Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 45
Anna Torfadóttir deildarstjóri, Borgarbókasfni
Siðfræði í bókasafni
Greinin er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu norrænna bókasafnsfræðinema í
október 1989■ Umræðuefni ráðstefnunnar var tvíþætt: Siðfræði bókasafnsfræðinnarog
ókeypis þjónusta bókasafna.
Þegar ég fór fyrst að rekast á greinar um siðfræði bóka-
safnsfræðinnar í erlendum fagtímaritum hugsaði ég
með mér: Mikið er gott að vita að það eru til skýjaglópar
innan um alla jarðbundnu bókaverðina! Ég hafði sannast
sagna ekkert hugsað um siðfræðilegu hliðina á starfinu
sérstaklega og má segja að mínar siðfræðilegu vangaveltur
í vinnunni hafi falist í því að reyna að vera hlutlaus og hlut-
læg í bókvali og upplýsingaþjónustu.
Siðfræði og siðareglur (codex ethicus) tengdi ég, eins
og flestir, læknum og öðrum heilbrigðisstéttum ásarnt
lögfræðingum og prestum. Þessi háfleygu orð voru í
mínum huga jafnfjarri bókasafnsfræðingum og t.d. verk-
fræðingum og jarðfræðingunr, svo dæmi séu tekin. Æ
fleiri bókasafnsfræðingar velta nú fyrir sér siðfræði stétt-
arinnar og er þessi ráðstefna merki um aukinn áhuga á
Norðurlöndunum fyrir málinu. Siðfræði er raunar ekki
bara „í tísku“ innan bókasafnsfræðinnar heldur er ævin-
lega verið að fjalla um siðfræði manna á meðal, um sið-
fræði stjórnmálamanna, uin siðfræði sérfræðinga og jafn-
vel um siðfræði tóbaksreykinga.
Þegar fjallað er um siðfræði bókasafnsfræðinnar er oft
fjallað um hana í tengslum við „fagmennsku". Lítum því
aðeins á hvað felst í orðinu fagmaður. Kristín Indriða-
dóttir fjallaði nýlega urn fagvitund bókavarða
(Kristín:1989) og notaði skilgreiningu dr. Broddajóhann-
essonar, fyrrverandi rektors Kennaraháskóla íslands, á
hugtakinu fagmennska „profession" (sem hann kallar
„lífsstarf1 eða „skuldbundið lífsstarf1) og ætla ég að leyfa
mér að taka þessa ágætu skilgreiningu Brodda aftur upp:
„Starfið veltur á viðurkenndum forða sameiginlegrar sér-
þekkingar, kunnáttu sem leikni og sameiginlegu siðgæði
starfsmanna. Gæta þeir þess sjálfir án ytri íhlutunar og afþví
hugarfari, að skyldur þeirra við skjólstæðinga sína séu æðri
öðrum skyldum starfsins."
(Broddi'.l978, s. 12).
Áður fyrr voru svokallaðar fag- eða sérfræðingastéttir
fáar en í æ flóknara samfélagi nútímans hefur þeim fjölgað
mjög. Alveg ný sérhæfð störf hafa komið fram og önnur
störf hafa breyst í tímans rás og orðið sérhæfðari. Dæmi
um hið fyrra, þ.e. nýja sérfræðingastétt, eru kerfisfræð-
ingar og hið síðara eru bókasafnsfræðingar eða upplýsinga-
fræðingar (Lindsey:1985, s. 3) sem koma í stað (eða vinna
við hlið) bókavarða sem höfðu (eða hafa) mjög mismun-
andi menntun, allt frá skyldunámi til háskólamenntunar.
Það er innan hinna ýmsu fagfélaga sem rætt er um sið-
fræði og siðareglur eru settar, bæði formlegar og óform-
legar, félagsmönnum þeirra til leiðbeiningar. Þessar
reglur eru oftast strangari eða smámunasamari en „venju-
legar“ siðareglur í samfélaginu (Lindsey:1985, s. 3). Hér á
landi velta menn nú nrikið fyrir sér siðfræði stéttar sinnar
og má nefna hér þrjú nýleg dæmi: Lyfjafræðingafélag
íslands samþykkti siðareglur á aðalfundi þann 18. mars
1989, á aðalfundi Lögfræðingafélags íslands þann 26. okt-
óber 1989 var aðalefnið „Lögfræðingar og siðferðileg
ábyrgð“ og íjanúar 1990 gaf Læknafélag íslands út sérhefti
af Læknablaðinu sem helgað var siðfræði.
Áður en lengra er haldið á þessari braut siðfræði og
siðareglna er rétt að staldra við. Þótt við séum trúlega
sammála um að bókasafnsfræðingar séu fagstétt þá er rétt
að spyrja sjálfan sig hér tveggja spurninga: Er í fyrsta lagi
nokkur þörf fyrir einhverja sérstaka siðfræði, hvað þá
siðareglur í starfi? Þurfum við m.ö.o. öðru vísi siðareglur
í starfi en við förum eftir í einkalífi? Stöndum við bóka-
safnsfræðingar í öðru lagi nokkurn tíma franmii fyrir sið-
fræðilegum vandamálum sem eru sérstök fyrir okkar
starfsstétt? Eru þetta ekki allt saman, eins og ég sló fram í
upphafi, bara einhverjir hugarórar skýjaglópa?
Varðandi fyrri spurninguna, þ.e. hvortnokkurþörfséá
sérstökum siðareglum í starfi, hefur verið bent á að sömu
siðareglur eigi ekki alltaf við í einkalífi og í starfi. Nærtækt
dænri um slíkt er að það sem er talið siðferðilega rétt í
einkalífi, eins og að láta sér annt um og jafnvel hygla ætt-
ingjum sínum og vinum, er talið siðferðilega rangt í starfi.
Varðandi seinni spurninguna, þ.e. hvort bókasafns-
fræðingar standi frammi fyrir sérstökum vandamálum, er
af mörgu að taka og er nærtækast að byrja á persónulegu
dæmi.
Þegar ég var að safna heimildum í þessa grein sneri ég
mér til bókasafns eins og vera ber. Eitt af þeirn ritum sem
ég þurfti var í útláni og var útlánsfresturinn löngu liðinn.
Bókavörður sagði að ég þyrfti engu að kvíða því að NN
kennari, sem væri með bókina að láni, skilaði alltaf um
leið og safnið innkallaði. Þarna sinnti starfsmaður vel
þeirri „siðferðilegu" skyldu sinni að afla upplýsinga/heim-
ilda fljótt og vel fyrir lánþega en braut aftur þagnarskyldu
með því að láta óviðkomandi vita hvaða lánþegi hefði
ákveðið rit að láni.
í mörgum bókasöfnum hérlendis tíðkast að senda opið
bréfspjald til lánþega með tilkynningu um að rit séu
komin í vanskil eða að ákveðið rit, sem lánþegi hefur
pantað, sé tilbúið til útláns.
Nýlega gerðist það í Reykjavík að 14 ára strákur, sem
var búinn að lesa allt um sprengjugerð sem hann kom
höndum yfir í bókasöfnum hér, vildi láta panta fyrir sig
frá útlöndum ítarlegri rit um þetta áhugamál sitt. Bóka-
vörður reyndi að draga úr áhuga stráksa með því að segja
að hann væri of ungur til að notfæra sér þessa þjónustu.
Fékk hann þá fullorðinn mann, sem á við alvarlegan
BÓKASAFNIÐ
45