Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 6
22- LAUGARDAGVR 2S.OKTÓBER 1997 rD^tr LÍFIÐ I LANDINU Bryndís Hlödversdóttir alþingiskona er nýkomin heim af fæðingardeildinni en drengimirhennar tveir vom teknirmeð keisaraskurði jyrir þremurvikum. Bryndís greindifrá því í vorað þau hjónin hefðufengið aðstoð glasafrjóvgunardeildar Landspítalans. „Þeir hafa verið ótrúlega sáttir við tilveruna. Þeir eru einstak- lega afslappaðir og góðir og mamman er öll að skríða saman. Það tekur sinn tíma að jafna sig og það sem því fylgir. Mér Iíður betur núna"og við erum í óða önn að aðlagast nýju og breyttu lífi,“ segir Brjmdís Hlöðversdótt- ir, alþingiskona Alþýðubanda- lags, en hún og maður hennar, Hákon Gunnarsson, eignuðust tvo drengi, Hlöðver Skúla og Magnús Nóa, á Landspítalanum í byrjun október. Óborganleg hjálp frá systnuuun Drengirnir voru teknir með keis- araskurði 9. október og reyndust langir og grannir við fæðingu. Hlöðver Skúli var 11,5 mörk og 51 sentimetri að lengd og Magnús Nói var 11 merkur og 50 sentimetrar. Þeir fæddust svo grannir því að blóðflæðið gegn- um fylgjuna til þeirra var ekki nógu mikið undir það síðasta - sem gerði það að verkum að þeir fengu full lítið af næringu frá móður sinni síðustu vikur fyrir fæðingu. Bryndís var gengin ná- kvæmlega 37 vikur með þegar keisaraskurðurinn var gerður en tvíburar fæðast oft tveimur til Ijórum vikum fyrir tímann eða þegar móðirin er gengin 36-38 vikur með. Bryndís er nú komin heim af fæðingardeildinni með drengina sína tvo og braggast strákarnir vel. Hún segir að þeir hafi verið hraustir og staðið sig vel til þessa, verið værir og góðir og leyft foreldrum sínum að átta sig á breyttum aðstæðum í ró og næði. Faðir þeirra hefur tekið sér frí frá vinnu til að vera heima og systur drengjanna, Steinunn og Dagbjört Hákonar- dætur, 9 og 13 ára, hafa komið og hjálpað til við að gæta drengj- anna, skipta á bleium og hugsa um þá. Aldrei frí í pólitíkmni — Bryndfs vakti einmitt athygli fyrir dugnað sinn og pólitíska virkni þegar hún lá inni fyrir fæð- inguna. Þá skrifaði hún greinar í dagblöð og beitti sér í pólitíkinni eins og ekkert væri. Er hún kannski farin að vinna aftur þremur vikum eftir fæðinguna? „Nei. Eg á fullt í fangi með móðurhlutverkið ennþá. En í pólitík fer maður aldrei alveg í frí. Eg fylgist að sjálfsögðu vel með en er ekki farin að vinna aftur. Eg ætla að gefa strákun- um þann tíma sem þeir þurfa á næstunni. Landsfundur Alþýðu- bandalagsins er reyndar í byrjun nóvember og ég verð fulltrúi þar enda stóru málin í stjórnmálum þar á dagskrá. Við ætlum meðal annars að ræða sameiningarmál vinstri manna og ég vil alls ekki missa af þeirri umræðu. Eg vona að Alþýðubandalagið taki þar skýra afstöðu til þess hvort við ætlum að vera með í þeirri þró- un sem er að eiga sér stað í stjórnmálunum í dag. Umræðan er komin það langt að það verð- ur ekki lengur beðið með að leggja skýrar línur og ég vona að Alþýðubandalagið verði mótandi afl í nýju framboði í næstu þing- kosningum. Annars ætla ég að Iáta það ráðast hvenær ég fer aftur til starfa," svarar hún. Tvíburamæður eiga rétt á níu mánaða fæðingarorlofi enda full þörf á því. Feður hafa ekki sama rétt og mæður til greiðslna í fæðingarorlofi, sem er vissulega ólíðandi fyrir feður sem vilja taka sér fæðingarorlof. Það er því ijárhagsleg spurning hvort þeir taki sér harneignarfrí. Há- kon, maður Bryndísar, hefur verið heima undanfarið að ann- ast strákana. Bryndís segir að hann hafi hug á að taka sér fæð- ingarorlof en það verði bara að ráðast hversu langt það verði. Þakkir til starfsfólksins Athygli vakti í vor þegar Bryndís greindi á opinskáan hátt frá því þegar hún gekk í gegnum glasa- frjóvgunarmeðferð og nú vilja þau Hákon koma á framfæri þakldæti sínu til starfsfólks Landspítalans á Kvennadeild, meðgöngudeild, fæðingardeild, vökudeild og ekki síst á glasa- fijóvgunardeild. Sérstaldega vilja þau þó þakka Guðmundi Ara- syni kvensjúkdómalækni sem reyndist þeim „einstaklega vel í gegnum þennan tíma. Landspít- alinn hefur einstaklega hæft starfsfólk sem gerði það að verk- um að þessi tími var eins nota- legur og mögulegt var fyrir okk- ur,“ segir hún að lokum. -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.