Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 19

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 19
LAV GARDAGUR 2S. OKTÓBER 1997 - 35 LÍFIÐ í LANDINU Fossinn hái. Myndin er af næsthæsta fossi landsins, 122 metrar á hæð. Fossinn er á Suð- uriandi og er í bergvatnsá sem rennur um mikinn dal, sem fór i eyði af vöidum eldgoss árið 1104. Fossinn er skammt ofan við hálendisbrúnina, en að honum liggur greið leið um bílveg þann sem liggur meðfram há- spennulínunni frá Hrauneyjarfossvirkjun og að stóriðjusvæðinu á Faxaflóasvæðinu. Hér er spurt; hvað heitir fossinn og hver er dalurinn mikli sem hér er vikið að? Mynd: SBS SIGURÐUR BOGI SÆVABSSON SKRIFAR Bjargið mikla. Þetta himinháa bjarg á Vestfjarða- kjálkanum, sem er á sjötta hundrað metra á hæð, hefur orðið mörgum að innbiæstri. Enda ætlar hver maður sem það sér að þar búi álfar og huidufóik og aðrar vættir, sem fáum eru sýnilegar. í Sjómannavalsinum, sem Sigurður Ólafsson söng, er sungið um geigþungt brím við Grænland og einnig þetta ævintýralega bjarg þar sem það rís úr hafi. Hvert erþað? Mynd: SBS Hvaðan er Ríó? Ríó-Tríó er einn vinsælasti söng- flokkur sem starfað hefur hérlendis. Fyrír utan að syngja þjóðlög af ýmsum toga eru félagarnir í Ríó, einnig þekktir fyrir að syngja gamanvísur meðal annars um mannlífið i þeirra gamla heimabæ. Hver er hann og hvað heita Ríómennirnir þrír? Mynd: SBS Loðna og bæjarstjórn. Loðnan er upphafauðs og • þessi mynd var tekin i kaupstað á Norðuríandi snemma árs 1992 en slíkur var fögnuðurinn yfir þvi að fyrsta vertíðarloðnan kæmi þangað að for- seti bæjarstjórnar og bæjarstjórí mættu á kajann með rjómatertur handa skipshöfninni fengsælu á Víkingi AK. Mennirnir íþessum tignarstöðum sjást hér á myndinni, en hverjir eru þeir og hver er kaupstaðurinn? - úr myndasafni. Kauptún fyrir austan. Myndin er af kauptúni á suðurfjörðum Austfjarða. Gjarnan er það nefnt eftir samnefndum firði sem það stendur við, en gjaldgengt er einnig annað eldra nafn tengt kríst- inni trú. ibúar voru 290 talsins 1. des sl. og fást aðallega við útgerð og fiskvinnstu. Helsti atvinnu- rekandi á staðnum er sjávarútvegsfyrírtæki í meirihlutaeigu KEA. Á staðnum er einnig steina- safn. Hvert er kauptúnið? Landog þjóö 1. Stærsta útgáfufyrirtæki landsins og verka- lýðsfélag í kaupstað á Austfjörðum bera sama nafn og hvert er það? Og einnig er spurt: hvað gefur hið umsvifamikla fyrir- tæki út og hvar starfar umrætt verkalýðs- félag? 2. Fyrirhuguð er í næsta mánuði kosning um sameiningu ellefu sveitarfélaga í Skaga- firði. Verði hún samþykkt þarf nafn á nýtt sveitarfélag og hefur bæjarstjórinn á Sauðárkróki sagt einboðið hvert það verði, enda liggi það beint við vegna landfræði- legra aðstæðna. Hvert er nafnið? 3. Ölfusá er vatnsmesta á landsins, með 423 m3 líta rennsli á sekúndu. En hvaða ár verma annað og þriðja sæti þessa vatns- mikla lista? 