Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 15
T LAUGARDAGVR 25. OKTÓBER 1997- 31 LIFIÐ I LANDINU Bmdin sýna Garðar Siggeirsson leggur áherslu á að skera sig ekki úrí klæðnaði heldurvera eðlilegur ogfalla inn í hópinn. „Það höfðar ekki til mín að vera sundurgerðarmaður í klæðaburði, “ segir hann. „Fötin klæða manninn og fatn- aðurinn sýnir hver maðurinn er. Maður þarf að vera klæddur í viðeigandi fatnað eftir því hvert tækifærið er hveiju sinni. Mað- ur getur ekki verið í sportfatnaði þegar maður á að mæta á fund og maður getur Mrst mjög kjána- legur þegar maður á að mæta í kjólfötum en gerir það ekki. Þá er maður eins og keisarinn í nýju fötunum," segir Garðar Siggeirsson, fyrrverandi kaup- maður. Þarf alltafviðeigandi föt Garðar rak verslunina Herra- garðinn í 25 ár en starfar nú sem fjárfestir auk þess að stunda sport af ýmsu tagi, lík- amsrækt, skíði, hestamennsku, ijallgöngur og ferðalög. Hann kveðst ekki velta fatnaði mikið fyrir sér dags daglega enda séu fötin fyrst og fremst til að skýla nekt og veita skjól. Fatnaðurinn þurfi þó að vera í samræmi við vaxtarlag og aðstæður. Garðar segist alltaf klæðast þannig enda sé fólk vegið og metið eftir því hvernig það lítur út. Hann þarf því til dæmis að hafa með sér viðeigandi föt þegar hann fer í ævintýraferð til Amazon, Ekvador og Galapagos innan skamms. Lagerinn hlýtur því að vera töluverður. Garðar er þekktur fyrir að vera alltaf mjög smekklega klæddur enda myndi hann lík- legast teljast sérfræðingur í fatnaði eftir 25 ár í fataviðskiptum. Garðar segist ekki vilja vera sundurgerðarmaður í fatnaði og velurþví föt, skyrtu og bindi mjög vand- lega saman. mynd: e.ól. „Þetta er ekkert einfalt," segir hann. Minnst 30 skyrtur - Attu mikið af fötum? „Ja, ég myndi segja að ég ætti ekki lítið,“ svarar hann og telur það mikið atriði að geta valið um nokkra jakka, nokkrar stakar buxur, vill eiga að minnsta kosti sjö til átta sett af fötum og ekki minna en 30 skyrtur. „Maður þarf að eiga bindi. Þau skipta tugum hjá mér,“ segir hann og bendir á að bindi segi mikið til um skapgerðareinkenni manna. Ef menn mæti með litríkt og mynstrað bindi í viðskiptah'finu í London þá sé litið á þá sem sundurgerðarmenn, sem viti ekki hvað þeir séu að fara. Ef maðurinn sé hins vegar með sígilt og röndótt bindi, frekar einfalt, þá sé litið á hann sem ábyrgðarfullan og traustvekjandi mann. „Það höfðar ekki til mín að vera sundurgerðarmaður í klæðaburði. Eg vil vera sn^Tti- legur í hreinum, klassískum föt- um,“ segir hann og kveðst alltaf velja fötin fyrst, síðan bindið og skyrtuna þannig að litirnir passi vel saman. Hann leggur áherslu á að skera sig ekki úr í klæðnaði heldur vera eðlilegur og falla inn í hópinn. Föt eru eins og leikbúnmgur - Tekurðu meðvitaða ákvörðun um það hvernig mynd þú vilt gefa af þér með fatnaðinum? „Já. Fatnaður er eins og leik- búningur, sem maður klæðist hverju sinni og ákveður þannig hvernig maður vill koma fram. Síðan raðar maður fötunum saman eftir hverju tækifæri. Menn þurfa ekld endilega alltaf að vera fínir. Þeir geta verið snyrtilegir og vel klæddir þó að þeir séu ekki alltaf í jakkafötum. Maður getur verið í fallegum póló bol og fallegum gallabux- um. Það verður bara að ldæðast því á réttum stað á réttum tíma og kunna með það að fara,“ svarar hann. Pakkar gömlu fötuimiii niöur Herratískan núna sækir margt til tískunnar kringum 1940, að sögn Garðars, með vestum, háum krögum, hárri hneppingu á jökkum, síðari jökkum og þrengri buxum en fyrir nokkrum árum. Hann segist fylgjast með tískunni og endurnýjar hjá sér fataskápinn eftir þörfum. Hann hendir þó yfirleitt ekki gömlu fötunum enda aldrei að \ita nema þau komist aftur í tísku heldur pakkar þeim ofan í kassa og geymir. - Attu þér einhvern uppáhalds fatnað? „Eg á sumarbústaðsfatnað, sérstakan galla sem ég nota mik- ið í sumarbústaðnum. Það eru stuttbuxur og bolur,“ segir hann. - Sem þú tekur með til Galapagos? Leikfélag Akureyrar 4 TRQMP Á HENDI Garðar Siggeirsson fjárfestir segir að fötin sýni hver maðurinn er og þvi verði menn að klæða sig í viðeigandi fatnað eftir því hvert tækifærið er. Menn geti virst mjög kjánaleg- irþegarþeir eigi að mæta í kjólfötum en geri það ekki, næstum eins og keisarinn í nýju fötunum. mynd: gva „Alveg eins.“ -GHS / sportinu er mikilvægt að vera klæddur á viðeigandi hátt. Garðar stundar mikið fjall- göngur og útivist afýmsu tagi og klæðir sig i samræmi við það. Hér í fjallgöngudress- inu, tilbúinn að leggja i hann. * Hart bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu 6. Sýning Laugardaginn 25. októbe UPPSELT 7. Sýning Föstudaginn 31. október laus sæti 8. Sýning Laugardaginn 1. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT 9. Sýning Laugardaginn 1. nóvember kl: 20.30 UPPSELT 10. Sýning Föstudaginn 7. nóvember laus sæti 11. Sýning Laugardaginn 8. nóvember UPPSELT Gagnrýnendur segja: Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru fyrirrúmi ..." Auður Eydar í DV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinn Haraldsson !Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfundur) fögur Ijósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson í Degi „Af því að ég skemmti mér svo vel .“★★★ Arthúr Björgvin Bollason Dagsljós ♦ 4 ferð með frú Daisy Frumsýnmg d Renniverkstœðinu 21. des. Ttilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Frumsýning í Samkomuhiísinu 6. mars AðaJhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frumsýning dRcmiiverkstœðinu 5. áptil Leikari: Aðalsteinn Beigdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhúsgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið fiuömm-isiAms síml 570-3600 S

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.