Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 18

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 18
tt h t\ ^ n ( \ ? ?. \ c 9 x a a sí t Vi n ■ " n r.; 34 - LAUGARDAGUR 2S. OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU 'SíflAN Með „Bros“ á vör Magniís Geir Guðmundsson skrifar PoppKom Einn af vinsælustu tónlistar- mönnum Iandsins á seinni árum, Geirmundur Valtýsson, gerir það ekki endasleppt nú frekar en fyrri daginn. Nú eru víst að verða þrjátíu ár frá því kappinn hóf að skemmta Iands- mönnum samhliða því að gefa út plötur og er ekkert lát á. Geirmundur er nú, að senda frá sér nýja plötu, sem þegar allt er talið, virðist vera hans tíunda. Nefnist platan því uppörvandi og viðeigandi nafni „Bros“ og inniheldur hún 14 ný lög. Sína valinkunnu hljómsveit hefur Geirmundur að venju sem bak- hjarl, en eins og svo oft áður eru góðir söngkraftar einnig með í för. Þar á meðal eru Ari Jónsson, sem verið hefur fastagestur á plötum Geirmundar síðustu ár, Guðrún Gunnarsdóttir, sem líka hefur sungið með Geirmundi áður og verið gestur hjá nánast öllum, Ríó tríóið góðkunna tek- ur líka lagið og svo er Ijúflingur- inn dags daglega en „rokkvilli- dýr“ upp á sviði, Rúnar Júlíus- son, í heimsókn hjá skagfirska sveiflukónginum. „Bros“ er fyrsta platan frá Geirmundi í tvö ár, eða frá því að safnplatan Bestu lög Geirmundar kom út 1995. Fjögur ár eru hins vegar frá því að plata með nýju efni kom, Geirmundur, 1993. Geirmundur verður með „bros“ á vör. „QUARASHI“ komin út Á mánudaginn kom út plata, sem áreiðanlega telst til þeirra viðburðarmestu á þessu ári. Þar er átt við fyrstu stóru geislaplötu rapptríósins Quarashi, sem ein- faldlega ber heitið, Quarashi. Þarf vart að fara mörgum orðum um það, að drengirnir þrír sem skipa sveitina, Sölvi, Höskuldur og Richard, hafa vakið mikla at- hygli frá því að þeir komu fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Með sínu rokkaða rappi, ekki ólíku „ribbaldarappinu" (Gangster rap) sem þeir hafa svo framreitt með tilþrifum á sviði, hafa þeir tekið æskulýð landssins og fleiri til með trompi, þannig að eftir er tekið. Fyrir síðustu jól sendu þeir frá sér sína fyrstu afurð, 5 laga smáútgáfu, sem kom út í 500 eintökum og er löngu upp- seld. Löngu var því kominn tími á stóra plötu, sem nú er semsagt komin út og inniheldur heil sextán lög. Með smáútgáfunni fyrir jólin síðustu og stóru plöt- unni nú, eru þremenningarnir þrátt fyrir ungan aldur að gerast brautryðjendur á Islandi fyrir rapp/hip hop og er það eitt út af fyrir sig merkilegt. LeiMð á als oddi „Eins og Lionel Richie og Atari Teenage Riot væru komin sam- an á einum stað“. Svona maka- laus orð má lesa um hina bráð- skemmtilegu og mjög svo líflegu dansgaura og gárunga, sem kalla sig Coldcut og hafa fyrir tuttu sent frá sér plötuna, Let us play. Hvort þessi orð eru alveg rétt lýsing á tónlist Coldcut skal ekki fullyrt, en það er .ekki orðum aukið að halda því fram að um ansi hreint skrautlegan „rétt“ sé að ræða þar sem Let us play er. Samsuða af hip hop/rappi, trip hopáhrifum, fönki og ýmsu fleiru til viðbótar, má segja að sé það sem finna má á plötunni, en sú innihaldslýsing er þó ekki fullnægjandi. Hinn dágóði skammtur af fjöri, galsa og kímni, sem svo kryddar herleg- heitin, samtals 12 lög, þar sem umljöllunarefnin eru jafn fjöl- skrúðug sem salerni og geim- sprang, er nefnilega svo stór þáttur í öllu saman, að ekki verður Iýst með orðum. Fyrir dansfíkla og aðra tölvuáhuga- menn er því Let us play fínn þarfagripur í gleðskapinn. Og þetta er svo ekki allt, því með plötunni fylgir tölvudiskur, þar sem finna má góðan skammt af alls kyns sprelli, leikjum, myndbandaklippum o.fl. Ekki amalegur pakki þetta. Coldcut er tvímælalaust í framvarðar- sveitinni í dansgeiranum. Náði platan 5. sæti óháða sölulistans í Bretlandi og í það 34. á stóra listanum. H- Spírur - Sprotabönd, er sér- stök safnplata þar sem finna má 14 lög með sjö ungum og upprennandi hljómsveitum, tvö með hverri, sem v'æntan- leg er í búðir nú eftir helg- ina. Sproti, undirfyrirtæki hjá Spor, stendur að útgáfunni, en tilgangur þess er að gefa yngri kynslóðinni í tónlistinni sérstakan gaum. H- Maus, þeir kraftmildu rokk- sveinar, sem sigruðu í Músík- tilraunum fyrir þremur árum eða svo, hafa í sumar og haust verið að vinna nýja plötu, sem verður þeirra þriðja. Mun hún einfaldlega kallast Maus og koma út á vegum Sprota á fyrstu dögum nóvembermánaðar. Friðrik Karlsson gítarleikari Mezzoforte. H- Friðrik Karlsson gítarleikari Mezzoforte hefur sem kunn- ugt er verið búsettur í London síðasta árið eða u.þ.b. og haft þar í nógu að snúast. Meðal annars spilað með Madonnu í uppfærslu á Evitu o.fl. Kappinn hefur svo líka gefið sér tíma til að hljóðrita nýja plötu undir eig- in nafni og er hennar að vænta nú í fyrstu viku nóv- ember. Mediation er nafn gripsins og verður spennandi að heyra útkomuna, t.a.m. hvort um eitthvað svipað verði að ræða og Mezzoforte eða Point blank, plötunni sem Friðrik gerði fyrir all- nokkrum árum. H- Félagi Friðriks í Mezzo, Ósk- ar Guðjónsson saxafónleikari er líka að senda frá sér plötu og nefnist hún FAR. Kemur hún út rétt um miðjan nóv- ember. H- Um svipað leyti og plata Ósk- ars kemur út, nokkrum dög- um síðar, kemur svo safn- plata með Mezzoforte, The best of Mezzoforte.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.