Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 18
efstu bekkjum grunnskólans, enda hafði 9. bekkur bæst við með gildistöku grunnskólalaganna 1974. Kannanirnar spanna full 20 ár og þess er að vænta að nokkrar breytingar verði á lestrarvenjum á jafnlöngum tíma, ekki síður en á ferðavenjum og sjónvarpsnotkun. Tafla 4, sem sýnir meðalfjölda lesinna bóka á hverjum tíma samkvæmt svörum ungmennanna, gefur til kynna töluverðar sveiflur. Tafla 4 „Hefurþú lesið einhverjar hækur (fyrir utan skólabækurnar) síðustu 30 dagana?" Reykjavíkurskólar, 4.-9. bekkur. Meðalfjöldi lesinna bóka 1968-1988. 1968* 1979 1985 1988** Meðaltalbóka 4,1 7,2 4,8 2,7 * 4.-8. bckkur. ** Einn skóli. Taflan gefur til kynna miklar svciflur í bóklestri reyk- vískra ungmenna og í heildina virðist mjög hafa dregið úr bóklestri þeirra á 9. áratugnum í kjölfar umtalsverðrar aukningar á 8. áratugnum. Dreifmg svaranna að baki þessum meðalgildum er mjög mikil og þess vegna er for- vitnilegt að líta einnig á jaðarhópa þeirra sem lesa engar bækur að eigin sögn og þeirra sem lesa mjög margar bækur (hér er miðað við 10 bækur eða fleiri á mánuði). Á töflu 5 má sjá hvernig „bóklausi“ hópurinn virðist fara mjög vaxandi en hópur „lestrarhesta“ virðist skreppa saman. Tafla 5 „Hefurþú lesið einhverjar bækur (fyrir utan skólabækurnar) síðustu 30 dagana?" Reykjavíkurskólar, 1968-1988 Hlutfall þeirra sem segjast enga bók hafa lesið og þeirra sem segjast hafa lesið 10 bækur eða fleiri. 1968 1979 1985 1988 Lásu enga bók 11% 12% 14% 21% Lásu 10 bækur eða fleiri 10% 26% 16% 5% Fjöldi svarenda 372 482 490 586 Vissulega gefa töflur 4 og 5 til kynna mjög stórbrotnar breytingar, en í raun má telja líklegt að breytingarnar séu jafnvel enn róttækari. Ástæðan er sú að í augum mjög margra nútímaungmenna er „bók“ allmiklu teygjanlegra hugtak en það var áður og nær nú auðveldlega yfir það sem fullorðnir mundu fremur kalla „myndasöguhefti" og eru vitaskuld miklu fljótlesnari og á allan hátt rýrari í roð- inu en bækur í hefðbundnum skilningi. Myndasöguheftin komu einmitt til sögunnar á 8. áratugnum og telja verður líklegt að þau skýri að einhverju leyti hina miklu fjölgun „lestrarhesta" sem kemur fram milli 1968 og 1979. Fækkun þeirra eftir 1979 stingur enn meira í augu fyrir vikið. Hér er að sjálfsögðu engin leið að leita tæmandi skýringa á ofangreindri þróun en ekki leikur vafi á að tóm- stundir ungmenna eru að ýmsu leyti fjölbreyttari en áður og valkostir á þeim vettvangi fleiri. Ég mun staldra við hlutverk og hugsanleg áhrifnýju fjölmiðlanna, sjónvarps og myndbanda. Sainkeppni af hálfu sjónvarps var þegar komin til sögu þegar fyrsta könnunin fór fram árið 1968. Samanburður við sjónvarpslaust svæði (Akureyri) leiddi í ljós að þar var bóklestur nokkru meiri á þeim tíma, en munurinn var hins vegar horfinn 1985. Ef vikið er aftur að töflum 4 og 5 þá vekur athygli að alls ekki dró úr bóklestri á áttunda áratugnum sem þó mætti með réttu nefna „sjónvarpsáratuginn" á íslandi. Á upp- hafsárum og blómaskeiði myndbandanna (1980-85) virð- ist hins vegar hafa dregið verulega úr bóklestri. Árið 1988 voru myndböndin orðin enn útbreiddari en 1985 og ný sjónvarpsstöð hafði fest sig í sessi með þeim afleiðingum m.a. að framboð á sjónvarpsefni hafði þrefaldast. Eins og tafla 2 gaf til kynna hefur „skjánotkun" (þ.e. samanlögð sjónvarps- og myndbandanotkun) stóraukist á 9. ára- tugnum og samtímis því er staða bóklesturs veikari en nokkru sinni frá því þessar kannanir hófust. Ýmsar fleiri breytingar hafa orðið á fjölmiðlaheimi okkar á þessum tíma og eru nokkrar þeirra tíundaðar í töflu 6. Auk þess sem fram kemur í töflu 6 má geta um sívax- andi samanlagðan blaðsíðuQölda reykvískra dagblaða og mikla grósku í útgáfu tímarita sem hvort tveggja hlýtur að keppa við bækur um tíma ungmenna. Tafla 7 sýnir meðal- fjölda lesinna bóka eftir aldri í könnununum fjórum. Þótt tölurnar séu ólíkar þá er tilhneigingin hin sama í öll fjögur skiptin, þ.e. að bóklestur dregst saman eftir því sem líður á unglingsárin. Minnkandi bóklestur á unglings- árum er m.ö.o. sígilt fyrirbæri sem ekki verður skrifað á reikning fjölmiðlabyltingarinnar eða annarra umhverfis- breytinga síðari tíma. Reyndar dregur einnig úr „skjá- Tafla 6 Breytingar á fjölmiðlaheimi Reykvíkinga 1968-1988. Áriðl968: Árið 1979: Árið 1985: Árið 1988: Ein útvarpsrás (auk Keflav.) Ein útvarpsrás (auk Keflav.) Tvær útvarpsrásir Fjórarútvarpsrásir (auk smástöðva) Hljómsnældur Hljómsnældur Hljómsnældur Hljómsnældur óþekktar geysiútbreiddar geysiútbreiddar geysiútbreiddar Einsjónvarpsstöð Ein sjónvarpsstöð Ein sjónvarpsstöð Tvær sjónvarpsstöðvar Engin myndbönd Engin myndbönd Myndbandstæki á Qölda heimila Myndbandstæki á heimili flestra ungmenna 18 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.