4. Úr hvaða kaupstað er það fólk sem hér er nefnt. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður, Halldóra Eldjárn, fv. forsetafrú, Magnús Guðmundsson, fv. flugstjóri hjá Loftleiðum og Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans? 5. Hvað heitir kirkjustaðurinn sem er innst í norðanverðum Skorradal í Borgarfirði? 6. Hér er spurt um einn eftirminnilegasta atburð aldarinnar, að margra mati. Hann gerðist í september árið 1950. Sex manna hópur týndist og töldu flestir að fólkið hefði allt látist. En um síðir fannst fólkið - og einmitt það og fögnuður þjóðarinnar vegna þess er svo mörgum eftirminnileg- ur. Hver er atburðurinn? 7. Hvað heitir skólinn sem sveitarfélög á Mýrum, í Hnappadal og annarsstaðar á sunnanverðu Snæfellsnesi hafa sameinast um? 8. Hve langt er milli Islands og Grænlands? 9. Hvað heitir húsið sem Einar Jónsson myndhöggvari byggði sér á Skólavörðu- holti í Reykjavík og er í dag safn verka hans? 10. Mál og menning á húsið Laugaveg 18 í Reykjavík, og eitt sinn voru lögfræðiskrif- stofur á efstu hæðum hússins. Þar fóru fram viðræður vegna myndunar ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen snemma árs 1980 og gaf Morgunblaðið stjórninni þá nafn, sem húsið sjálft hafði áður geng- ið undir. Hvert er þetta nafn? •UB|qny nujujcu aipun ubujbS qqaS gisnppoi •Sjofqjiupi Jijjaq cjjaJ snjq •(, •J3 jsuiuiaqs uios jcc) uiq LSZ S1IE nj0 spuc|uæjQ |IJ jyX 8o ipuc|S| cjq •iloqssigjagegnBq •/ 0£61 Jðquiajdas i ipipfcujc^ p pisÁ[ssisXaQ uin jjnds ja jp|q -9 •jnpcjsn6|ji>| issacj Jjjioq jcfjiq •£ lyj'JESj ejj j[[c jo >|[c).j nijoq •[- 'iunpo[s uinssocj 51 ec jJjóy 80 jcsui[0[.| ‘sujea -p[3 ‘sjofynSunx [:l;SEjp jo gccj uo n[sXs[[aj -cjjcqs-JmsoA J jp!jjcpn\| jnuioq jjæs nfpijcj 1 UO ‘suispucj C BJSOUISUJCA JIIUUO JO ESJpf<J ’£ ■jqqXcjuics uc8b||ijjbSu!Uiouies ipjOA ’lllj oljpjjI'IKJAS JJÁU pi’ glA JSBUIOC| l3Sl| gc ef[0j uuoui uios ujcu gcc| jo jiigJofjEScqs 'Z !ej!JPts3 c gi3c[pjspX|c>[jOA 80 suispc[qun3jO[Y 3c| -ojnjcSjn igæq cjoq gccj uo ‘piujcu jo jnqcAjy • j gjpfjJCAgpJS giA |pqnfqjj-)| oe||b>[ jo uinpunjs uios ‘jngjofj -JBAgojs jo uin jjnds jo jpq uios giunjdncyi * •jEcj jEUjpfjsjEfajq cjosjoj ijjæquio jiu8o8 uuo uios ‘jopopy ' [ ucf -jsjjy 80 ‘ijpfjsjcfæq *Acj ‘uossjcunpjcj ujofg jjocj njo lUujpuXui c jjujjuuoui 80 jEgjcfjn|8;s pj luoq buqo[ ejsjXj jc3ocj jAcj [c jo puXui jssaq * •uoscpy jsn8y 80 uosjcgjpcj Jnjc|o ‘uossjnjay j3[0| | cjjoq jjocj uo ‘jSoAcdoq jn njo uuoiupuj-piji * ■Sjcfqujo]] jo SjEfq BpBuSEUijgjas 80 Eequjuijq cjjocj * •[cpjcsjofc] j jsuuj jnpuojs uias ‘cssoj 1 ssojic[j jo uin jjnds jo joq uios icq uuissoj * ■ms FLuguveiðar afl sintiri (40) Veiðisögur Þetta var í Slóveníu £ vor. Ég var í stuttri veiðiferð í því góða landi, búinn að veiða harra á agnhaldslausa þurrflugu allan daginn, kominn í bændagisting- _____ una. Þarna bar sú fróma sveita- kona fram steiktan