Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 17

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 17
 LAUGARDAGUR 2 S . OKTÓBER 1997 - 33 LÍFIÐ í LANDINU „Ég er ekki tónskáldþó lögin renni upp úr mér“ Heyrði ég í hamrinum, heitir hljómdiskurmeð lögumlngi- bjargar Sigurðardóttur í Bjálmholti íHoltum sem er að koma út. Diskurinn hefur aðgeyma lög alþýðukonu sem hefurfengist við laga- smíðarfrá bamæsku þófáir hafi vitað afþví. Á næstunni kemur út hljómdiskurinn Heyrði ég í hamrinum, sem hefur að geyma úrval laga Ingibjargar Sigurðar- dóttur í Bjálmholti í Holtum í Rangár- þingi. Frá í vor hafa upptökur staðið yfir, en til skamms tíma hefur það verið á vit- orði fárra að frá bernsku hefur Ingibjörg fengist við Iagasmíðar. Lögum sínum hef- ur hún lítið flíkað; enda býr hún yfir full- komnunaráráttu lista- manns. „Mér finnst lögin mín aldrei nógu góð. En það hefur hinsvegar alltaf verið draumur minn að ætti ég eftir að eignast af- komanda að hann yrði andlegs eðlis,“ sagði Ingi- björg, þegar Dagur ræddi við hana og útgefanda disksins, Jón Þórðarson, blaðamann. er sjón mín orðin það slæm að ég get ekki skrif- að niður nótur eða Iesið þær,“ segir Ingibjörg. Að- spurð segir hún að eftir- lætistónskáld sfn séu me'nn á borð við Eyþór Stefánsson, Pétur Sig- urðsson, Isólf Pálsson, Inga T. Lárusson, Sig- valda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Þórarin Guð- mundsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrím Helgason, en hann hafði útsett nokkur laga Ingi- bjargar og gefið út á heft- um með öðrum lögum áður en hann lést fyrir nokkrum árum. Þá eru ónefndir nokkrir af gömlu sígildu meisturunum, ekki síst Beethoven, sem er í miklu eftirlæti hjá Ingibjörgu. „Eg á bæði orgel og einfalda harmóniku, og Lögin koma ósjálfrátt Ingibjörg Sigurðardóttir er fædd í Bjálmholti 1909 og er yngst fimm barna hjónanna Sigurðar Sig- urðarsonar og Borghildar Þórðardóttur. Ingibjörg segir að hún hafi lítillar tónlistarmenntunnar not- ið, utan vetrarpart sem hún var hjá ísólfi Pálssyni á Stokkseyri og Margréti dóttur hans. Það hafi hinsvegar fylgt sér alveg frá barnæsku að heyra ný lög í undirmeðvitund sinni. „Þessar Iaglínur hafa komið alveg ósjálfrátt í hugann og ég hef stund- um hugsað með sjálfri mér - og spurt nærstadda - hvort þetta væru raun- verulega lög eftir mig, en ekki einhvern annan. Það getur gerst, hvar sem ég er stödd, að lag fari að óma í kollinum á mér, en helst gerist þetta ef ég hef verið að lesa falleg ljóð. Það er hinsvegar misjafnt hvort ég næ að skrifa lagið niður eða setjast við hljóð- færið áður en það hverfur úr huga mér,“ segir Ingi- björg. - Aðspurð segir hún að eftirlætis- skáld sín séu Davíð Stefánsson, Stein- grímur Thorsteinsson, Jakobína Sigurðar- dóttur, Einar Benediktsson og síðast en ekki en síst frændur sínir tveir; þeir Bjarni Lyngholt, sem ungur flutti til Vest- urheims, og Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld. Orgel og einföld harmonika „Það er minna sem ég fæst við að semja lög í dag en var áður. En ég sest oft við hljóðfærið og spila eitthvað, en hinsvegar Ingibjörg Sigurðardóttir og Jón Þórðarson, tíðindamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi, sem gefur út geisladiskinn með lögunum hennar. „Frá því ég heyrði lög Ingibjargar hefur mér fundist að þetta sé eitthvað sem verður að komast á framfæri við alþjóð, “ seg/r Jón. myndir: sbs „Ég á einfalda harmóniku og ætli ég sé ekki ein á iandinu sem enn á slikt hljóðfæri. sex ára gömul þegar ég eignaðist fyrstu nikkuna og gat nánast strax spiiað á hana, Ingibjörg. Enn í dag