Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 10
26- LAUGARDAGUR 2S.0KTÓRER 1997 ro^tr LÍFID í LANDINU L Trú á almáttugan guð, drengskap- ur, eining,félags- legt réttlæti og lýðræði. Lögmál- infimm sem í upphafi áttu að vera sam- kenni ólíks uppruna indónesísku þjóðarínnar en urðu aðpólitískrí hug- myndafræði ríkisins erátti að tryggja þjóðareiningu. Pancasila lögmálin voru sögð einkenn- andi fyrir hugsunarhátt og persónuleika Indónesa og þ.a.l. eini réttmæti grunnur- inn að indónesíska ríkinu. En þrátt fyrir fögur fyrirheit er Indónesía í dag langt frá því Iýðræðisformi sem Iögmálin áttu að tryggja. Og síðasta lögmálið, um at- hugun á því að koma á lýðræði, hefur ekki verið ofarlega í huga Suharto for- seta í rúmlega þrjátíu ára stjórnartíð hans. Forsetinn fer með öll völd Indónesía er sterkt og sjálfstætt ríki. Rík- isvaldið stjórnar öllum sviðum hins póli- tfska og efnahagslega lífs og er í sam- starfi við allar þær stofnanir er mögulega geta veitt ríkinu einhvetja samkeppni. Stjómvöld sækjast eftir samstarfi við sterka og valdamilda þjóðfélagshópa og herinn spilar stærsta hlutverkið innan embættismannakerfisins sem Suharto forseti hefur komið upp. Flestum póli- tískum stofnunum landsins, s.s. löggjaf- arþinginu og stærsta stjórnmálaflokkn- um, Golkar, er stjómað af forsetanum. A þinginu sitja 500 þingmenn, en þeir eru jafnframt helmingur þeirra þingmanna er hittast á fimm ára fresti á ráðgefandi þingi er velur forseta og varaforseta ásamt þvi að Ieggja meginlínur í stjórnar- stefnu landsins. Stéttaþróun efri- og millistétta indónesísks samfélags er einnig að nokkru leyti á ábyrgð ríkisins. Kfnverska yfirstéttin, peningastéttin, sem á og rekur mörg af stærstu fyrirtækj- um landsins, þarfnast pólitískrar verndar valdhafa, og með því er henni viðhaldið þar sem aðgangur að auði kínverska minnihlutans er eftirsóttur. Kínverska millistéttin sækist einnig eftir öryggi rík- isins. Hin sívaxandi innlenda millistétt sem reiðir sig að miklu leyti á einkafram- takið, er háð ríkinu um efnahagsleg tækifæri og lánstraust. Þeir sem betur mega sín hafa því notið verndar ríkisins. Eingöngu áhersla á efnahagslega þróun Indónesía, þar sem lífskjör versnuðu meira á nýlendutímanum en í flestum þeim löndum er Evrópumenn lögðu undir sig, hefur á 30 árum komist frá hungurmörkum í að vera eitt af tíu stærstu hagkerfum heims. Hagvöxtur hefur verið um 6% að meðaltali á ári, fólki sem býr við algera fátækt hefur fækkað úr 70% í 15% og meðaltekjur fara hækkandi. Þegar Suharto tók við völdum í Indónesíu var sannfæring hans sú að slæmt efnahagsástand væri afleið- ing mikils óstöðugleika innan stjórnmál- anna og lagði hann því áherslu á að koma í veg fyrir pólitískar íhlutanir inn- an hagkerfisins. Við það jók hann per- sónuleg völd sín og ríkisstjórnar sinnar í efnahagsmálum og beindi spjótum sín- um eingöngu að efnahagslegri þróun en Halla Bára Gestsdóttin skrifar Fólk sem telst til efrí- og millistétta indónesisks samfélags reynir að fyigjast með þjóðféiags- málum. Þrátt fyrír það heyríst fólk nánast aldrei ræða stjórnmái, hvað þá gagnrýna forsetann og ríkisstjórnina. sem Sú skipan, sem einkennist af rótföst- um hagsmunum og sterkri valdastöðu forsetans ásamt stuðningi hersins, er