Dagur - 25.10.1997, Qupperneq 9

Dagur - 25.10.1997, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 2 5. OKTÓBER 19 9 7 - 25 Xk^ítt-.. LtFIÐ í LANDINU saman um pólitík. Við nýtum samverustundir okkar í annað. Það skiptir miklu máli að and- inn á heimilinu sé jákvæður og það er hann sannarlega hjá okk- ur. Eg hef séð stjórnmálamenn og aðra sem áttu góða framtíð fyrir sér verða fyrir því að bak- landið hrundi. Um leið misstu þeir fótfestuna og glötuðu þeim tækifærum sem virtust bíða þeirra." Þið hjón eigið einn son. Hefð- irðu ekki viljað eigafleiri höm? “Þetta æxlaðist nú svona og við erum forsjóninni þakklát fyr- ir son okkar. En ég er ekki viss um að það hefði verið rétt að bjóða stórfjölskyldu upp á þá til- veru sem líf stjórnmálamanns byggir á.“ Heldurðu ekki að það sé erfitt fyrir son þinn að vera sonur eins dherandi manns og þú ert? “Hann hefur aldrei minnst á það. Sé svo geymir hann það hjá sér.“ En það eru fleiri í fjölskyld- unni en þið þrjú, þið hafið hæði hund og kött. “Nú er læðan dáin, varð tæp- lega 16 ára. Þetta var villiköttur alla tíð, erfið við gesti og ókunn- uga, en góð við heimilisfólkið. Hundurinn Tanni lifir enn, orð- inn 11 ára. Hann er sannur höfðingi og mikill vinur minn. Oflugur mjög, traustur, skyn- samur og hefur vit á pólitík." Þú virðist vera sammála því sem ég ætlaði að spyrja þig um, sem sagt þvt að dýr hafi karakter. “Mikinn karakter. Kötturinn stjórnaði hundinum allt fram á síðasta dag á karakterstyrknum einum saman. Það gerðist margoft þegar við hjónin sátum niðri í stofu og hundurinn með okkur, að Iæðan kom niður og náði í hundinn. Hún tók hann með sér á efri hæðina og sigaði honum á ketti sem komist höfðu í garðinn. Henni datt ekki í hug að aðhafast nokkuð sjálf, heldur stóð á svölunum og horfði á kettina leggja á flótta undan hundinum upp í næstu tré. Tanni er mikil persóna og skyn- ugur. Þegar menn koma heim til mín með hugmyndir eða tillögur sem þeir vilja ræða sé ég mjög gjarnan á hundinum hvort menn eru komnir í frómum til- gangi. Hann ber sig að á sér- stakan hátt þegar honum þykja aðstæður tortryggilegar. Hann hefur reynst æði glöggur." Vinátta og stjómmál Er ekki erfitt að mynda vináttu- tengsl í heimi stjómmálanna? “Eg held að það sé erfitt. Þar er svo hætt við togstreitu og hagsmunaárekstrum. í mínu starfi hljóta menn að hafa efa- semdir um það af hvaða tilefni vinahót er sprottin. I slíkri stöðu mynda menn ekki tengsl svo auðveldlega, verða varir um sig og koma sér upp skel. En gömul vinátta heldur mjög oft og verð- ur æ meira virði.“ Það er gróin vinátta með ykkur Birni Bjamasyni, er ekki svo? “Milli okkar er mikil vinátta. Björn er samkvæmur sjálfum sér, segir ekki eitt í dag og annað á morgun. Hann er ekki vin- sældarhlaupari, heldur lang- hlaupari í þeim efnum, eins og sést best innan flokksins þar sem staða hans hefur mjög styrkst á liðnum árum. Vinnu- semi hans og góðar gáfur munu skila honum langt. Hann er einnig trygglyndur og það er dyggð sem maður metur ætíð í fari manna.“ Hvemig em samskipti ykkar Friðriks Sóphussonar? “Þar hefur þróast vinátta enda hefur Friðrik góðan mann að geyma. Við höfum unnið mjög vel saman, ekki alltaf verið sam- mála en aldrei hafa orðið eftir- köst.“ Eimir ekki enn eftir af sárind- um tnilli ykkar Þorsteins Pálsson- ar? “Ekki verð ég var við það, en vissulega fylgdu formannslagn- um heilmikil átök.“ En hvað með vináttu manna í óltkum stjómmálaflokkum? Menn vita til dæmis af vináttu ykkar Össurar og því er jieygt að þú hafir átt þátt t að hjarga mál- unum þegar dóttir hans tveggja mánaða fékk ekki vegabréfsárit- un til að komast heim gegnum Bandaríkin. “Össur sendi neyðarkall og ýtt var á rétta hnappa. Eg hefði gert það fyrir alla. Þau Arný hafa ver- ið heppin með barnið og þar er bjart yfir, svo Birtu nafnið virðist vera vel til fundið." Útlegð A-flokkaima Snúum okkur að ríkisstjóminni, ertu ánægður með samstarfið þar? “Afar ánægður, og sérstaklega ánægður með samstarfið við Halldór Asgrímsson. Þar hefur engan skugga borið á.