kálf í káli, og með var það versta rauðvín sem ég hef drukkið. Við hitt borðið sátu tvenn hjón. Þetta reyndust gamlareyndir haukar í fluguveiðum; Banda- ríkjamaður sem ég kannaðist við úr víðlesnum tímaritum, og Breti sem hefur slcrifað margr bækur um flugur. Eiginkonurn- ar með. Huggulegt fólk, aðeins tekið að reskjast. Stefán Jón Hafstein skrifar Þau sögðu mér frá bestu aðferðinni við að ginna harrana í þessari frægu á, og ég sagði þeim frá silungsveiðum á íslandi. Það kom í ljós að þeir Max og Moritz (eins og ég kallaði þá með sjálfum mér) höfðu veitt um allar jarðir saman, nema á íslandi. Og með misgóðum árangri. En alltaf skemmt sér vel. Og svo komu sögurnar. ur Amazón var í þann veginn að leggja frá: vinir okkar í stífpressuðum kakíveiði- fötum, tilbúnir með flugustangir og barðastóra hatta; ætluðu að veiða sig niður frumskógafljótið. Fyllist þá ekki pramminn af bandarísk- um háskólastúdentum á engu nema stuttbuxum og marijúhana- vindlingum. Ekki er pramminn kominn nema hálfa leið út á fljót- ið þegar að drífur mökk eintrján- inga og í þeim skríkjandi indíána- stelpur úr frumskóginum. Þær um borð, en vinir okkar með sín- ar gráu hærur og skalla undir höttum og sveittar bumbur í þröngum skyrtum horfa á þegar aHBaaH upphefst þessi svakalega orgía. Kynsvallið stendur allan daginn og alla næstu daga. Þeir ekki beint í stuði að kasta flugum! Alltaf nýjar stelpur. Loks- Um allar jarðir Báðir vinna fyrir sér með skrifum um fluguveiðar og báðir búnir að segja öllum sem þeir þekkja allar sínar bestu sögur, svo ég var hvalreki eins og þeir gerast bestir fyrir veiðimenn sem eiga fleiri sög- ur en áheyrendur. Látið mig þekkja það. Svo ég kynti undir þeim með því að ná í 12 ára gamalt viskí, lét rauðvínið róa og þeir fylltu kvöldið sagnahljómi. Litháen ins kemur fljótabáturinn í áfangastað og þeir staðráðnir í að ná að minnsta kosti einu kasti. Max gengur niður með á og finnur friðsælan stað. Fyrsta kast. Flugan svífur fallega og lendir á spegil- sléttum vatnsfletin- um. Upp kemur haus. Enginn smá haus! Og svo sem áður stóð heil. Þaðlíður straumrás í átt til hans. Og svo kemur hægtúrmanni, vellíðanfyllir hún syndandi og ioks veður hún í land til salinn og...mennfara að Allirkannast við kvöldin í veiðihúsinu. Kannski tæp- lega hálfrauðvínsflaska þar segja sögur. veiðimannsins: kviknakin indíána- stúlka! Ég spurði hvaða fluga þetta hefði verið! Mikið hlegið, nema eiginkonur þeirra Max og Moritz; þær sátu ansi þykkjuþungar undir Brasil- íusögunum. En þarna yfir viskíinu mínu í bændagistingunni í Slóveníu voru eftir Afríkusögurnar. Max og Moritz voru nýkomnir úr veiðitúr í Litháen. Ætluðu sér að verða fyrstir til að „uppgötva“ þennan staða eftir sjálf- stæði. Pöntuðu far, hótel og veiðileyfi. A flugvellinum beið vopnaður flokkur manna sem fór með þá á afvikinn stað. Hótelið var - eins og lofað hafði verið - gamall