Dagur - 25.10.1997, Side 7

Dagur - 25.10.1997, Side 7
f t> t H '» t>. n r ■» r, . f s íi n t p í\ ít .' 1 - S S X^HT. LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 199 7 - 23 „ Ég er búin að starfa sem prestur í kirkjunni ÍMár og ef maður væri alltaf óþolinmóður eftir að sjá árangur væri maður sjálfsagt löngu farínn að gera eitthvað annað, “ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. mynd: e.ól Kirkjan hefurdregist aftur úr öðrum í þjóð- félaginu hvaðjafnrétti varðarog alltoffáar konurhafa komist til valda íyfirstjóm kirkj- unnar. Prestarjjalla um nýjajafnréttis- áætlun á kirkjuþingi. „Við þurfum að vinna markvisst að þvf að koma fleiri konum að í yfirstjórn kirkjunnar,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Seltjarnarnes- kirkju, en hún hefur ásamt öðr- um unnið drög að jafnréttisáætl- un, sem fjallað verður um á yfir- standandi kirkjuþingi. Sam- kvæmt tillögunni skal keppt að því að koma á fullu jafnrétti inn- an kirkjunnar með ákveðnum aðgerðum, en auk þess með hugarfarsbreytingu, enda er erf- iðara að setja reglur um jafnrétti þar sem lýðræðislega er kjörið til starfa. Vilja setja reglu I drögunum er gert ráð fyrir að komið verði á fót jafnréttis- nefnd, sem einni af fastanefnd- um kirkjunnar, sem fylgist með jafnréttismálum innan ldrkjunn- ar, komi með ábendingar og veiti ráðgjöf. Nefndin gefi einnig álit sitt á umsóknum um störf innan kirkjunnar og veiti þannig ákveðið aðhald. Einnig er fjallað um um jafnréttisfræðslu og mál- far innan kirkjunnar og leggja þurfi áherslu á jafnrétti í helgi- haldi og útgáfu fræðsluefnis. Gæta skal þess að kynin hafi jöfn laun og jafna aðild að nefndum og ráðum kirkjunnar. Solveig Lára segir að Alkirkju- ráðið og Lútherska heimskirkju- sambandið hafi hvatt til þess að konur og karlar skipi að minnsta kosti að 40 prósentum, hvort kynið, í nefndum og ráðum kirkjunnar. „Við sitjum þá heldur ekki uppi með ákveðnar kvennanefndir eins og vill brenna við í ákveðnum mála- flokkum. Til að auðvelda þeim sem setja saman nefndir að gæta jafnréttis höfum við kom- um með þá tillögu að tilnefning- araðilar tilnefni bæði karl og konu,“ segir hún. Nefndin hvetur einnig til að stefnt sé að því að 40 prósenta reglan gildi í yfirstjórn kirkjunn- ar. Aðeins tveir kvenprestar Solveig Lára er treg til þess að segja til um viðbrögð innan kirkjunnar við jafnréttisáætlun- inni enda misjafnt hvaða álit fólk hefur á jafnréttismálum al- mennt. Sumum finnist það sjálf- sagt í orði en kannski ekki á borði meðan aðrir séu miklir hugsjónamenn um jafnrétti. Sumum finnist jafnréttismál fyrst og fremst vera kvennamál og á því þurfi fyrst og fremst að verða hugarfarsbreyting. „Jafnréttismál eru brýn nauð- syn fyrir okkur öll, bæði karla og konur, og það hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með þess- um tveimur karlmönnum í þess- ari nefnd, sem maður finnur að jafnréttið brennur á jafn mikið og okkur konunum. Mér finnst það fyrst og fremst vera sú hug- arfarsbreyting sem verður að vinna að jafnt og þétt,“ segir hún. Aðeins tvær konur eru sóknarprestar í Reykjavík með- an kvenprest- arnir eru mun fleiri úti á landi en í Reykjavík. Svo virðist sem konur séu frek- ar formenn sóknarnefnda í dreifbýlinu en á höfuðborgar- svæðinu og víða úti á landi eru konur í meirihluta í sóknar- nefndum. Þá vill svo til að kven- kyns kirkjuþingsfulltrúarnir þrír eru utan af landi þannig að kon- ur þar virðast vera lengra komn- ar. Solveig Lára telur þó ekki að þarna muni mestu að prestar í dreifbýli séu lægra launaðir en í þéttbýli heldur segir hún að langflestir prestar byrji úti á landi og komi svo til Reykjavíkur og því kveðst hún sannfærð um að konurnar eigi eftir að flykkj- Til að gætajafnréttis er lagt til að tilnefn- ingaraðilar tilnefni bæði karl og konu íyf- irstjóm kirkjunnar. Þannig þaifkirkjan ekki að sitja uppi með til dæmis „kvenna- nefndir“. ast í prestsembætti í þéttbýlinu þegar frá líður. Konur vantar í yfirstjórnina - En finnst henni kirkjan hafa haldið takti í samanburði við aðrar stofnanir í þjóðfélaginu hvað jafnrétti varðar? „Nei. Eg held að kirkjan hafi orðið á eftir í jafnréttismálum. Sendinefnd frá AJkirkjuráðinu kom hingað fyrir tveimur árum til að skoða hvað væri að gerast innan kirkjunnar varðandi jafn- réttismál. I greinargerð frá henni kom fram að kirkjan væri á eftir miðað við þjóðfélagið í heild," svarar Solveig Lára eng neitar því að kirkjan sé „veru- lega mikið“ á eft- þér - Finnst þetta há starfi kirkjunnar? „Það háir kannski starfi kirkj- unnar mest hve jafnréttið hefur náð skammt í yfirstjórn kirkj- unnar,“ segir hún og vitnar í áætlunardrögin þar sem segir að stefnt skuli að því að koma á jafnrétti sem fyrst við val á fólki í héraðsnefndir, kirkjuþing og kirkjuráð og við val á próföstum. Solveig Lára segir að kirkjan sé allra og til að höfða til allra verði reynsla beggja kynja að njóta sín við ákvarðanir. „Við höfum náð hvað bestu jafnrétti á lægstu stigum kirkj- unnar, til dæmis í sóknarnefnd- um, þar sem yfir 40 prósent eru konur. Nærri 30 prósent presta eru konur. Þegar við skoðum prófastana þá er ein kona af 16 próföstum og á kirkjuþingi eru þijár konur af 21 fulltrúa. I kirkjuráði er engin kona,“ segir hún. Hvað viltu gefa þessu langan tíma? „Það er útilokað að segja. Kos- ið er til nýs kirkjuþings í vor og nýtt kirkjuþing kýs nýtt kirkju- ráð. Ef jafnréttisáætlunin verður samþykkt verður leitast við að ná þessum markmiðum strax í kosningum næsta kirkjuþings. Ef þessi markmið nást ekki núna þurfum við að bíða önnur íjögur ár þannig að hlutirnir ger- ast hægt. Síðan er mjög misjafnt hve oft prófastsembætti losna. Það var mjög sérstakt að í ár losnuðu fimm prófastsembætti og svo geta liðið tíu ár án þess að nokkuð prófastsembætti Iosni. OII þessi fimm voru skip- uð körlum. Það er því ógjörning- ur að segja hvað svona hlutir taka Iangan tíma. Það tekur tíma að ná jafnrétti," svarar Sol- veig Lára. - Þú ert ekkert óþolinmóð? „Eg er búin að starfa sem prestur í kirkjunni í 14 ár og ef maður væri alltaf óþolinmóður eftir að sjá árangur væri maður sjálfsagt löngu farinn að gera eitthvað annað." -ghs

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.