Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1997 TQptr LÍFIÐ t LANDINU í viðtali við MÍbninu Bergþórsdóttur ræðir Davíð Oddssonforsæt- isráðherra um upp- vöxtinn, skáldskapar- iðkun, heimilislífið, vináttu ístjómmál- um, ríkisstjómarsam- starftð og sameining- arhugmyndirá vinstrí væng Þú ólst u-p-p hjá einstæðri móður, varstu aldrei í leit að föðurímynd á þínum yngri árum? “Ekki svo ég viti af. Eg hafði ekki samskipti við föður minn fyrstu árin, en síðar urðu sam- skipti okkar þó nokkur. Eg ólst upp hjá móður minni og ömmu. Þær voru ákveðnar konur sem veittu mér engu að sfður mikið frelsi miðað við það sem tíðkað- ist á þeim tíma. Eg fór fljótlega að vinna með skólanum við eitt og annað, bar út blöð, var send- ill hjá Silla og Valda og í Ingólfs- apóteki. Auraráðin á heimilinu voru ekki mikil en ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að svo hefði verið. Það var svo vel að öllu staðið, allt nýtt sem hægt var að nýta.“ Vaknaði stjórnmálaáhugi þinn strax í bernsku? “Amma mín var mjög pólitísk, kröftug peysufatakona, hand- gengin Sjálfstæðisflokknum og lá ekkert á skoðunum sínum. Hún og Brynjólfur Bjarnason voru systkinabörn og milli þeirra ríkti vinsemd og hlýja þrátt fyrir pólitískan ágreining. Eg man vel eftir Brynjólfi sem krakki og ég kynntist honum vel seinna meir. Hann var sérlega greindur mað- ur, stefnufastur en kannski nokkuð gefinn fyrir kreddur." Varstu aldrei á yngri árum rót- tækur í skoðunum og t uppreisn gegn þjóðfélaginu? “Eg var pólitískur sem krakki, vegna áhrifa frá ömmu minni, en missti áhugann á unglingsár- um. I menntaskóla hafði ég meiri áhuga á ýmsu öðru en pólitík. En ég var með mikið og úfið hár og sennilega ekki mjög borgaralega klæddur og á þeim tíma nægði það til að margir töldu mig vinstrimann. Það þóttist ég hins vegar aldrei „Ég hefenga trú á því að slíkur listi yrði tal- inn hæfurkosturí stjómarsamstarfi, hvorki hjá Sjálfstæðis- Smásugur til útgáfu? Hvenær byrjaðir þú að yrkja? “Á mennta- skólaárunum. Eg var reyndar ekki eitt af flokki eða Framsóknar- cLrnmcLrá Innn- flokki. Ég held að hann Ekkí heldur muni dæma sig í eilífa um. Þá var Vil- mundur Gylfa- son að yrkja, Hrafn Gunn- laugsson, Þórar- inn Eldjárn, Ingólfur Mar- geirsson, Sig- urður Pálsson og fleiri. Þetta voru bráðþroska menn og andríkir og ég dugði skammt gagnvart þeim. Eg held að það sem ég orti hafi þeim þótt afar lélegt, sem það var.“ Þú áttir mjög skemmtilega samvinnu við Hrafn Gunnlaugs- son og Þórarinn Eldjárn sem enn er talað um. “Þetta var sérlega gjöfull tími. Við þremenningarnir höfum haldið vináttu alla tíð síðan, þótt við séum afskaplega ólíkir útlegð og harma það svo sem ekki. “ menn. Þeir hafa báðir gengið listabrautina og á tímabili hefði ég getað hugsað mér að fara sama veg. Eg fann hinsvegar fljótt að ég var Ieikmaður, ekki raunverulegur rithöfundur." Ertu enn sömu skoðunar? “Já, ég er það. Það var ákveð- inn Iéttir að komast að þessari niðurstöðu. Eg þurfti þá ekki lengur að rembast við ritstörf, hætti að taka sjálfan mig hátíð- lega og fór að skrifa ánægjunnar vegna.“ Hefur ekki komið til tals að þið Þórarinn og Hrafn kæmuð sam- an aftur? “Það hefur mjög oft komið til tals en við höfum tekið dræmt í það. Eg er mjög frá- hverfur þeirri hugmynd. Eg held það yrði óheyrilega hlægilegt ef við kæmum fram sem gamlir brandarakarlar. fyndið, hlægi- legt. Ef menn teíja okkur hafa verið skemmti- lega ættum við ekki að eyði- leggja þá hug- mynd með því að koma saman aftur." Ntí hef ég heyrt þvt' fleygt að þú sért að skrifa leikrit um Jónas Hallgrímsson og eigir smásagna- safn sem tilbúið sé til útgáfu. Hvað er hæft í þessu? “Eg á nú loksins safn smá- sagna sem duga myndu í bók. Það er að segja, að magni til myndu þær duga, ég ætla ekki að segja til um hvort þær duga í gæðum. Eg á yfirleitt gott með að taka ákvarðanir, en það vefst óneitanlega fyrir mér að ákveða hvort ég vilji Iáta gefa þær út.