Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 12
28-laugakdagur 2 s.október 1997 LÍFIÐ í LANDINU Það erýmislegtsem þatfað hafa í huga þegarungafólkið ætlar sér stóra hluti í eldhús- inu. Áhugi barna og unglinga á eldamennsku og bakstri er mikill þó einn réttur sé tví- mælalaust vinsælli en annar. Pizzan góða. Unga fólkið veigrar sér hins vegar ekki við að elda þjóðlegan mat og því finnst allur matur góður, þ.e.a.s. ef það fær að elda hann sjálft. Leyfa krökkimum að hjálpa til Marína Sigurgeirsdóttir er heimilisfræði- kennari við Glerárskóla á Akureyri. Hún segir áhuga krakkanna mikinn í heimilis- fræðinni og þá almennt duglega að elda og baka. Það sé þó jhnislegt sem þurfi að hafa í huga áður en farið er af stað í eld- húsinu og nauðsynlegt sé að foreldrar og forráðamenn láti krakkana hjálpa til og leyfi þeim að dunda með, t.d. búa til hrásalat. Það er um 12 ára aldur sem krakkar geta farið að stússa sjálf í eldhúsinu án hjálpar sér eldri. Þau þurfa samt sem áður að hafa fengið hjálp og Ieiðsögn og þekkja vel til hlutanna áður en þau fara af stað. Krakkar á aldrinum 7 til 8 ára geta hins vegar íyllilega hjálpað til við eldamennsku og bakstur því það er þannig sem þau læra að þekkja hráefnin sem notuð eru. Skiptir máli að fara varlega Marína segir nauðsynlegt að hafa hrein- lætið að leiðarljósi áður en byijað er að elda eða baka. Oll áhöld þurfi að vera vel hrein og þvo þurfi hendurnar vel með sápu og setja á sig svuntu til hlífðar fatn- aði. Ekki sé hægt að byija að elda eða baka nema þekkja mjög vel áhöldin sem notuð eru og ekki sé nóg að þekkja þau heldur þurfi að kunna á þau, eins og það að nota hnífa. Það þarf að vara sig á áhöldunum og fara verlega með þau. Eldavél og ofn geta verið mjög heit og þá þarf að nota pottalappa. Það þarf að passa sig á því að brenna sig ekki og skera sig ekki. Málið er að fara varlega. Það skal líka alltaf byija einfalt. Ekki ætla sér of mikið. Salat hentar vel og gott er að æfa sig á því að skera grænmetið og stússa við það að gera þetta flott og gott. Læra að skera og blanda. Annars eru það allar einfaldar uppskriftir sem henta dug- Iegum og áhugasömum krökkum í eld- húsinu. Það er líka um að gera að hafa það í huga að bakstur er einfaldari en eldamennskan. Ungt fólk sækir í létt fæði Unga fólkið sækir mikið í létt fæði að sögn Marínu því það er orðið svo algengt að það sjái mikið um sig sjálft yfir daginn. I heimilisfræðikennslunni er krökkunum hins vegar kennt að elda gamlan og góð- an íslenskan mat og segir Marína mikil- vægt að þau kynnist þjóðlegri matargerð því hún sé dýrmætur arfur sem ekki megi týna. Eins sé hann hollur. Krakkarnir takí því líka vel að elda hann. Finnist t.d. gott að borða slátur með mjólkugrautnum sem þau elda sér. En annars er reynt að hafa matinn sem þau læra að elda Ijöl- breyttan og þau fá auðvitað að elda pizz- ur og hamborgara. Það er undantekningalaust þegar börnin hafa sjálf búið til matinn að þeim finnst hann góður og segir Marína að það séu aldrei afgangar eftir heimilisfræði- tíma. Unga fólkið borði allt og þar skipti það mestu máli að það eldi matinn sjálft sem það borðar. Fræðslan mikilvæg Marína segir nauðsynlegt að efla áhuga unga fólksins á því að geta bjargað sér sjálft Það þurfi að vita hvað sé í fæðunni sem það borðar og hvaða næringarefni það þurfi. Hún bendir á að sykur- og fitu- neysla sé sívaxandi vandamál hjá börnum og unglingum og oft komi það upp að krakkarnir vilji ekki vita sannleikann. Þau loki augunum fyrir honum og vilji ein- göngu borða það sem þeim