Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 23

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 23
tilfellum hafa hljóðbækur verið notaðar. En vegna höfund- arákvæða hafa hljóðbækur verið ætlaðar ákveðnum hópum fólks, þ.e. blindum. Aðstæður á Norður- löndunum hafa verið mismunandi að þessu leyti. í Dan- mörku hefur fólk, sem á við leserfiðleika að etja, getað fengið lánaðar hljóðbækur síðan 1983 og frá því í nóv- ember 1988 geta allir fengið hljóðbækur ókeypis að láni í dönskum almenningsbókasöfnum. í lögunt um Blindrabókasafn íslands stendur að hlut- verk þess sé „... að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir alhliða bókasafnsþjónustu." og að Blindrabóka- safnið annist „... framleiðslu, útgáfu og miðlun hljóð- bóka og blindraletursbóka með efni skáldverka og fræði- rita, þar á meðal námsgagna.". Skv. nýjum samningi við Rithöfundasamband íslands fær Blindrabókasafnið leyfi til að fjölfalda hljóðbækur í allt að tíu eintökum til útlána í stað þriggja eintaka áður. Mun þetta bæta úr brýnni þörf því að Blindrabókasafnið hefur ekki getað annað eftir- spurn frá almenningsbókasöfnunum. Blindrabókasafnið gefurlíka út Valdargreinar, fréttatímarit Blindrafélagsins á hljómböndum fyrir áskrifendur. Þar eru lesnar greinar úr dagblöðum og tímaritum. Ýmsilegt fleira efni er hljóð- ritað í Blindrabókasafninu. Ár er síðan Hljóðbókagerð Blindrabókafélagsins tók til starfa. Megintilgangur hennar er að stuðla að útgáfu bóka og tímarita á hljóm- böndum. Nú þegar er útgáfa nokkurra hljóðbóka fyrir almennan markað í bígerð. Þannig ættu blindir og sjón- skertir og allir aðrir sem vilja eignast bækur á hljóm- böndum að geta fengið óskir sínar að einhverju leyti upp- fylltar. Nokkuð er líka urn það að hljóðbækur séu gefnar út af öðrum bókaútgáfum en þá eru blindir lánþegar yfir- leitt ekki hafðir í huga. Þróun síðustu ára hefur verið sú að lánþegar hljóðbóka leita æ meir eftir þjónustu almenn- ingsbókasafnanna og krafan hlýtur að vera sú að þau hafi á boðstólum fjölbreytt úrval hljóðbóka sem lánþegar geta valið úr. Þó að úrvalið af hljóðbókum hafi aukist má búast við því að fólk sem á við lestrarörðugleika að stríða af öðrum ástæðum en sjóndepru verði tregt til að nýta sér þær. Venjuleg bók og hljóðbók nýtast vel sanian til að efla lesgetu og því er mikið undir því komið hvernig bóka- söfnin kynna og koma þessu efni á framfæri. Hvað er brýnast að gera? Til þess að koma í veg fyrir dulið ólæsi hljótum við fyrst og fremst að beina athyglinni að börnum og unglingum, sérstaklega þeim sem eiga í erfiðleikum með námið, en einnig að öllum börnum sem eru að læra að lesa. Mikil- vægt er að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin og efla þannig lestur yfirleitt því að vitað er að lestrarvenjur mót- ast snemma. Sjónminni á orð er ein af forsendunum fyrir lestri til skilnings. Það er því mjög mikilvægt að hvetja börn til þess að lesa eins mikið og kostur er en til þess að verða vel læs þurfa þau að lesa u.þ.b. 6-8000 síður. Börn sem sækist námið seint þurfa að lesa ennþá meira. í skólunum er gott skólasafn nauðsynlegt og einnig er sam- vinna skólasafna og almenningsbókasafna brýn. Lestrar- þeysur, bókakynningar, rithöfundakynningar o.þ.h. eru vel fallnar til að auka lestraráhugann. * I Noregi hefur á seinni árurn mikið verið gert til þess að auka áhuga barna á lestri. í Hystadskóla voru nemendur í 5. og 6. bekk látnir ganga sjálfir frá bókum til útláns sem nota átti í bókakynningu. Þannig lærðu þeir á spjaldskrána og hilluröðina og höfðu skoðað bækurnar þegar þeir fengu þær loksins lánaðar. Annað verkefni var kallað Lestr- arþeysa 86. Þetta var samvinnuverkefni þriggja sveitarfé- laga fyrir nemendur í 3. bekk. í tvo mánuði snerist móð- urnrálskennslan um bókmenntir og bóklestur. Nemendur lásu í skólanum og heima og foreldrar voru hvattir til að lesa fyrir börnin fimmtán mínútur á dag. Margir bekkir héldu súlurit yfir lesturinn og hafði það mjög örvandi áhrif á flesta nemendur. í lok verkefnis voru taldar lesnar bækur á nemanda og var meðallestur á nemanda 11,5 bækur. Nú er í gangi þriggja ára verkefni í Holmliabóka- safni og Holmliaskóla fyrir 13-15 ára unglinga. Vinsælar fagbækur og bókmenntir hafa verið keyptar, einnig myndabækur og tónlistarbönd. Þeim er kornið á framfæri eins fljótt og mögulegt er og hafa unglingabækurnur for- gang í bókasafninu. Allar bækur um tölvur, bíla, íþróttir, gæludýr, vélaro.þ.h. eru settar í unglingadeildina. Teikni- myndabækur og vinsæl tímarit eru keypt og auk þess dagblöð. Innréttað hefur verið unglingahorn í bókasafn- inu í samvinnu við unglingana sjálfa. Þar er einnig aðstaða til þess að hlusta á tónlist. Skólabekkirnir koma oft í heim- sókn í bókasafnið, lesa og ræða nýjar bækur og rnargt fleira er gert í nánu samráði við nemendur. Það er erfitt og ef til vill ómögulegt að meta árangurinn af svona átaki en treglæsustu nemendurnir hljóta þó að bera mest úr býtum. Almennar ályktanir mátti þó draga af þessu: • Börnin lásu miklu rneira en þau hefðu annars gert. • Börnin höfðu gaman af þessari vinnu og lærðu mikið af henni. • Foreldrarnir voru ánægðir og sögðu börnin lesa mun meir en áður. • Kennarar og bókaverðir lærðu af þessari vinnu og voru tilbúnir til áframhaldandi starfs. • Rithöfundaheimsóknir efldu mjög áhugann. • Yfirleitt breyttust lestrarvenjur nemenda og þeir lásu Qölbreyttara efni en áður. • Mikill lestur er mikilvægur fyrir 10 ára gömul börn, m.a. vegna þess að sjóngallar uppgötvast fyrr. BÓKASAFNIÐ 23

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.