Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 2
T 18-LAUGARDAGUR 2 S.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Heimsraaöiuiiui, rithöfundurinn og myndlistarmaöurirai HaHgrímur Helga- son dvelur nú í París þar sem hann mun innan skamms opna einkasýningu á myndlistarverkum sfnum. Hallgrímur er ekki væntanlegur heim íyrr en eftir ára- mót. Hallgrímur er ekki mcó bók á jóla- markaðnum þetta árið en hann er önnmn kafinn við að vinna að skáldsögu sem væntanlega mun koma á markað þamæstu jól. Bókin mim vera í gaman- sömum stfl, og kemur svosem ekki á óvart þegar þessi landskunni húmoristi á í hlut. Jónína Ben troðfyllti matsal íþróttahallar- innar á Akureyri i fyrrakvöld þegar hún bauð kónum á fyrirlesturinn „Barbí er dauð.“ Gellan gerði sér litiö fyrir og hélt sahium föngnum í tvo tíma og talaði blaðlaust. Aliir höfðu gagn og gaman að nema ef vera skildi ámátlegur ljósmyndari Dags sem var skotinn niður ineð setningunni: „Hvað ert þú að gera hér, sendi Stefán Jón þig.“ Á eftir fylgdi: „Stefán Jóu er sko ömurlegur vinur, ef ég segi honum eitthvað er það samstundis komið í Jónína Benediktsdóttir. þctta blað, hvað heitir það nú aftur - Dagur cða Nótt.“ Úr Firðininn heyrist að Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sé kominn á fullt með að kanna liðsstyrk sinn og stefni að því að taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins i lok nóvember. Sömuleiðis er sagt að nánasti samstarfs- maður Jóa, Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri, fylgi honum fast á eftir. Jó- hami er reyndar erlcndis sem stendur en kemur heim í byrjun næstu viku, rétt í tæka tíð til að skila inn framboði áður en fresturinn remiur út. Annars er búist við iniklum bræðravígum í Firðinum fyrir prófkjörið. Ljóst er að Magnús Gunnarsson ætlar í framboð og sömuleiðis mmi gamla handboltahctjan Þorgils Óttar Mathiesen vera staðráðhm í að vhma fyrsta sætið og leiða flokkinn til sigurs í næstu kosningum. Einnig ku Valgerður Sigurðar- dóttir, frænka Óttars og bæjarfulltrúi, ætla að bjóða fram. Það mun þvi ýmislegt ganga á í Hafnarfirði þcgar hða tckur á nóvember. Hinn gamalreyndi fréttahaukur, Atli Steinarsson, cr nú genginn í raðh Smm lenska fréttablaðsins. Atli og Anna Bjamason, eiginkona hans, hafa sett sig niður á Flúðum - en aðalstarf Atla um þessar mundir er aö skrifa fréttir um karla og kerlingar á Suðurlandi eftir að hafa verið tíðhidamaður Moggans og Út- varpsins vestur í Bandaríkunum síðustu árin. Atli Steinarsson. Þorgils Óttar Mathiesen. Það stefnir í harðan slag á útvarpsmark- aði á Suðurlandi á næstumii. Útvarp Suðurlands, sem fór í loftið í sumar, hefur náð að festa sig í sessi og ætla forráðamenn þess sér ekki síst að ná góðum árangri í auglýsingasölu fyrir jólin. Allt frá ár- inu 1991 hefur Einar Þór Bárðarsson, skemmtanakóngur á Selfossi, sem nú er við nám f inarkaðsfræðum í Bandaríkjunum, starfrækt Endastöðina i desember á ári hverju og náð þar ágætum árangri. Að því er heyrst hefur í helgarpottinum kcmur Einar heim fyrir jólin til að starfrækja sína endastöö - sem nú hefur fengið harða samkeppni, við öllu má búast. Að vissu leyti komið nóg Ungfrú Norðurlönd kemurfrá Norðurhndi þó hún sé ungfrú Reykjavík. „Eg er ættuð frá Akureyri og báðar fjölskyldurnar mínar koma þaðan,“ segir Ungfrú Norður- lönd, Dagmar íris Gylfadóttir. „Eg bjó á Akureyri þar til ég var tíu ára en þá fluttum við til Reykjavíkur. Onnur fjölskyldan mín býr ennþá á Akureyri en hin er nánast öll flutt suður.