Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 56

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 56
Einar Sigurðsson háskólabókavörður Háskólabókasafn 50 ára HÁSKÓLA BÓKASAFN 1940-1990 Hin nýja bygging Háskóla íslands á Melunum var vígð 17. júní 1940. Það var fagnaðarrík stund fyrir aðstandendur stofnunar, sem lengi hafði verið í húsnæðis- hraki, enda þótt fram færi í skugga heimsstríðs og hersetu. Háskólastarfið fékk nú á sig heildstæðari mynd en áður. Meðal annars var nú hafinn undirbúningur þess að sam- eina þau smáu deildarbókasöfn sem notast hafði verið við til þessa. Árdegis föstudaginn 1. nóvember 1940 efndi þáverandi rektor háskólans, dr. Alexander Jóhannesson, til sam- komu í „bókhlöðu Háskólans", eins og það er orðað í Morgunblaðinu daginn eftir, þar sem ræða sú er birt sem rektor flutti við þetta tækifæri. í máli sínu bar hann fram þá ósk að hin nýja stofnun, Háskólabókasafn, mætti verða „lífæð háskólans, aflvaki fyrir íslensk vísindi". Það er því á þessu ári, 1990, sem Háskólabókasafn er hálfrar aldar gamalt. Þess verður minnst á árinu í nokkrum áföngum, fyrst á „Opnu húsi“ sem nú er orðinn árlegur viðburður í háskólanum. Að þessu sinni fer megin- hluti Opna hússins fram í Þjóðarbókhlöðu. Þar kynna fjölmargir aðilar, bæði innan háskólans og utan, starfsemi sína, þar á meðal Háskólabókasafn. Síðar á árinu verður afmælis safnsins minnst með ýmsum hætti, m.a. haldnar sýningar á bókagjöfum sem safninu hafa borist undan- farin ár og á sjálfu afmælisárinu. Á afmæli stofnunar þykir vel hæfa að íhuga hvernig afmælisbarninu hafi vegnað á æviskeiði sínu. Spyrja má t.d. hversu sú ósk hafi ræst sem rektor bar fram Háskóla- bókasafni til handa í opnunarræðunni fyrir 50 árum. Safnið hefur sem kunnugt er fyrir löngu sprengt af sér það húsnæði sem því var fengið í háskólabyggingunni svo að það sem þá var sameinað má segja að hafi nú að nokkru sundrast aftur. Háskólabókasafn starfrækir nú seytján útibú og auk þess eitt geymslusafn fyrir eldra efni. Þessi dreifing á sér að hluta til eðlilegar orsakir vegna þróunar háskólans en að sumu leyti er um bráðabirgðaúrræði að ræða vegna hins óhóflega dráttar sem orðið hefur á bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu. Þrátt fyrir þær skorður sem ófullnægjandi húsnæði setur býr háskólinn nú við miklu öflugri bókasafnsþjón- ustu en hann hefur nokkru sinni gert áður. Það má m.a. þakka stórauknum ritakosti og nýjum þjónustuþáttum, svo sem efnisleitum með tölvu, millisafnalánum, skannn- tímalánum kennslurita, notcndafræðslu, framboði á geisla- diskum o.s.frv., en ekki síst stöðugleika í starfsmanna- haldi, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir svo fjölþætta þjónustustarfsemi sem hér er um að ræða. Segja má að á undanförnum árum hafi safntæknileg úrlausnarefni setið töluvert í fyrirrúmi. Með allsherjar tölvuvæðingu á safnrekstrinum, sem nú er á næsta leiti, má segja að mikilsverðum áfanga verði náð í þeim efnum. Tímabært er því að auka áhersluna á enn aðra þætti. Ná þarf fram meiri samþættingu safnþjónustu og fræðslu- starfs í háskólanum og auka kunnáttu við upplýsingaöflun og þekkingarleit. Markmiðið ætti að vera: minni hefð- bundin kennsla, aukin leiðsögn, ræktun sjálfsbjargar, frumkvæðis og öryggis í vinnubrögðum. Slíkt mundi stuðla að því að gera fólk færara til að viðhalda þekkingu sinni að loknu formlegu námi. Starfsmenn Háskólabókasafns ímars 1990. Frá vinstri: Edda Snorradóttir, ÓskarÁrni Óskarsson, ÞorleifurJónsson, Ingibjörg Árna- dóttir, Auður Gestsdóttir, Sólveig Ögmundsdóttir, Þórir Ragnarsson, Hólmfríður Svavarsdóttir, Elísabct Ruth Guðmundsdóttir, Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Siglinde Sigurbjarnarson, Elfa Kristinsdóttir, Gabriele Blunck, MaríaHuldJónsdóttir, Áslaug Agn- arsdóttir, Sigbergur Friðriksson, Þórný Perrot, Einar Sigurðsson, Guðrún Karlsdóttir, Barbara Belle Nelson, Ingibjörg Sæmunds- dóttir, Halldóra Þorsteinsdóttir, Sigurður Egill Garðarsson, Karl Ágúst Ólafsson, Jóhanna Skaftadóttir. (Ljósm.: Ljósmyndarinn.) 56 BÓKASAFNIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.