finnist gott. Þegar þau eru komin í 9. bekk er alltaf einn og einn að hennar sögn sem er op- inn fyrir honum en yngri börnin standa sig betur og miklu máli skiptir að byrja snemma að gera þeim grein fyrir mikil- vægi holls fæðis. Börnin vilja vera hraust og það er seinna á ævinni sem fræðslan skilar sér. Þetta þurfa allir krakkar að hafa í huga áður en þau byija að elda eða baka: * Alltaf að spyrja fullorðinn um leyfi áður en farið er af stað í eldamennsku eða bakstur. * Huga vel að hreinlæti. Þvo sér um hendur með sápu og vera með svuntu. * Muna að nota pottalappa þegar eitt- hvað heitt er tekið úr ofrii eða af elda- vél. * Fara varlega með potta og pönnur á eldavél. Snúa handföngum á pottum og pönnum inn að eldavélinni svo þau séu ekki fyrir eða hægt að reka sig í þau þannig að hvolfist úr þeim. Halda í potta og pönnur þegar verið að hræra í matnum. * Setja heita hluti á sérstök hlífðarbretti undir potta og pönnur. * Ekki smakka heitan mat með fingrun- um. Alltaf að nota teskeið eða eitthvað slíkt. * Muna að slökkva á eldavél og ofni að lokinni notkun. * Biðja um hjálp við notkun á beittum hnífum. Nota bretti þegar verið er að skera. * Lesa vel í gegnum uppskrift áður en farið er að nota hana svo ekkert vanti í eldamennskuna eða baksturinn. Taka hráefnið til áður en byrjað er að elda eða baka. * Byrja á auðveldum uppskriftum. Ekki ætla sér of mikið. HBG Hvítlauksbrauð Undirbúningur: 10 mín. Bökunartími: 3 mín. Fyrir 4 Heilt snittubrauð 2 tsk. smjör, mjúkt 1 hvítlauksgeiri, vel marinn í hvítlauks- pressu 1 tsk. basilikum, þessu má sleppa 1. Það þarf að byija á því að skera brauð- ið í tvennt og síðan langsum þannig að úr verði 4 hlutar. 2. Mjúkt smjörið, hvítlaukurinn og basilikum er sett saman í skál og hrært vel. 3. Bökunarofninn er settur á grillstill- ingu. Harði hluti brauðsins er látinn snúa upp á bökunarplötunni og grill- aður í 1 mínútu eða þar til brauðið verður brúnt. 4. Þá er hvítlaukssmjörið smurt á mjúka hluta brauðsins og sú hlið látin snúa upp í ofninum. Bakað í 1 mínútu, eða þar til smjörið er vel bráðið. Það er best að bera brauðið fram heitt en svona hvítlaukssmjör er þægilegt að eiga tilbúið í frystinum. Þá er bara að smyrja því á brauðið áður en það er sett í ofninn. Það er líka gott að setja ost á brauðið áður en það er grillað á mjúku hliðinni. Súkkulaði- og hnetu- smákökur Undirbúningur: 20 mín. Bökunartími: 20 mín. Um 20 kökur 1 bolli hveiti 1 bolli súkkulaðispænir 'A bolli hnetur 'A bolli sykur 2 tsk. smjör, mjúkt 'A bolli hnetusmjör 1 egg, þarf að hræra það með gaffli 100 g súkkulaði til skreytingar 1. Byrja þarf á því að kveikja á ofninum og setja hann á 180°C hita. 2. Hveitið, sykurinn, súkkulaðispænirnir og hneturnar er allt sett í skál og blandað vel saman. 3. Mjúkt smjörið og hnetusmjörið er sett i lítinn pott á eldavél og Iátið bráðna. Hægt að nota örbylgjuofn til þess. 4. Það þarf að láta smjörblönduna kólna aðeins áður en hún er sett í skálina með hveitinu. Þarna er eggið sett út í lfka. Nú er allt saman hrært vel og vandlega. 5. Bökunarpappír er settur á bökun- arplötuna. Matskeið notuð til að búa til litlar kökur úr deiginu. Eiga að vera um 20 kökur. 6. Bakað í 20 mínútur eða þar til kökurn- ar verða guliinbrúnar. 7. Kökurnar eru látnar kólna áður en bráðið súkklaði er sett ofan á þær. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði, þ.e. Iítil skál eða pottur settur ofan í annan stærri með heitu vatni. Súkkulaðihristingur Undirbúningur: 5 mín. Fyrir 2 4=

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.