Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 54
20. útgáfunni að fella Manual inn í heildarútgáfuna. Pessi handbók er alls um 220 síður og kemur á eftir efnislykli í 4. bindi. Þarna er m.a. að finna greinargóðar leiðbeiningar um val milli marktalna ef efni dreifist víða og er þar stuðst við notkun kerfisins hjá Library of Congress. Vegna íslenskra notenda stefnir Flokkunarnefnd að því að senda út lista um þær breytingar sem orðið hafa í flokkun síðan Flokkunarkerfi kom út haustið 1987, ennfremur í heild efnisflokkinn 780 endurskoðaðan ásamt efnislykli fyrir sama svið. Lyklun - til móts við hinn mannlega þátt Flokkun þjónar, sem áður scgir, þeim tilgangi að rit/ safngögn um sama efni standi saman, með þeim undan- tekningum sem áður greinir. En flokkun er jafnframt aðferð til efnisgreiningar og marktölur (marktákn) hafa því einnig gildi við upplýsingaheimt í hvers kyns skrám og gagnabrunnum. Það er þó ljóst að notendum er fæst- um tamt að hugsa í tölum eða táknum. Venjulegt mælt mál hæfir betur hugsunarhætti flestra. Því hafa mörg söfn og gagnamiðstöðvar úti í hinum stóra heimi tekið upp notkun efnisorða til að leiða notandann að efninu. Fíjá enskumælandi þjóðum (og ýmsum öðrum þjóðum í minna mæli) eru til staðlaðar efnisorðaskrár (thesauri) í ýmsum greinum og eru þær notaðar við lyklun heimilda og gagnaheimt. Erlendar kannanir benda til þess að leitir eftir marktáknum og lykilorðum bæti hvor aðra upp. Hér á landi eigum við enn enga hefð í gerð efnisorða- skráa eða lyklun þótt vissulega hafi margir verið sammála um þörfina á þessum vettvangi fyrir löngu. Nokkur söfn hafa stuðst við ófullkomna heimagerða efnisorðalista í einhverjum mæli og önnur hafa notað efnisorðaskrár á ensku við lyklun heimilda. Um þessar mundir stöndum við á þeim tímamótum að stærstu söfn landsins eru að tölvuvæðast. Einhver smærri söfn munu væntanlega fylgja á eftir smátt og smátt. Safn- notendur fá þar með beinan aðgang að safnefni gegnum tölvuskrár í þeim söfnum sem tölvuvæðast til fulls. í almenningsaðgangi tölvukerfis og samskrá verður unnt að leita eftir hefðbundnum leiðum sem menn þekkja úr spjaldskrám, svo sem höfundi, titli, ritröð, ráðstefnu o.s.frv., ennfremur einstökum orðum innan tiltekinna sviða í færslu, svo sem efnisberandi orðum í titlum. Efnis- orð í titli segja hins vegar oft ekki nema hluta sögunnar um efni rits. Til þess að leitarþáttur tölvukerfis nýtist til fulls þarf, ef vel á að vera, að lykla það efni sem skráð er, jafnt sjálfstæð verk sem greinar. Ef lyklunin á að teljast markviss þurfa lykilorðin að vera stöðluð. í stöðluðum efnisorðaskrám er bcitt orðstýringu samkvæmt fyrirfranr ákveðnum reglum. Þar er sýnt hvaða orð má nota til lykl- unar og hver ekki (ef t.d. unr samheiti er að ræða), sömu- leiðis víðari og þrengri heiti innan sama stigveldis. Til- gangurinn er sá að tryggja að samræmi sé í vídd/sérhæfni lykilorða og með þessu móti er ennfremur komið í veg fyrir að efni dreifist handahófskennt á mörg heiti er tákna hið sanra. íslensk þýðing á ISO staðli Til þess að koma þessu brýna máli á nokkurn rekspöl var um rnitt síðasta ár ráðist í að þýða úr ensku alþjóðlegan staðal um gerð efnisorðaskráa, ISO 2788. Stóð Flokkun- arnefnd að þýðingunni. í henni er að finna íslensk dænri um sérhverja þá reglu sem í staðlinum er sett fram. Orð- myndun og orðanotkun í ensku er mjög ólík því sem gildir um íslensku og er íslenska þýðingin því, ásamt dæmasafninu, nauðsynlegt hjálpargagn fyrir hvern þann sem ætlar sér að taka saman efnisorðaskrá á íslensku. Auk staðalþýðingarinnar var hafin vinna við nokkrar efnisorða- skrár á íslensku á vegum nefndarinnar, lengst er komin efnisorðaskrá í tölvufræði. Efnisorðaskrár þarf síðan að forprófa á nægilega umfangsmiklum ritakosti á sviðinu áður en unnt er að gefa þær út eða taka í almenna notkun. Framhaldið ræðst svo af þeirri fjárveitingu sem til verk- efnisins fæst. SUMMARY Progressive trends in classification and indexing The article presents an overview oflibrary classification and indexing activities in an Icelandic context. The purposc of classification is briefly explicated and the process is illustrated by a historical survey of Dewey Dccimal Classification including its rcviewing mechanism which pre- cedes the various cditions. Reference is made to the abbreviated Ice- landic version published in 1987. The author also considers the most important changes and revisions made in the latest, 20th edition of DDC. Progress in indexing is on the othcr hand due to the increasing nced to provide access to information through natural language terms. One potential means to this end is building thcsauri (controlled vocabu- lary of standardized terms). To facilitate this process ISO standard 2788 has been translated incorporating examples in Icelandic. 54 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.