“ Kærastiim líka frá Akureyri „Já, ég á gamla vini og kunn- ingja á Akureyri," segir hún, „...en það er ótrúlega fljótt að slitna upp úr slíkum vinskap þegar maður flytur á þessum aldri. Eg held samt alltaf sam- bandi við nokkra vini mína þar. Síðan er það nú þannig að ég kem alltaf reglulega til Akureyr- ar þvf að kærastinn minn, Sigfús Jónsson, er þaðan. Við förum alltaf norður vegna hans.“ Hún talar um að sér finnist gott að koma til Akureyrar. „Það er al- veg æðislegt. Þar er svo miklu rólegra og ótrúlega gott að kom- ast úr stressinu í Reykjavík. Það er alltaf stress hérna.“ Þessi keppni annars eðlis Aðspurð um fegurðarsamkeppn- ina Ungfrú Norðurlönd segir Dagmar Iris að það hafi verið áhugavert að taka þátt í þeirri keppni. „Það var spennandi að taka aftur þátt í keppni. Eftir Ungfrú Island í vor var allt búið í tengslum við keppnirnar hér heima. Þar sem ég lenti í þriðja sæti þá átti ég að taka þátt í ein- hverri keppni úti og var send f þessa núna. Það var að vísu hálft í hvoru ákveðið að ég færi í hana en ég var samt aldrei alveg með það á hreinu. Þetta var mjög gaman og líka spennandi að fara til Finnlands.“ Keppnin Ungfrú Norðurlönd er ekki sama eðlis og þær feg- urðarsamkeppnir sem eru haldnar á Islandi. „Það er ekki lagt eins mikið upp úr henni varðandi sviðsframkomu og æf- ingar. Hér heima var æft í tvo mánuði og líkamsræktin í fyrir- rúmi. En í Finnlandi var allt saman gert fyrir sjónvarpið. Allt ákveðið á einum degi, sviðið út- búið og æfingarnar fóru bara fram þann dag. Glæsileikinn var því allt annar. Svo var það líka annað að .við fengum ekki að ráða því í hverju við værum í keppninni. Það voru styrktarað- ilar sem sáu um fötin þannig að maður var bara heppinn að vera í fötum sem maður var ánægður með. Ég var reglulega sátt við það sem ég lenti f miðað við hin fötin.“ Alveg örugglega búlð núna Dagmar íris veit ekki ennþá hvort hún græðir eitthvað á titl- inum. ;,Satt að segja veit ég það ekki. Ég fékk að vísu samning við símafyrirtæki úti, á að kynna nýjan síma sem það er að senda frá sér. Svo er ýmislegt hér heima eins og fyrir No Name. Þetta vekur allavegana einhverja athygli. En það góða er að það fýlgja titlinum engar kvaðir. Ég fer reyndar út einhvern tímann á árinu til að vera í myndatökum fyrir aðstandendur keppninnar en að öðru leyti þarf ég bara að fara út eftir eitt ár að krýna arf- taka minn.“ Hún segir að þessar keppnir hafi verið skemmtilegar en „...ég held alveg örugglega að þetta sé búið núna og það er að vissu leyti komið nóg. En samt sem áður ef ég væri beðin um að taka þátt í annarri keppni þá myndi ég nú gera það. Svona eftir á.“ Það sem er framundan hjá henni er að koma sér í skól- ann aftur, „...ég hef haft það mikið að gera síðan ég kom heim að ég verð að fara að koma lífinu aftur í rétt horf.“ HBG Maðui vikuiinar Vegfarendur á ferð um Húna- vatnssýslur heyra ekki í kátrýút- varpi Hallbjörns Hjartarsonar fyrst um sinn, að minnsta kosti. Efri hæð Kántrýhæjar brann í vikunni þannig að dugmikla endurreisnarmenn þarf nú til starfa. - En það er von í myrkr- inu, því fjöldi fólks hefur sett sig í samband við Hallbjörn og heit- ið honum fjárframlögum reisi hann Kantrýbæ úr öskustónni. Hallbjörn er maður vikunnar og hann brosir í gegnum tárin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.