kastali. En endurnýjun var ekki eins Iofað hafði verið. Og „áin“ sem þeir höfðu keypt Ieyfi í var kastalasíki sem þeir gátu ekki komið nálægt vegna þess að ódaunninn stóð af því, og þeir vissu ekki hvort var verra: herbergið í kastalan- um eða síkið. Þeir vildu hvorugt, en gátu ekki farið, því fulltrúar lithásku mafíunn- ar vildu ekki Ieyfa þeim. Þeir höfðu pant- að viku og viku skyldu þeir fá! Og borga fyrir. I beinhörðum dollurum. Þeir gátu ekki borðað matinn vegna þess að af hon- um var sama lyktinn og af síkinu. Ekki hægt að þvo sokka úr vatninu. Verðirnir drukku vodka á kvöldin og urðu uppi- vöðslusamir og spurðu hvers konar veiði- menn þetta væru. Smám saman súrnuðu svo samskipti að þeir fóru að óttast um líf sitt. Þá kom þeim það snjallræði í hug að múta vörðunum til að keyra sig út á flug- völl. Þar voru þeir skildir eftir en engin flugvél fór í tvo daga. Þó voru þeir orðn- ir svo aðframkomnir að þeir voru farnir að sjá vodkadrykkina um horð í hillingum og töluðu ekki um annnað. Loksins þeg- ar flugvélin hóf sig á loft (ef það var þá orðið yfir hjöktið í götóttri rellunni) gátu þeir ekki drukkið vokdkann vegna þess að svitalyktin af flugfreyjunni var svo stæk. Svona var veiðiferðin til Litháen, „ekki fara þangað“ sögðu vinir mínir Max og Moritz. Brasilía Fljótapramminn sem átti að bera þá nið- Afríka. Þeir fóru til einhvers Botswanalands þar sem áttu að vera stærstu ferskvatnsrán- fiskar í heimi. Köstuðu flugum £ marga daga án árangurs. Loksins hnýttu þeir lengstu straumflugur sem þeir höfðu á ævinni séð. Fet að lengd! Þá kom lff. En það var ekki fyrr en þeir hnýttu straumflugur með úldnu dýraskotti að þeir fengu fisk! Þar sem þetta var ekki nógu spennandi fóru þeir á næturveiðar. Þetta var f eyðimörk þar sem fflahjarðir ráfa um. Og þyrnibrúskar velta undan vindi. þeir komnir að vatnsbóli og byrjað- ir að kasta fyrir einhverja fiska í tungl- skininu þegar heyrist ægilegt öskur. Þungt fótatak nálgast. Leiðsögumaður- inn blakki hvítnar af skelfingu: Oður fíll! Þarna ráfa stundum um, ungir tarfar, sem reknir hafa verið frá hjörðunum, óðir af greddu með bólginn böll sem sveiflast milli afturlappanna - þarna æða þeir um og reyna að komast uppá hvað sem er. Þetta hvað sem er var nú þeir, á hröðum flótta inn í Land Roverinn, sem ekki fór í gang! Tarfurinn kom æðandi og þeir ekki einu sinni með blæju á jeppanum! Svona í þann veginn að kveðja þessa jarðvist eft- ir að hafa verið í jeppa nauðgað af fíl heyra þeir nú enn hræðilegra öskur: tarf- urinn rís upp á afturlappirnar í bíllljósun- um með hrikalegan liminn reistan á móti þeim, og áfastur þyrnibrúskur sem hafði fokið í veg fyrir hann! „Þú hefðir átt að sjá hann! Hann var eins á svipinn og litháska flugfreyjan!" Ps. Minni á laxaráðstefnuna í Há- skólabíói á morgun kl. 16. Mörg fróðleg erindi og umræður!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.