“ Er það kannski vegna þess að viðtökur myndu markast af því að þú ert umdeildur stjómmála- maður og forsætisráðherra? “Ég hugsa að það myndi ekki hjálpa til. En ef þetta eru sæmi- legar sögur þá er allt í lagi að bíða með útgáfu þeirra. Mér finnst sumar þessara smásagna nokkuð góðar. Á fundi í Valhöll hætti ég við að halda ræðu og las í staðinn eina þessara smá- sagna. Henni var afskaplega vel tekið, en þá ber þess að gæta að umhverfið getur vart verið mér vinsamlegra en í hópi sjálfstæð- ismanna í Valhöll." Það væri gaman að fá þessar sögur á prent, en hvað með leik- ritið um Jónas Hallgrímsson? “Jónas er gott og ljúft ljóð- skáld og þess utan tragísk per- sóna. Hann heillar marga. Eg hef verið að punkta ýmislegt hjá mér, en það er engin mynd kom- in á verkið. Hvort af því verður og hvort lokið verður við það er óljóst enn sem komið er. Starfs míns vegna er tíminn naumur. Þess vegna hentar smásagna- gerð mér ágætlega, mér væri til dæmis ómögulegt að skrifa stóra skáldsögu í þessu starfi.“ Hyenær skrifarðu? “Ég skrifa uppkast í flugvél- um, í sumarbústaðnum eða heima á kvöldin. Ef mér líkar hugmyndin reyni ég að gefa mér tíma til að vinna hana til fulln- ustu. Einstaka sinnum hef ég vaknaði upp um nætur með hugmynd að sögu, rokið á fætur til að skrifa söguna og setið við fram á morgun.“ Þú valdir þér fremur óskáldlegt fag á sínum tíma, lærðir lög- fræði. Réð skynsemi því vali? “Ég hafði Iengi ætlað að verða læknir eins og afi minn, en komst að þeirri niðurstöðu að starfið myndi ekki henta mér. Seinna gat ég vel hugsað mér að verða prestur. En ég skráði mig í lögfræði, ekki til að verða lög- fræðingur heldur vegna þess að ég hélt að þar hefði ég einna mest svigrúm til að vinna með námi. Ég var á kafi í vinnu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, á Morg- unblaðinu, Ríkisútvarpinu ogAl- menna bókafélaginu. Einn pró- fessorinn í lagadeildinni sagði, þegar mitt nafn bar á góma, að það væri djúpt á mér í þeirri deild sem kallaðist lagadeildin." Heimilislifið og Tanni Þú hefur verið í hjónabandi í nær þrjátíu ár. Hvað finnst þér einkenna konu þína umfram annað? “Pesta og umburðarlyndi, tryggð og hlýja. Hún er sérstök heiðurskona og ég þyrfti langan tíma til að Iýsa öllum hennar kostum ef ég ætti að gera það al- mennilega. En hún myndi ekki kunna mér þakkir fyrir." En geturðu ekki samþykkt það sem margir hafa sagt að hún hafi verið þér stoð og stytta í pólitísku starfi? “I allri tilverunni. Hún hefur engan sérstakan áhuga á því að ég sé í pólitík, og reyndar held ég að hún hefði orðið afskaplega sátt ef ég hefði aldrei skipt mér af pólitík. Þannig að óhætt er að segja að ég sé ekki rekinn áfram af metnaðarfullri eiginkonu." Þú hefur ort ástarljóð til konu þinnar „Við Reykjavíkurtjöm". Hefurðu ort fleiri Ijóð til hennar? “Ekki nein sem birt hafa ver- ið.“ En þút átt nokkur? “Ja, ég yrki nokkuð, en það er misgott eins og gengur og ger- ist.“ Er ekki erfitt að viðhalda góðu hjónabandi í starfi eins og þessu þar sem frítími er mjög naumt skammtaður? “Við hjónin ræðum aldrei

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.