Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 11
Tk^ur LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1997 - 27 Ólífureru ávöxtur ólífutrésins og einn elsti ræktcLÖi ávöxtur heims. Til eru heimild- irum ræktun ólífa fjögurþúsund árum fKr. Þráttfyrirað ólífurséu ávöxt- ur eru þær notaðarsem krydd eða bragðauki í matargerð og þá aðallega í löndunm við Miðjarðarhafið þarsem óiífur og ólífuolía eru mikið notaðar í almenna matargerð. Ferskar ólífureru ekki hæfar til átu og eru mjögbeiskar og nánast óætar, þess vegna eru þær látnarliggja ísaltpækli og sóda í nokkra mánuði eftirað liafa verið útvatnaðar. Ólífur eru til ífjölmörgum afbrigð- um mismunandi að stærð, bragði, olíuinnihaldi oglit. Svartar ólífur erufullþroskað- aren þærgrænu eru hálf- þroskaðar. Ólífuolía Besta olían svokölluð jómfrú- arolía erfyrsta kaldpressun úrfidlþroskuðum ólífum og hún er oftast grænleit og virð- ist þykkari en önnurolía, bragðmikil og gefur mikið bragð við suðu eða steikingu. Hún hentarþví vel í olíu- dressingar, útísuðuvatnfyrir pastaog allstaðarþarsem ólífubragðið má njóta sín. Shikari tegundir af olíu eru úr seinni pressunum og þá oft heitpressaðar. Þá erolían fólgul og bragðminni. Þannig olía hentarbeturtil eldunar efekki eróskað eftirólífu- bragðitiu, einnig mjögvel til steikingar. Gotterþá að blanda olíuna meó hreinsoðnu smjöri. Döðlu- og ólífubrauðið sem Fr/ðrik gefur uppskrift afhér á síðunni. Döðlu og olífubrauð 100 g döðlur (steinlausar) 100 g púðursykur 50 g smjör 1 'A dl sjóðandi vatn A tsk. múskat 'A tsk. negull 'A tsk. kanill ___________I egg____________ 1 tsk. natron 'A tsk. lyftiduft 250 g hveiti 'A tsk. salt 50 g svartar ólífur (í sneiðum) Smjörið og púðursykurinn er hrært vel saman, döðlurnar eru saxaðar þeim blandað út í sjóð- andi vatnið ásamt kryddinu, saltinu og 35 g af ólífum. Þá er eggið sett út í smjörið og sykur- inn og hrært létt. Vatnsblönd- unni er helt út í og hrært var- Iega. Að lokum er hveiti, natroni og lyftidufti blandað út í og hrært varlega saman, ekki hræra of mikið. Deigið er þá sett í form og afgangnum af ólífunum stráð yfir, bakað við 180°C hita í 45 mín. Gerbrauð með ólífum og sólþurrkuð- um tómötum __________20 g ger______ 2'A dl volgt vatn 1 msk. hunang 4 msk. ólífuolía 1 tsk. salt 300 g hveiti 200 g heilhveiti 80 g sólþurrkaðir tómatar 80 g saxaðar ólífur (grænar og svartar) 2 msk. sesamfræ Vatnið, gerið, hunangið og olfan er sett í skál og því blandað sam- an. Þá er hveiti, heilhveiti og saiti blandað saman við og hnoðað vel, setjið síðan tómatana, ólífurnar og sesam- fræin saman við og hnoðið vel. Deigið á ekki að vera of blautt, ef svo er þá skal bæta hveiti í það. Deigið er látið hefast í 30- 40 mín., gott er að úða það með volgu vatni 2-3 sinnum á þeim tíma. Þá er deigið hnoðað aftur og mótað í bollur á plötu eða sett í form. Þá skal úða vel með volgu vatni og láta það hefast í 30 mín. áður en bakað er í 20 mín við 180°C hita. ^ Ólífu salat- dressing (vina- gaigrette á l’Huile d’Olive) 4 msk. jómfrúarólífuolía 1 msk. önnur olía (bragðlaus) 1 msk. hvítvínsedik 3-5 smátt saxaðar svartar ólífur salt og nýmulinn hvítur pipar Ollu blandað saman og hrært létt, sfðan hellt yfir salat. % Vinaigrette 1 dl hvítvínsedik 3 dl jómfrúarólífuolía 1 dl ólífuolía 'A dl svartar ólífur (saxaðar) 'A dl kapers 'A dl smátt saxaður skalottlaukur 1 msk. söxuð steinselja 1 msk. saxað estragon (ferskt) 2 harðsoðin egg (söxuð smáttt) Olían og edikið er hrært létt saman og öllu öðru blandað saman við með sleif, smakkað til með salti og nýmuldum pipar. Þessi sósa hentar vel með öllum salatréttum. £ Saltfiskur með pasta og ólífum 150 g saltfiskur 350 g spaghetti eða taglatelle 2 skalottlaukar (smátt saxaðir) 3 tómatar (afhýddir og saxaðir smátt) 30 g svartar ólífur (smátt saxaðar) 20 g grænar ólífur (smátt saxaðar) 'A dl vatn '/ dl ólífuolía ferskt oregano steinselja salt Saltfiskurinn er skorinn í bita og settur í sjóðandi vatn, suðan lát- in koma upp tvisvar sinnum og potturinn þá tekinn af hellunni en fiskurinn látinn standa í vatninu í 10-12 mín., þá er hann tekinn upp úr og látið renna vel af honum. Pastað er soðið í miklu vatni ásamt salti og hluta af olíunni, varist að sjóða pastað of mikið. Gott er að gera sósuna á meðan pastað síð- ur: kraumið laukinn í olíu (á ekki að brúnast), bætið tómöt- unum út í og látið malla, bætið þá vatninu, ólífunum og salt- fisknum út í og látið suðuna koma upp. Hellið vatninu af pastanu og setjið í skál, hellið þá sósunni yfir pastað og stráið steinselju og estragoni yfir, einnig má skreyta með ólífum. Einfaldur og góður réttur sem kemur skemmtilega á óvart með hvítlauksbrauði og léttu salati. Verði ykkur að góðu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.