“ En nú er því haldið fram að þú mótir utanríkisstefnu landsins til jafns við utanríkisráðherra. “Það hefur alla tíð verið þannig að forsætisráðherra hef- ur komið að utanríkismálum og allt er það með eðlilegum hætti. Utanríkisráðherra hefur sömu- leiðis tjáð sig um sjávarútvegs- mál, lífeyrissjóðsmál og stóriðju. Allt eru þetta mál sem heyra ekki undir utanríkisráðuneytið, en en það er sjálfsagt að utan- ríkisráðherra ræði þau, og reyndar væri skaði ef hann gerði það ekki. Ráðherrar eiga að tjá sig um aðra málaflokka en þá sem heyra beint undir þá. Þar Med eiginkonu sinni Ástriöi sem hann segir hafa verið sér stoð og stytta í tilverunni og hundinum Tanna sem hefur meira vit á pólitik en margur maðurinn. mynd: gva „Ég skrifa uppkast i flugvélum, / sumarbústaðnum eða heima á kvöldin. Efmér líkar hugmyndin reyni ég að gefa mér tima til að vinna hana til fullnustu. Einstaka sinnum hef ég vaknaði upp um nætur með hugmynd að sögu, rokið á fætur til að skrifa söguna og setið við fram á morgun." mynd: lól. með er ekki sagt að þeir séu að taka völdin.“ Er væntanleg uppstokkun á ríkisstjóminni? “Eg sé ekki fyrir mér neinar breytingar á þessu ári. Eg skal ekkert um það segja hvort þær verða á næsta ári. Það hefur ekki verið ákveðið.11 Allt bendir til sameiginlegs framhoðs A-flokkanna í næstu al- þingiskosningum, hvemig sérð þú þaðferli? “Mér finnst ósvífni að halda því fram að þessir flokkar eigi að sameinast af því þar ríki engin málefnalegur ágreiningur. Eg sé ekki eitt einasta mál sem þeir eru sammála um. Ég hef enga trú á því að slíkur listi yrði talinn hæfur kostur í stjórn- arsamstarfi, hvorki hjá Sjálfstæðis- flokki eða Framsóknar- flokki. Ég held að hann muni dæma sig í ei- lífa útlegð og harma það svo sem ekki.“ Nú virðist hálfgerð forystu- kreppa á vinstri vængnum en Össur Skarp- héðinsson sagði nýlega í viðtali að hann útilok- aði ekki að keppa einhvem tímann að því að verða formaður Alþýðuflokks- ins. Hvemig list þér á? “Hann hefur marga kosti til þess. Ég sagði honum einu sinni að ef hann ætlaði sér það yrði hann að hafa hemil á grallaran- um í sér, en ég veit að það er mjög erfitt fyrir hann. Ef hann kærir sig ekki um formannssæt- ið er um að gera fyrir hann að beisla ekki grallarann." Segjum svo að Sjálfstæðisflokkurinn lenti í stjómarandstöðu eftir næstu kosningar. Mundir þú þá sitja sem þingmaður í stjómarand- stöðu eða finna þér annan starfs- vettvang? “Ég býst við að ég myndi í fyrstu sitja sem þingmaður í stjórnarandstöðu. Svo gæti vel verið að ég myndi í framhaldinu komast að þeirri niðurstöðu að tími væri kominn til að gera eitt- hvað annað. Einhvern tímann gerist það.“ Gætirðu hugsað þér að verða sendiherra? “Nei, það hentar mér ekki. Ég er ekki að gera Iítið úr þeim störfum, en ég vil hvergi vera nema hér á landi." Finnst þér þú hafa tekið rétta ákvörðun þegar þú hvarfst frá þeirri hugmynd að fara í forseta- framboð? “Það var algjörlega rétt ákvörðun. Ég held að öll önnur niðurstaða hefði verið ákaflega vitlaus." Ntí hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki eignast sterkan leiðtoga í borgarmálum síðan þú fórst úr sæti borgarstjóra. Er það ekki vandræðamál fyrir flokkinn? “Ég vona að prófkjör flokksins skili ágætum niðurstöðum. Ég hef trú á því að Arni Sigfússon muni reynast farsæll sem leið- togi listans og vonandi borgar- stjóri.“ Gerirðu þér vonir um að Sjálf- stæðisflokkurinn vinni borgina? “Ég vonast til þess og held það yrði til stórra bóta. Það hefur Iít- ið gerst í tíð núverandi meiri- hluta." Engin pólití sk þreyta Þú verður fimmtugur á næsta ári, varst borgarstjóri, ert formað- ur flokks þins og forsætisráð- herra. Er eftir einhverju fleiru að sækjast? “Stundum heyrist sagt að það sé galli á mér að ég sé ekki það sem kallað er ástríðustjórnmála- maður, eins og sumir kalla sig. Ég gef mig allan í mitt pólitíska starf meðan ég er í því, en ég er ekki þeirrar skoðunar að ísland geti ekki án mín verið eða ég Iif- að án stjórnmálanna. Ég myndi ekki harma hlut Islands og ógæfu þess þótt ég yrði ekki iengur í störfum á opinberum vettvangi. Ég mundi heldur ekki harma mitt hlutskipti, hvorki opinberlega eða í leyni. Ég ímynda mér að það myndi reyn- ast mér andlega létt ef þar yrði breyting á.“ Þetta hefur verið öruggur ferill, áttu von á þvt' að svo verði áfram? “Vonandi á ég eftir mörg ár í tilverunni, hvort sem hún verður pólitísk eða ekki. Pólitísk þreyta er sannarlega ekki komin í mig, en guð og gæfan verða að eiga síðasta orðið.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.