Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 14
——-t- 7 30 - LAVGARDAGUR 2S. OKTÓBER 1997 HEILSULÍFIÐ í LANDINU Vilhjálmur Andrésson, yfirlæknir á kvennadeild FSA, sýnir blaðamönnum Dags hvernig hið nýja kviðar- og legholsspeglunartæki sem er tengt myndbandi er notað. Kvenfélög sjá fyiir nyrritæ mi Fæðingadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á „Tækið nýja gerir það að verkum að hægt er að greina og með- höndla blæðingatrufianir hjá kon- um á einfaldari og öruggari hátt,“ segir Vilhjálmur Andrésson yfir- læknir á kvennadeild FSA. „Með þessari nýju tækni er hægt að framkvæma nákvæmar kviðar- og legholsspeglanir. Tæknin er svipuð þeirri myndbandstækni sem við þekkjum en sem er engu að síður “''uUoTÍÍ«"lnnn‘ Akureyrl hejureigmst dóma. Með þessari tækni er t.d. hægt að fjarlægja sepa og vöðva- hnúta úr leginu sem oft valda blæðingatruflunum og á þann hátt losna margar konur undan því að þurfa að láta taka legið.“ kannaeíegho? kTennT sem^hafa fðlÖg kVCma VÍÖS VCg- fætt fyrir tímann eða misst mörg fóstur. „Við erum þá að kanna hvort um sé að ræða vanskapnað á Ieginu sem valdið getur fósturláti." Að sögn Vilhjálms geta allar konur sem hafa blæðingatruflanir farið í legholskönnun sem framkvæmd er með þessum hætti og oft er unnt að fjarlægja staðbund- ar breytingar í legi, - en til þessa hefur ein Ieiðin við miklum blæðigum verið að fjarlægja legið. „Öllum aðgerðum fylgir áhætta og því er þessi nýja tækni mikil framför auk þess sem greiningartæknin er mjög ábyggileg." Kvenfélög hjálpa Það voru konur sem gáfu kvennadeildinni þessi fullkomnu tæki. „Við skrifuðum 50 bréf til kvenfé- laga, allt frá Þistilfirði að Skagafirði og margar kon- ur bruðgðust mjög vel við og þess vegna á Kvennadeildin nú þessi há- gæða tæki. Við hugsum þetta þannig að fólk á norður-, austur- og vestur- landi geti leitað hingað alveg á sama hátt og til Reykjavíkur." „Deildin í dag er mjög vel tækj- um búin en betur má ef duga skal og er nú brýnt fyrir okkur að end- urnýja tæki þar sem fylgst er með fósturhjartslætti og einnig bráð- vantar okkur nýtísku fæðingarúm. Þrátt fyrir þetta er deildin senni- n iii . \ i . * . lega ein sú best búna á landinu fullkomið knðar- Og hvað tæki varðar og það er vegna i .1 i ,i . i. skilnings framkvæmdastjórnar legholsspeglunartækl spítalans, velvilja Oddfellow á Ak- . „. ii i. ureyri oe þessara kvenfélaga sem tengt myndbandi, sem áður er getid, - þeim ber að þakka." Er nauðsynlegt fyrir deild- ir eins og þessa að leita á náðir fé- lagasamtaka til þess að endumýjun í tækjabúnaði eigi sér stað? „Já, því miður er það þannig. Auðvitað hefur það alltaf verið til að félagasamtök safni fyrir tækjum handa spítölum og það er líka þekkt í útlöndum. -En það er alltaf verið að skera meira og meira niður til sjúkrahúsa og krefjast auk- innar nýtingar en að sama skapi er framboð á með- ferðum meira og aðferðirnar mun betri en áður. Auðvitað er það jákvætt að slík samskot og safnan- ir eigi sér stað en að vera háður slíku er auðvitað að sama skapi slæmt. Framlög stjórnvalda til nýrra tækja hér á Akureyri eru skammarlega lítil. Við lít- um þó björtum augum til framtíðarinnar og vænt- um þess nú að peningum verði strax veitt til inn- réttingar á nýrri fæðingadeild, öllum íbúum Norð- urlands til hagsbóta." -MAR ar á Norðurlandi söfn- uðu fyrir. Velk von fyrir AlzheimersjúMinga Jurtalyf ýmis konar hafa verið mjög í tísku síðustu árin, en um leið eru mjög skiptar skoðanir um það hvort þau virka. Hverju fólk á að trúa hefur mjög farið eftir því hvaða rannsóknum og hvaða bókmenntum það kýs að taka mark á. Areiðanleg vísinda- leg rök hefur að mestu skort á bak