Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 21

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1997 - 37 Thgpr LÍFIÐ í LANDINU BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON SKRIFAR Sigursælir Siglfirðingar Feðgamirjón og IngvarNorðurlands- meistararí tvímenningi Jón Sigurbjörnsson og Ingvar Jónsson frá Siglufírði urðu Norðurlandsmeistarar í tví- menningi um síðustu helgi þeg- ar 19 pör kepptu um titilinn á Sauðárkróki. Svo haldið sé áfram hér að nöldra yfir áhuga- leysi í ýmsum mótum nýverið, verður þetta að teljast slök mæt- ing, hverju sem um er að kenna. Keppnin um efsta sætið var hörð og náðu Jón og sonur ekki efsta sætinu fyrr en að Iokinni síðustu umferð. Þeir skoruðu alls 531 stig. Framan af voru Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Stefán Benediktssson, Siglu- firði/FIjótum efst ásamt Reyni Helgasyni-Birni Þorlákssyni, Ak- ureyri, en Stefanía og Stefán gáfu eftir í lokin og enduðu í 5. sæti. Reynir-Björn enduðu í 2. sæti með 10 stigum minna en sigurvegararnir en næst komu bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir, Akureyri, með 507 stig og Stefán Stefánsson-Hróð- mar Sigurbjörnsson, Akureyri urðu í 4. sæti. Mótið fór fram á Kaffí Krók og sá Björk Jónsdóttir um keppnisstjórn. Súrmj ólkurmótið Nú stendur yfir Súrmjólkurmót- ið á Sauðárkróki með þátttöku 16 para. Staðan eftir tvö kvöld er: 1. Ari Már Arason- Birkir Jónsson 112 stig 2. Eyjólfur Sigurðsson- Skúlijónsson 85 3. Bjarni Brynjólfsson- Gunnar Þórðarson 73 Bjarni-Gunnar náðu hæsta skori síðasta keppniskvöld en mótinu Iýkur næsta mánudags- kvöld. Eftir það hefst hraðsveit- arkeppni, þar sem spilað verður í Bóknámshúsi Fjölbrautaskól- ans. Spilamennska hefst kl. 20.00. Frá Bridgefélagi Akureyrar Fyrst kvöldi af Qórum er lokið í keppninni um Akureyrarmeist- aratitilinn í tvímenningi. Spil- aður er barómeter, 5 spil milli para, og taka 24 pör þátt í mót- inu. Staða efstu para: 1. Hróðmar Sigurbjörnsson- Ragnheiður Haraldsdóttir 90 2. Pétur Guðjónsson- Þórólfur Jónasson 62 3. Jón Björnsson- Tryggvi Gunnarsson 25 4. Jón Sverrisson- Stefán Sveinbjörnsson 24 5. Stefán Vilhjálmsson- Guðmundur V. Gunnlaugs- son 23 Kíkjum á eitt spil úr Akureyr- armótinu í tvímenningi. Það gaf vel í NS að komast í slemmuna í spili 16 V/AV á hættu ♦ AD83 * ÁDG63 ♦ K5 * G8 * G642 V K 7 * DT93 * K64 * K75 r 852 * G8764 * 72 * T9 * T94 * Á2 * ÁDT953 Þannig gengu sagnir á einu borðanna: Vestur Norður Austur Suður pass lhjarta pass grand(l) pass 2spaðar(2) pass 31auf(3) pass 3hjörtu(4) pass óhjörtu allir pass (1) Krafa (2) Sterkt (3) Spil. (2grönd myndu lýsa veikum spilum) (4) Gott hjarta en lofar bara 5-lit. Austur spilaði út tígli sem er besta vörnin og sagnhafi drap í blindum. Nú er spilið auðunnið í legunni með því að svína hjartatíu, spila litlu hjarta og fá kónginn í. Taka laufsvíninguna og þegar hún misheppnast er enn samgangur með því að spila smáu hjarta á níuna í blindum og taka í leiðinni síðasta tromp andstöðunnar. Eitthvað virtist þessi spilaleið þó veljast fyrir spilurum. Á einu borðinu komst sagnhafi upp með að spila hjartatíu og hjartaníu. Kóngur- inn kom en vandræðin voru aug- ljós. Hann spilaði nú laufgosa og svínaði og ef vestur hefði dúkkað hefði toppurinn fallið þeim í skaut. En vestur drap strax og spilaði tígli. Óverð- skuldaður toppur til NS. Umsjónarmanni bridgeþáttar brást bogalistin I myndatöku af nýkrýndum Norðurlands- meisturum í tvímenningi, feðgunum Jóni Sigurbjörnssyni og Ingvari Jónssyni. Þeir fest- ust alls ekki á filmu viö verðlaunaafhendingu og þvi verður gömul mynd úr safni að duga. íslandsmeistarinn Steinar Jónsson, einnig sonur Jóns, fær að fljóta með á mynd- inni. Jón var að vinna titilinn f 4. skipti en þetta er í fyrsta skipti sem Ingvar hlýtur hnossið. Blaðið óskarþeim til hamingju með árangurinn. Mús og hújbúnaéur Fimmtudíiginn 30. októberfylgir Degi aukablað um Húsoghúsbúnað. Auglýsingíipantanirþurfa íið berast bhiðinujyrir kl. 12 mánudaginn 27. október. / Werslun ug þjémn; tm á No/ðurlsndi Auglýsingablað um verslun ogþjónustu á Norðurlandi fylgirDegifimmtudaginn 30. október. Blaðinu verður dreift inn á hvert heimili á svæðinu frá Sauðárkróki austur til Húsavíkur. Auglýsingapantanirþurfa að berast blaðinu í síðasta lagi mánudaginn 27. októberkl. 12.00. $ \i í Símar auglýsingadeildar eru 460 6191,460 6192, 563 1641 og 563 1615.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.