Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 40
skilji samhengi þess og hvernig mismunandi störf eiga þátt í að safnið nálgist lokamarkmiðið. í einmenningssafni verður bókavörðurinn að geta gengið inn í slíkt skipulag í víðara samhengi, annars er hætta á að hann einangrist félagslega, komi ekki þeim heimildum og upplýsingum á framfæri sem kostaðar hafa verið af almannafé og endi með því að eyða tíma sínum í að kvarta yfir kaffinu. Fyrir bókasöfnin er aðalatriðið að bókaverðir skilji þarfir notenda safnanna og umhverfi til þess að geta dreift fjármagni réttlátlega í efni og þjónustu. Slíkt er nauðsyn- leg forsenda fyrir skynsamlegu efnisvali og þegar til lengdar lætur besta röksemdin fyrir auknum ijárveiting- um. Að njóta sín í starfí Gildi góðrar samvinnu Ein af grundavallarforsendunum fyrir farsæld manna í starfi er að finna hæfileikum sínum farveg í samvinnu við góða samstarfsmenn. Kostir langrar samvinnu geta verið margir, t.d. að fólk verður mjög fært á sínu sviði, góður samstarfsandi getur skapast, tengsl við safnnotendur verða oft náin og auka þá hróður safnsins. Ef illa tekst til getur þó vanabundin samvinna leitt til stöðnunar (Pinder & Hall:1985). Efekki reynir á frumkvæði fólks og það fær ekki fullnægt þörf sinni fyrir virðingu verður öryggið höfuðatriðið, það fer í varnarstöðu og verður innhverft. í öðru lagi gerir það sig ánægt með hin óumflýjanlegu rút- ínustörf hversdagsins og verður þar með ómeðvitað um faglega þróun, einkum tæknilega. Skortur á ímyndunar- afli getur dregið úr þroskamöguleikum yngri samstarfs- manna. Auðvitað eru fjölmargir ytri þættir sem hindra framgang í starfi, einkum í kvennastéttum, en bókaverðir verða að kappkosta að koma sjálfum sér og samstarfsfólki sínu á framfæri innan stofnananna. Bókasafn verður aldrei hjarta neinnar stofnunar nema starfsmenn þess þekki vel alla innviði móðurstofnunarinnar og tengsl hennar við þjóðfélagið. „Oft veltirlídlþúfa þungu hlassi“ Þegar stjórnkerfi bókasafna er endurskipulagt skyldi ekki síst hugað að mannlega þættinum. Pað er á ábyrgð stjórnenda safnanna hvernig hægt er að komast hjá stöðnun. í stærri söfnum má hugsa sér að mynda sér- stakan hóp innan starfsliðsins sem tæki ábyrgð á fyrir- byggjandi aðgerðum. Nokkrar hugmyndir liggja í augum uppi: 1) Að koma á fót innanhússfræðslu, fundum og skoð- anaskiptum. 2) Að sækja sér símenntun utan stofnunar á námskeið- um, fundum og ráðstefnum. 3) Að bæta við sig lengra formlegu skólanámi. 4) Að hafa vinnuskipti við annan bókavörð. 5) Að heimsækja önnur söfn. 6) Að endurskipuleggja störf einstakra starfsmanna. 7) Að auka ábyrgð starfsmanna með þátttöku í ákvörð- unum sem varða fleira en þeirra eigin störf, 8) Að stofna vinnuhópa sem bera ábyrgð á ákveðnum verkum eða ákveðinni sérfræði. 9) Að fá fólki nýja og ögrandi verkþætti. 10) Að þróa starfsemi safnsins með því t.d. að: a) - fá utanaðkomandi ráðgjöf - b) - endurmeta hvað safnið gerir í raun og veru - c) - fá sem flesta starfsmenn með í þróunarstörfm - Fyrri helming þessarar upptalningar þekkja flestir og hafa stundað. Síðari hlutinn er ekki síður athygli verður. Innan hvers safns er hægt með dálitlu áræði og án mikils kostnaðar að auka tilbreytni daglegra starfa mjög mikið. í flestum tilfellum leiðir tilbreyting til aukins áhuga starfs- fólks þótt vissulega séu einnig dæmi um hið gagnstæða. Látum okkur ekki líðast í önn dagsins að bíða betri tíma. Peir tímar láta standa á sér. En breytingar breytinganna vegna hafa ekkert upp á sig. Ef eitthvað misheppnast má alltaf taka upp gömlu aðferðirnar aftur og ef einhver starfs- maðurinn vill ekki þýðast nýbreytnina er enginn bættari með því að þvinga hann. En ef ekkert nýtt er reynt fást engar viðmiðanir og enginn samanburður. „Á morgun,“ segir sá lati. Með því að gera sem flesta starfsmenn stórra safna með- vitaða um stefnu og markmið safnsins og samábyrga fyrir árangursríkri þjónustu má stórauka afkastagetu safnanna. í litlum stofnunum er grundvallaratriði að safnið falli inn í heildarstjórnkerfi móðurstofnunarinnar og starfsmaður/- menn safnsins hafi jafnan rétt til áhrifa og aðrir samstarfs- menn. Einangrun skapar varnarstöðu og stöðnun, bæði persónulega og stjórnunarlega. SUMMARY Ready to serve: management of research libraries ln times of shrinking budgets, decreasing productivity and changing patterns of information retrieval research librarians have to search for new management techniques if they wish to offer and constantly improve services to their patrons. Budget shortages can be met by ser- vice charges. Technological progress has led to a new, more complete view of bibliographic control on the one hand and to potentially differ- ent search pattern for the researcher on the other. Improved manage- ment includes the necessity of contemplating the question of who serves whom by what. While all these components are closely examined it is emphasized that staff initiatives and participation in wholescale manage- ment are the best method to increase productivity and services. HEIMILDIR BIunden-Ellis, John 1987. Services marketing and the academic library. British journal ofacademic librarianship 2(3):177-190. Burrows, Toby 1987. Funding and governance of British university libraries. British journalofacademiclibrarianship2(3):165-176. Buckland, Michael K. 1989. Foundations of academic librarianship. College and research libraries 50(4) :389-396. Graham, Peter S. 1989. Research patterns and research libraries: what should change? College and research libraries 50(4)433-440. Lager, Gunnar 1989. Rödluvan och den vetenskapliga informationsför- sörjningen. NORDINFO-nytt 12(3):4-6. Maslow, Abraham 1954. Motivation and personality. New York: Harper and Row. Miksa, FrancisL. 1987. Research patterns and research libraries. Fyrir- lestur, tilv. hjá Peter S. Graham. Pinder, Chris og John Hall 1985. Professional stagnation. Bristol: Library Association University College & Research Section. Shields, Markcl988. Work and motivation in academic libraries. Brad- ford : MCB University Press. Vig, Morten Laursen 1989. Forskningsprogrammer og informations- forsyning. Fjölrit lagt fram á stjórnarfundi NORDINFO í nóv. 40 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.