Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 13
 GUÐLAUG RICHTER Jói og unglingaveikin Christine Nöstlinger; Jórunn Sigurðardóttir þýddi. Reykjavík: Mál og menning, 1988. Jói er 15-16 ára strákur, alinn upp hjá móður sinni, systrum og frænkum. Jói veit ekki hver faðir hans er og má ekki tala um hann heima. Annars er heimilið tiltölu- lega frjálslegt og vel efnað. Jóa gengur illa í skólanum, er óþolandi heima og líður yfirleitt illa. Hann er sem sagt með „unglingaveiki". Hann grípur til þess ráðs að reyna að finna pabba sinn. Það tekst honum og jafnframt kemst hann í kynni við stelpu á líku reki sem líður enn verr en honum. Sagan er létt og skemmtilega skrifuð en þó um alvarleg málefni í bland. Hún er ágætlega þýdd og nær prentvillu- laus. Sagan er fyrir 11-15 ára. Víst er ég fullorðin / Iðunn Steinsdóttir. Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1988. Aðalpersóna bókarinnar er unglingsstúlka sem er nýfermd, þegar sagan gerist, upp úr 1950. Hún vill vera fullorðin og fullorðna fólkið ætlast til að hún sé hætt að leika sér og sýni ábyrgðartilfinningu eins og hún sé full- þroska. Samt fær hún engu að ráða og alls ekki gera það sem hún vill og það er ekki tekið mark á henni. Bókin lýsir aðdáanlega vel tilfinningum stúlkunnar og löngunum og hversu erfitt er að lifa í þessu samfélagi þar sem kallinn í búðinni er alltaf að kyssa og káfa og sjálfsagt þykir að strákarnir fari í skóla en ekki stelpurnar, hversu mikið sem þær langar, o.s.frv.. Sagan er vel skrifuð og á góðu máli. Þó að aðstæður hafi breyst er ljóst að hún höfðar til unglingsstúlkna nú. Má það meðal annars merkja af útlánatölum bókasafna. Sagan er fyrir 11 ára og eldri. Fallin spýta / Kristín Steinsdóttir. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1988. í þessari bók segir frá Lillu sem er 10 ára stelpa úr Reykjavík. Hún er send austur á firði til afa og ömmu þegar pabbi og mamma fara til Ameríku, þar sem þau dvelja í hálft ár. Dvölin fyrir austan verður Lillu þroskandi en jafnframt skemmtileg. Árekstrar verða við aðra krakka en Lilla eignast líka marga vini og ýmislegt gerist. Og Lilla kynnist dauðanum í fyrsta sinn. Þetta er framhald afbókinni Fransbrauðmeðsultu, sem kom út 1987, og framhald af þessari sögu, Stjörnur og strákapör, kom út 1989. Allar þessar þrjár bækur eru bráðskemmtilegar og lýsa hversdagslífi með gleði og sorgum. Þær eru allar gefnar út í kiljuformi og eru því ódýrari en ella. Sögurnar eru fyrir 8-12 ára. Þytur í laufi Kenneth Grahame; Þorbjörg Jónsdóttir þýddi. Reykjavík : Örn og Örlygur, 1989. Hér er á ferðinni stytt útgáfa með myndum af hluta hinnar heimsfrægu bókar Wind in the Willows. Hér segir frá ýmsum ævintýrum sem þeir vinirnir af árbakkanum, Moldi, Oturinn, Rabbi vatnarotta, Fúsi froskur og Greif- inginn lenda í. Þeir hafa hver sín sérkenni og lífið á árbakkanum býður upp á bæði gleði og sorgir. Þetta er að mínum dómi afar vel heppnuð bók. Hún er gullfalleg, pappír, prentun og myndir eru eins og best verður á kosið. Letrið er skýrt og mátulega stórt fyrir unga lesendur. Sagan er einnig þýdd á lipurt og gott mál, vel læsilegt fyrir börn, en þó laust við þá orðfátækt sem stundum háir bókum fyrir ungu börnin. Sem sagt, ein fallegasta barnabókin á markaðnum þetta árið. Sagan er fyrir 5-10 ára. Prinsessan í hörpunni Kristján Friðriksson, Ásrún Kristjánsdóttir. Reykjavík: Bjallan, 1989. Þetta er þriðja útgáfa ævintýrisins um Áslaugu í hörp- unni sem Kristján Friðriksson samdi upp úr Völsunga sögu og Ragnars sögu loðbrókar. Nú er það myndskreytt og í öðru formi en fyrr. Sagan segir frá litlu stúlkunni Áslaugu sem er falin í hörpukassa þegar foreldrar hennar eru drepnir. Fóstri hennar flýr með hana og á flóttanum er hann myrtur af vondu fólki sem síðan elur Áslaugu upp sem dóttur sína. Hún hittir svo Ragnar loðbrók... Bókin er falleg og vönduð að gerð. Myndir Ásrúnar Kristjánsdóttur eru óvenjufallegar, pappír, prentun og letur gott. Sagan er spennandi en mér þykir málið á henni í það einfaldasta. Það er svipað og í Litlu gulu hænunnieða Gagni og gamni. Sagan er fyrir 5-10 ára. BÓKASAFNIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.