grípur hún stöku sinnum í nikkuna og leikur létt lög, og jafnvel þau enda eru henni ekki stirt um stefið. Ég var “segir semur til að líta yfír þetta hjá mér. Stundum hafa athugasemdir eng- ar verið, en stundum hef ég líka fengið einhveijar einsog gengur,“ segir hún. Ingibjörg á erindi við alþjóð „Þó Ingibjörg búi í næsta ná- grenni við æskustöðvar mínar f Holtum eru aðeins fá ár sfðan ég kynntist henni fyrst," segir Jón Þórðarson. „Ég hafði reyndar heyrt að í Bjálmholti byggi kona sem fengist við að semja lög, en ég vissi aldrei og grunaði ekki að Iögin hennar væru jafn mörg og falleg og raun ber vitni,“ segir hann. Það var í gegnum frænku Ingibjargar, Ágústu Hjaltdóttir frá Raftholti í Holtum, sem kynnin hófust. „Þegar ég heyrði lög Ingibjargar fyrst og fór að tala við hana fann ég fljótt að þessi kona og hennar verk áttu erindi við alþjóð,“ segir Jón Þórðarson. „Ég nefndi fyrst við hana hvort til greina kæmi að ég tæki við hana blaðaviðtal, en það var ekki við það komandi." En smám saman jukust kynnin og traustið myndaðist og fyrir nokkrum árum fékk Jón að skoða lagasafnið hennar, og sá að það var íjársjóður. ætli ég sé ekki ein á landinu sem enn á slíkt hljóðfæri. Ég var sex ára gömul þeg- ar ég eignaðist fyrstu nikkuna og gat nán- ast strax spilað á hana og hef fiktað við það alla tíð síðan. Nei, ég hef aldrei feng- ist til þess að spila á böllum eða annars- staðar opinberlega. Einu sinni átti að fá mig til að verða organisti í Mart- einstungukirkju í Holtum, en ég neitaði," segir Ingibjörg. - Hún segist aðeins hafa „káfast" við að raddsetja lög sín og búa þau til flutnings. „Ég hef þó aldrei haft kunnáttu til þess og hef alltaf fengið aðra Nótnahefti og geislaplata Jón Þórðarson fékk Jón Guð- mundsson, tónlistarmann frá Vopnafirði, til Iiðs við sig, og í fyrstu höfðu þeir í hyggju að gefa aðeins út nótnahefti með lögunum. „En við sáum fljótlega að betra væri að gefa lögin út á geisladiski og ann- að þýðir ekki, því tiltölulega fáir eru Iæsir á nótur. Samhliða geisladiskinum kemur engu að síður út nótnahefti með mörgum af lögum Ingibjargar." Að sögn Jóns á Halldór Oskarsson frá Miðtúni í Hvolshreppi, nú organisti í Hafnarfirði, sem jafnframt stjórnar kór- um í Rangárþingi, stóran þátt í útgáfu „Lögin koma í hugann og ég hugsa með sjálfri mérhvort þetta séu lög eftirmig. Mis- jofnt hvort ég næ að skrifa lagið niðureða setjast við hljóðfæri áðuren það hverfurúrhuga mér. “ þessari. Hann komst með hjálp Jóns, í lagasafnið góða, og fékk úr því lög til flutnings fyrir kórana sem hann stjórnar. I upptökum á plötunni hefur Halldór síð- an lagt gjöva hönd á plóg. Meðal flytj- enda á geisladiskinum eru helstu og stærstu kórar í Rangárþingi og ýmsir aðr- ir flytjendur þaðan úr sýslu, sem og ein- söngvarararnir Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson, Huída Björk Garðars- dóttir, Eyrún Jónasdóttir, Hannes Birgir Hannesson, Benedikt Ingólfsson og Ólaf- ur Rúnarsson. Ég er stoltur „Frá því ég heyrði lög Ingibjargar fyrst hefur mér alltaf fundist að þetta væri eitthvað sem yrði að komast á framfæri við alþjóð og ég er stoltur fyrir hönd Sunnlendinga að við eigum svona tón- skáld,“ segir Jón Þórðarson. - Ingibjörg er hinsvegar hógværari og segist til að mynda aldrei hafa litið á sig sem tón- skáld. Það megi þeir einir gera sem séu færari henni á þessu sviði. „Ég er aldrei nógu ánægð með lögin mín og hefði ég einhvern tímann átt óskastund hefði ég óskað mér þess að ég yrði alvörutónskáld. En ég er ekki tónskáld, þó þetta renni svona upp úr mér.“ -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.