Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 29

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 29
Hópvinna í Menntaskólanum við Sund. Ljósmyndir meðgrein: Skúli Þór Magnússon. Lög og reglugerðir um bókasöfn í framhaldsskólum I núgildandi Lögum um framhaldsskóla nr. 57/1988 er fjallað um bókasöfn í 29. gr. og segir þar: f öllum framhaldsskólum skal vera skólasafn. Hlutverk þess er að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara. Það skal búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist kennslugreinum skóla. I áðurnefndu Frumvarpi til laga um framhaldsskóla er þessi grein óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við hana eftirfarandi málsgreinum (sjá 35. gr.): ... í tengslum við húsnæði skólasafns skal vera lesaðstaða með aðgangi að upplýsingaritum á skólasafni. í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri leit upplýsinga og notkun gagnabanka. I Reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991 er í 33. gr. fjall- að um bókasöfnin á eftirfarandi hátt: Yfirmaður skólasafns skal vera bókasafnsfræðingur og hafa að öðru jöfnu kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Skólameistari ræður skólasafnvörð að fengnum tillögum skólanefndar. Menntamálaráðherra skipar skóla- safnvörð. Yfirmaður skólasafns skal m.a.: - gera áætlanir um starfsemi safnsins og hafa umsjón með daglegum rekstri þess, bókakosti og öðrum eignum svo og lestrarsölum, - annast skráningu bókasafnsins og sjá um að halda því í röð og reglu, - annast innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í umboði skóla- meistara, - sitja fundi skólanefndar og skólastjórnar, með málfrelsi og tillögurétt þegar fjallað er um málefni tengd starfssviði hans, - fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræði og ann- ast kynningarstarfsemi innan skólans, - kenna nemendum og kennurum safnnotkun og veita þeim bókfræði- lega aðstoð, - starfa með kennurum og nemendum að því að undirbúa og vinna verkefni sem krefjast sérstakrar þjónustu skólasafnsins, - skila skýrslu til skólameistara um rekstur og nokun safnsins í lok skólaárs. Hér er aðallega um að ræða skilgreiningu á verksviði yfirmanns safns og hvers krefjast má af honum. Ekkert er fjallað um hvað leggja þarf til safnsins í samræmi við stærð skóla, s.s. magn og gerð gagna, fjölda starfsmanna og hús- næði. Það torveldar mjög starfsemi bókasafnanna að þeim hefur ekld verið tryggður fastur starfsgrundvöllur með setningu sér- stakrar reglugerðar um söfnin þar sem settir væru fram staðl- ar um stærð húsnæðis, fjölda starfsmanna, magn og gerð safngangna rniðað við skólastærð, þ.e. í samræmi við fjölda nemenda og kennara og námsframboð skóla. Hlutverk bókasafna í framhaldsskólum Hlutverki bókasafna í framhaldsskólum og stafssviði starfsmanna er þannig gerð nokkur skil í lögum og reglugerð um framhaldsskóla en eins og fram hefur komið er enn eng- in sérstök reglugerð, staðlar eða starfsreglur til fyrir bókasöfn á framhaldsskólastigi þar sem fjallað er um skipulag safnanna, þjónustu þeirra, magn og gerð safnkosts, fjölda starfsfólks, stærð húsnæðis og fjárveitingar. Nokkrir bókasafnsfræðingar, forstöðumenn bókasafna í framhaldsskólum, birtu í síðasta hefti Bókasafnsins (Hulda Björk o.fl., 1994) vinnuplagg, sem byggt er á erlendum stöðl- urn en aðlagað íslenskum aðstæðum, og sem þeir höfðu tek- ið saman til að bæta úr brýnni þörf vegna vöntunar á sérstakri reglugerð fyrir bókasöfn í framhaldsskólum. I samantekt þessari er nánari útfærsla á hlutverki safnanna, markmiðum Bókasafnið 19. árg. 1995 29

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.