við fullyrðingar þeirra sem boða áhrifamátt þessara lyfja. Nú í vikunni birtust hins vegar í virtu Iæknatímariti í Bandaríkj- unum, Journal of the American Medical Association, niðurstöð- ur úr rannsókn á áhrifamætti lyfs sem unnið er úr rótum ginkgo trésins, og kom í ljós að það hef- ur í raun góð áhrif á Alszheimer- sjúklinga. Reyndar ekki nein af- gerandi áhrif, en getur þó hægt nokkuð á framgangi sjúkdómsins hjá um þriðjungi þeirra sem þjást af honum. og m Klapp á öxl væntumþykju HEILSA ~M f £* Firringin í þjóðfélaginu er orðin Ll 1T svo gífurleg að fólk er hætt að þola líkamlega snertingu. Það óttast að snerta ættingja sína og vini og hrekkur undan þegar einhver gerir sig líklegan til að snerta það sjálft. Það er að verða af sem áður var þeg- ar fólk heilsaðist með kossi á kinn og þéttu faðmlagi. Nú kinka menn kolli úr fjarlægð og segja stuttara- legt „hæ“. Menn forðast líkamlega nálægð. Sumum er beinlínis illa við líkamlega snertingu einhverra hluta vegna, hvort sem það er af hálfu maka eða umhverfísins. Kannski er þetta kuldalega viðmót sálrænn kuldi af einhveiju tagi, kannski er það „þú ert kominn inn á mitt svæði“ tilfinning. Öll höfum við helg- að okkur svæði og viljum ekki hleypa hveijum sem er of nærri. Sú til- fínning hlýtur að vera ósköp eðlileg. En svona hlýtur það líka að hafa verið fyrir tuttugu árum síðan. Það er því eðlilegt að álykta sem svo að viðhorf manna hafi breyst í áranna rás. Firringin hafí aukist svo mikið í þjóðfélaginu og snerting hafi að sama skapi minnkað. Á hinn bóginn er snerting góð. Allir hljóta að hafa þörf fyrir snert- ingu og allir hljóta að hafa þörf fyrir að snerta og sýna þannig tilfinn- ingar sínar, klappa á axlirnar, taka utan um fólk, hvort sem það er maki, félagi eða börn. Hvernig væri hægt að hugga barn án þess að taka það þétt í faðminn og rugga fram og aftur? Með léttri og vina- legri snertingu, klappi á axlir eða stroku á bakið, er verið að sýna hlý- leika, vináttu, væntumþykju og aðrar jákvæðar tilfinningar og þess vegna er synd að fólk sé hætt að þora að snerta hvert annað. Snert- ing getur verið hlý og jákvæð og snerting getur komið væntumþykju á framfæri. Stundum hittir maður meira að segja snertifíkla, sérstak- Iega konur og miðaldra karlmenn, sem hafa tamið sér létta snertingu. Þetta fólk virðist hafa sérstaka þörf fyrir að snerta aðra hvenær sem færi gefst. Auðvitað er hægt að misnota snertingu og vissulega hafa augu fólks beinst að því á undanförnum árnm. Menn eru sem betur fer farnir að skilja að sá sem ekki vill láta snerta sig á fullan rétt á því að hafna snertingu og er misboðið að öðrum kosti. Það er heldur ekki sama hvernig snertingin er og hver skilaboðin með henni eru. Snertingu á ekki að nota f „annarlegum" tilgangi. Með henni má ekki meiða - það verður að vera öllum ljóst. Snerting ergód. All- ir hafa þörffyrir snertingu, mismikla aó vísu, og allirhljóta aó hafa þöiffyrirað snerta, klappa á axl- imarog taka utan um fólk, þó ekki væri nema bömin sín. Hvemig væri hægt að hugga grátandi bam án þess að taka það í faðminn og mgga fram og aftur? Menn ættu hins vegar að skoða málið og íhuga hvað felst í vinalegri snertingu milli fjölskyldu, kunningja og vina. Þurfum við ekki öll á einhverri Iíkamlegri nálægð að haldar Munnlegu hrósi og upp- örvandi klappi á öxlina? Hvernig væri að kenna börnunum okkar hvað snert- ing þýðir, kenna þeim hlýleika og innileika, kenna þeim líkam- lega nálægð svo að þau hrökkvi ekki undan þegar þau eru orðin stór. Snerting þarf nefnilega ekki að vera slæm. Hún getur verið já- kvæð og góð. Guðrún Helga Sigurðardóttir. !

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.