Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 52
athugunarvert ef það tæki ekki óratíma: 30 sek. á hverja kyrrmynd og 7 og 1/2 klst. fyrir hverja 1 mín. af kvik- mynd. WORM (Write Once-ReadMany). Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða disk sem hægt er að setja eigið efni á. Ekki er hægt að eyða afhonum en alltafer hægt að gera gögn óvirk og setja ný í staðinn. Þessir diskar eru heppilegir þegar forrit fara að verða algeng á geisladisk- um. Eins geta þessir diskar komið í stað harðra diska, eða a.m.k. minnkað þörfma á þeim. Enn skulu nefndir diskar sem hafa eiginleika WORM en standa þó feti framar. Það á að vera hægt að eyða gögnum af þeim. Til þess myndi þurfa enn eina tegundina af drifi. Diskar sem þessir eru enn í þróun. Lokaorð Tækniframfarir eru örar í heimi geisladisksins og auð- velt að ruglast í þeim frumskógi diska sem eru á markaði, væntanlegir eða í þróun. Við vitum þó hvað við höfum nú þegar, hljómdiskinn og CD-ROM. Þessi framleiðsla mun enn um sinn verða uppistaðan í geisladiskaframleiðslunni. Það sem bráðliggur á til þess að þróun CD-ROM verði eðlileg er að framleiðendur komi sér saman um samhæf- ingu vélbúnaðar, þannig að hægt verði að nota diskana með hvaða tölvu og geisladrifi sem er. Hins vegar má benda á þá staðreynd að ekki er víst að þróun geisladisks- ins hefði orðið eins ör og hún varð ef strax hefðu verið sett boð og bönn á þróun hans. Hugvitinu hefðu verið settar skorður. Þegar tímar líða og iðnaðurinn, sem nú er að slíta barnsskónum, hefur jafnað sig mun ákveðin ró færast yfir markaðinn. Einhver tegundin mun ná forskoti og verða fyrirmynd annarra. Hvað gerðist ekki þegar BETA og VHS formin kepptu um hylli myndbandaeigenda? BETA var af mörgum talið fullkomnara en VHS varð ofan á vegna örari útbreiðslu. Hljómdiskasala eykst stöðugt enda tók sá iðnaður strax á sig endanlega mynd. Hið sama mun gerast með CD-ROM og seinna með aðrar nýjungar. Markmið framleiðenda er að CD-ROM valdi jafnmikilli byltingu í tölvuheiminum og hljómdiskurinn olli í tón- listarheiminum. Tíminn mun leiða slíkt í ljós. SUMMARY Introducing CD-ROM Thc author surveys the briefhistory ofCD-ROM dcvelopment with particular reference to University of Iceland Library applications. The discussion is prefaced by a short historical and technical description fol- lowed by an analysis of cost-effectiveness. An annotated list of current holdings and projected acquisitions on CD-ROM in thc university library is presented. Advantages and disadvantages of relying on CD- ROM are also considered objectively. The last section offers a review of the most recent devclopments which includc among others interactive and video capabilities. HEIMILDIR Thc CD-ROM Directory 1989 1988. 3rd ed. Ed. Erin Cormack. London: TFPL Publishing. Duchesne, Roddy & Walter W. Giesbrecht 1988. CD-ROM: an introduc- tion. Canadiati LibraryJournal 45(4) :214-223. Microsoft CD-ROM Yearbook 1989-19901989. Redmond : Microsoft Press. bók/^lfc /túdei\tfc Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands Bókasaf nsfrœð i nga r Við pöntum bœkur hvaðanœva að úr heiminum og leitum upplýsinga um verð og nýjar útgáfur. Notfœrið ykkur pöntunarþjónustu okkar, með því losnið þið undan allri skriffinnsku sem fylgir innflutningi og virðisaukaskatti. Nýtt sfmanúmer 615961 52 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.