Dagur - 25.10.1997, Síða 16

Dagur - 25.10.1997, Síða 16
32 — LAUGARDAGVR 2 5 . OKTÓBE K 19 9 7 LÍFIÐ t LANDINU JÓIIANNESARSPjALL Hver liel'ur sinn Jóhannes að draga Það er ekkert grín að heita Jó- hannes. Ekki er alltaf tekið út með sældinni að heita Sigríður. Vansæla getur fylgt því að bera nafn á borð við Brandur. Og sumir bíða þess aldrei bætur að hafa verið skírð- ir Skammkell. Nöfn eru alvörumál. Nöfn skipta máli. Nöfn skipta alvöru- máli, ekki síst þegar maður er að vaxa úr grasi. A mínum bernskuárum þótti mér einstaklega fúlt og hvers- dagslegt að heita Jóhannes. (En hefði sjálfsagt ekki verið hótinu ánægðari ef ég hefði heitið Steingrímur eða Arinbjörn). Eg hafði það á tilfinningunni að strákur sem héti Jóhannes yrði alltaf aumingi og amlóði, þvf engar af mínum hetjum í lifinu hétu Jóhannes. Ekki hét Prins Valíant Jóhannes, og ekki Eyleif- ur Hafsteinsson fótboltahetja, og ekki heldur Bob Moran, hvað þá Tarzan apabróðir eða indján- inn Léttfeti. Og á þessum árum gat ég auð- vitað ekki séð það fyrir að síðar kæmu fram á sjónarsviðið kempur á borð við nafna mína Jóhannes í Bónus, Jóhannes hjá Neytendasamtökunum og Jó- hannes Kristjánsson eftirhermu, sem hæfu Jóhannesarnafnið til vegs og virðingar. Eg var sem sagt hundfúll yfir því að heita Jóhannnes þegar ég var strákur. Nafnar erlendis I kringum fermingaraldurinn rættist þó nokkuð úr þegar ég uppgötvaði að ég átti helling af heimsfrægum nöfnun í útlönd- um, að Jóhannes væri íslenska útgáfan af John, Giovanni, Ivan, Jean, Juan. Þannig að ég var orðinn nafni John Lennons og Don Juans sem mér þótti ekki verra því ég var farinn að gefa stelpunum auga. Ég var meira að segja nafni Tarzans því hann hét sem kunnugt er John Clayton. Ég hef reyndar ekki hugleitt þessi mál lengi og ekki haft verulegar áhyggjur af því á full- orðinsárum að heita Jóhannes. En það eymir eftir af fordómum bernskunnar því nafnið Jóhann- es er í mínum huga ennþá ósköp hverdagslegt, flatt og fúlt, þannig að það má kannski segja að kjaftur hæfi skel í þessu til- viki, að nafnið endurspegli manninn. Doddý og Bíbí Nú er það nokkuð öruggt að ég hef ekki verið einn um það í æsku að vera óánægður með að hafa verið vatni ausinn og skýrð- ur nafni sem ég hefði ekki valið sjálfur ef ég hefði átt þess kost. Orugglega hafa ýmsir ungir Glúmar, Sighvatar og Birnir frekar viljað heita Tómas, Ró- bert eða Viggó. Og margar Ragnhildar, Dóróteur og Jakob- ínur fremur viljað heita Raggý, Doddý eða Bíbí. Og raunar sér þess stað á stelpunöfnum á síð- ustu árum að mæðurnar hefðu viljað heita eitthvað annað í æsku. Stutt kvikmyndastjörnu- leg kvenmannsnöfn hafa mjög rutt sér til rúms, Anný, Benný, Kiddý osfrv. Þarna eru mömm- urnar örugglega að skýra dætur sínar nöfnum sem þær hefðu sjálfað viljað bera í bernsku. Lifsins stafrófsröð Það skiptir máli hvað menn heita. I minni æsku tíðkaðist það f skólanum að taka börn upp og hlýða þeim yfir eftir staf- rófsröð. Þannig að piltar sem hétu t.d. ÞorkelII, Ævar og Orn um land allt gátu lent í því að röðin kæmi aldrei að þeim. Staf- rófsröðin gat sem sé ráðið því hvaða menntun menn hlutu og þyrfti að fara fram könnun á því hvort tengsl eru á milli metorða og velgengni í lífinu og því hvort nöfn viðkomandi eru framarlega eða aftarlega í stafrófinu. Sjálf- sagt er að skipa nefnd í málið. Drengurinn Sue Það skiptir máli hvað menn heita. Söngvarinn Johnny Cash raulaði löngum lagið A Boy named Sue, sem fjallar um strák sem var brjálaður allt sitt líf af því að skrattinn faðir hans hafði skírt hann kvenmannsnafninu Sue. En pabbi gamli vissi sínu viti og sagði sem svo að drengur sem héti Sue þyrfti að hafa fyrir hlutunum og beijast til að kom- ast í gegnum Iífið, þola stríðni og áreitni og herðast í hverri raun. Enda var drengurinn Sue mikil kempa og rotaði mann og annan. Þannig að það þarf ekki endi- lega að verða börnum til tjóns að skýra þau nöfnum sem sam- félagið álítur fáránleg, ef marka má kántríspeki Jóns reiðufjár. Þannig hljóðar sem sé mín mannanafnakenning. Og hér stend ég og heiti Jóhannes og get ekki annað. skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.