orðin mönnum ljósari og í sívaxandi mæli er risið gegn henni úr ýmsum átt- um. Vaxandi ólgu er farið að gæta í borg- um og bæjum, þrátt fyrir að Iítið sé um opinber mótmæli, og er hún rakin til óá- nægju og gremju almennings með ójafna skiptingu á hinum nýfengna auði landsins. Slík óánægja hef- ur lítil áhrif á ríkisstjórnina. En þrátt fyrir að löngun fólks í lýðræð- islegar umbæt- ur í Indónesíu sé orðin sýnileg má búast við ólíkum kröfum til lýðræðisins, byggðum á hinni breiðu efnahags- og félagslegu gjá sem aðskilur ólika hópa indónesísks samfélags. 3/menn/þo, r^maðþZ er **> Það er eða ríkisstjórn , c, ihnrto forseta Ójöfn skiptmg á auði landsins Þrátt fyrir efnahagslegar og pólitískar umbætur í rúmlega þrjátíu ára stjórnar- tíð Suharto blasa önnur vandamál við forsetanum en í upphafí valdatíma hans. Má þar nefna að ójöfn tekjusldpting er aðkallandi vandamál og stjórnvöld hafa harðlega verið gagnrýnd fyrir mannrétt- indabrot. Síðast en ekki síst er það hár aldur forsetans og óskeikul staða hans innan stjórnkerfisins sem einnig er nefnd sem vandamál indónesíska ríkis- Javnesk mæðgin á hrísgrjóna- akrí. Á Jövu eru um 70% lands i ræktun og stallar til hris- grjónaræktar teygja sig upp um allar hlíðar. ekki pólitískri. Hann vildi reglu, stöð- ugleika og skynsamar ákvarðanir til að efnahagsleg þróun yrði mælikvarði á ár- angur hans og Iögmæti á valdastóli. Sé samfélagslegur ávinningur indónesísku þjóðarinnar metinn á grundvelli efnahagsbata hefur árangur ríkisins verið sæmilegur. Lífsgæði fólks hafa aukist og fólki í örbirgð fækkað, ævilíkur hækkuðu á tfu árum, 1980- 1990, úr 50 árum í 60, ungbarnadauði var 1990 66 börn af hveijum 1000 og læsir voru sama ár 75% þjóðarinnar. Mildl spilling í opinberu lííi Síðasta aldarfjórðunginn hafa sam- skipti ríkis og borgarastétta aukist og hafa embættismenn náð að skapa sér og fjölskyldum sínum sterka stöðu inn- an hagkerfisins sem þátttakendur í við- skiptum. En viðskiptatengsl embættis- manna við sterkustu hópa hagkerfísins, aðallega Kínverjana, hafa valdið óá- nægju meðal borgarastéttarinnar sem og erlendra Qárfesta. Einnig geðþóttaá- kvarðanir stjórnvalda, opinber spilling og hömlur á tjáningarfrelsi, en allt stangast þetta á við hagsmuni þeirra hópa er vilja innleiða fíjálslyndari við- skiptahætti. Samt sem áður halda Qár- magnsstéttirnar áfram að reiða sig á stjórnvöld og sú samvinna sem skapast hefur milli þessara aðila er afsprengi stjórnarstefnu Suharto. Spilling í opinberu lífi í Indónesíu er mikil en það sem skilur hana frá öðrum ríkjum er hversu spillt æðsta stjórn ríkis- ins er. Fyrirtæki forsetaíjölskyldunnar, helstu starfsmanna forsetans og manna úr kínverska minnihlutanum sitja að einkaleyfum að mikilvægum mörkuðum þar sem pólitísk aðstaða frekar en snilli í fjármálum ráða úrslitum. Hagnaðurinn af slíkum ráðstöfunum fyrir örfáa ein- staklinga nemur mörgum milljörðum dollara, hagkerfið í heild tapar og al- menningur líka. Indónesia sam- anstendur af tæplega U þúsund eyjum og rúmlega 6 þúsund þeirra eru byggðar. Það erþvl mikill fjöl- breytileiki sem ein- kennir þetta sundur- leita land en eitt eiga indónesísk börn sam- merkt, þau eru ótrú- lega lífsglöð. ' ■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.