýsing- ar. Finnist þeim bókin slæm og tali um það meðan á aðalsölu- tímanum stendur, geta þeir á sama hátt dregið úr sölunni. EJ Þú telur þá, að það saki alls ekki, að nýjar bækur séu lánaðar út meðan sölutíminn stendur sem hæst? Getur umtalið verið svona þungt á metunum? 10 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.