Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1997 - 21 T>gftr LÍFIÐ í LANDINV Úr verkinu Draumsólir vekja mig. Á minni myndinni er höfundurinn, Gyrðir Elíasson. Misráðin dramatísering Gunnar Stefánsson skrifar íslenska leikhúsið: „Draumsólir vekja mig“. Leiksýning eftir handriti Þórarins Eyfjörðs sem unnið er upp úr skáldskap Gyrðis Elíassonar. Leikstjóri: Þórarinn Eyíjörð. Höfundur tónlistar: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson. Búningar: Linda B. Arnadóttir. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, frumsýning var 11. október. Þórarinn Eyfjörð hefur sem margir aðrir hrifist af skáldskaparheimi Gyrðis Elíassonar. Þessi leiksýn- ing er eins konar hylling til hans, unnin upp úr þrem bókum Gyrðis aðallega, Svefnhjólinu, Gang- andi íkorna og Bréfbátarigningunni. - Það er dálít- ið undarlegt uppátæki að fara að leika Gyrði því hann er alls ekki dramatískur höfundur, heldur ljóðrænn. Af helstu samtímahöfundum okkar er Gyrðir sá sem manni finnst síst bjóða upp á dramatíseringu. Gildi verka hans felst í undir- furðulegum stíl og aiveg persónulegum heimi máls, hljómfalli og myndsýn. Ef einhver höfundur samtímans er sérstaklega til þess fallinn að lesa hann í kyrrð og næði er það Gyrðir Elíasson. Hann er alger andstæða þeirra höfunda sem Iáta að sér kveða með handaslætti og Ioddaraskap sviðsljósanna. Það er ekki altént ljóst á yfirborðinu hvað hann er að fara, heimur hans er á mörkum furðudrauma og nákominnar raunsæismyndar. En póesían er hér hvarvetna og lætur ekki að sér hæða, smámyndirnar lifa í texta hans. Þessu lífi tókst Þórarni ekki meir en svo að miðla í sýningu sinni. Hún varð sundurlaus og ójöfn, stundum komst hún alls ekki upp fyrir jafn- sléttuna og setti þá syfju að áhorfandanum. Oöru hverju náðust þó góðir sprettir og vissulega har sýningin, sem fyrr segir, með sér væntumþykju í garð þessara „Gyrðisheima" sem Kristján B. Jónas- son lýsir í ritgerð í leikskránni. Ritgerð Kristjáns er skrifuð í þeim hátimhraða og nokkuð loftkennda og yfir sig alvarlega fræðistíl sem bókmenntafræðingar v'orir temja sér nú mjög. En í Iokin kemur þó þessi skemmtilegi kafli: „Ef ég ætti að nefna aðalástæðuna fyrir því að ég kem aftur og aftur að verkum Gyrðis væri hún líklegast þessi: Að hjá honum virðist allt liggja í augum uppi en þegar til kemur eru textar hans fullir af fölskum speglum, þrautum og rangölum sem hrífa mann sífellt lengra. Ef til vill væri ég þá fast- ur í Gyrðisheimum. Líkt og litli drengurinn Sig- mar gæti ég allt eins breyst í dýr og skoppað um grundir með skottið á lofti. En svo gæti Ifka farið fyrir mér eins og manninum í Vopnafirði sem var frægur fyrir að geta leikið þrjár kynslóðir hunda úr því ágæta byggðarlagi. Aður en ég vissi af gæti ég fest í gervinu og ekki átt neinnar útgöngu von.“ Vel á minnst, þetta atriðið sagan um manninn í Vopnafirði var með því skemmtilegasta í sýning- unni, með það fór refurinn, Skúli Gautason. Svo var einnig um fleiri smásögur í sýningunni, þótt annað væri óljóst í henni og jafnvel þreytandi, einkum fyrir hlé. Það sem mest á skorti var að að- alpersónan, Friðrik, lifnaði fyrir augum manns. Þorsteinn Bachmann fór með það hlutverk. En líklega er hér einkum um það að ræða að í verkum Gyrðis eru í raun engar „persónur"; - allt byggist á andblæ furðunnar. Samhengi atburðarásar, mannlýsinga og annars sem bindur ieikverk í rökrétta heild er hér ekki fyr- ir hendi, og við því fær Þórarinn Eyfjörð og sam- starfsfólk hans ekki gert. Mikinn þátt í sýningunni á tónlistin sem Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið og Tatu Kantomaa leikur á harmóníku. Sá leikur gaf sýningunni þá réttu stemmningu, jafn- vel fremur en flutningur leikaranna á texta Gyrðis. Líklega ætti fremur að semja tónverk kringum textann, skipa tónlistinni í forgrunn en nota text- ann sem undirspil. En þá væri auðvitað verið að tala um annað verk. Leikendur standa sig yfirleitt vel. Asa Hlín Svav- arsdóttir leikur Heiðu ástkonu Friðriks, fallega, og Alma Guðmundsdóttir, kornung stúlka, er hrífandi sem hin unga Heiða. Harpa Arnardóttir leikur íkorna, Hinrik Olafsson skógarbjörn og Jón St. Kristjánsson leikur Bernharð, en Skúli Gautason ref. Þessir fara með sín hlutverk á hófstilltan hátt. Valgeir Skagljörð var nokkuð undarlegur prestur og Þröstur Guðbjartsson gat ekki skilið við sig sína ýktu leiktakta í hlutverki Axels. Leiksviðið í Hafnarfjarðarleikhúsinu er hið mesta gímald, og var reyndar nokkuð góð umgjörð um sýninguna, - stundum er að vísu Ijarlægðin til áhorfenda fullmikil. - Eg sá þriðju sýningu á laug- ardagskvöldið. Ahorfendur voru ekki margir þar svo óvíst er hversu Iengi sýningin mun ganga. Ef hún örvar einhverja til að lesa Gyrði sem ekki hafa gert það fyrr hefur hún náð góðum tilgangi. Að öðru leyti held ég að fyrirtæki Þórarins Eyfjörð sé misráðið, þrátt fyrir góðan vilja og einlægan ásetn- ing. vélboða mykjudreifarar Flotdekk, hæöamælir, vökvadrifiö lok á lúgu, Ijósabúnaöur. UÉI DAAI UC w cLiPi#iii nr> Sími 565 1800 Hafnarfirðí. Mjöggott verð og greiðslukjör við allra hæfi. AKUREYRARBÆR BIFREIÐASTÆÐASJOÐUR Stöðuvörður Laust er til umsóknar starf stöðuvarðar (hálft starf) hjá Bifreiðastæðasjóði Akureyrar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru: Eftirlit með stöðumælum, stöðum á gangstéttum, stæðum fatlaðra og fleiri verkefnum tengdum stöðubrotum. Laun skv. kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Einingar og Akureyrarbæjar. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri og Gunnar H. Jóhannesson deildarverkfræðingur í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Starfsmannastjóri. Menntamálaráðuneytið Styrkir til náms í Finnlandi og Noregi Stjómvöld í Finnlandi og Noregi bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til háskólanáms í þessum löndum námsárið 1998-99. Styrkimir em ætlaðir þeim sem komnir em nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn styrkur til háskólanáms eða rannsóknarstarfa. Styrkfjárhæðin er 4.100 finnsk mörk á mánuði. Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn styrkur. Styrkfjárhæðin er 6.200 n. kr. á mánuði og skulu umsækjendur að öðm jöfnu vera yngri en 35 ára. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. október 1997. BELTIN yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.