Dagur - 08.11.1997, Page 2

Dagur - 08.11.1997, Page 2
18- LAUGARDAGUR 8.NÚVEMBER 1997 Dggur LÍFIÐ í LANDINU Steingrímur ólafsson. homma og Íesbíur á íslandi og eru þar aö verki Hrafnhildur Gunnarsdóttir tökumaðxu og Steingrímur Ólafsson, fréttamaður á Stöð 2. Þau vonast til að fá þættina sýnda á Stöð 2 næsta haust. Málefni homma og lesbía standa Hrafnhildi nærri því að hún er sjálf lesbía. Þegar hún heyrði að Steingrínmr væri byrjaður á þessu eftii hafði hún samband og þau slógu í púkk. Barþjónninn Hrafn Jökulsson er nú auglýstur í nýju hlutverki: út- varpsmanns. Það er jólaútvarpið á Suðurlandi sem kynnir Sigga Sveins, Önnur Björk og... einlægan aðdáanda dómgreindar ríkis- saksóknara: Hrafti Jökulsson. Hrafn mim eiga að koma mönnum í jólaskap í kjördæminu, útvarpið heitir Endastöðin. Alþýðuflokksmenn kveðja fyrrverandi formann sinn, Jón Baldvin Hanni- balsson, i kvöld og ekM er að efa að þessa litríka og framsýna stjómmála- manns verður sárt saknað úr íslenskri pólitík. Á kveðjusamkomunni verður margt til skemmtunar og meðal þeirra sem flokkurinn hefur auglýst að koma muni fram er Hallgrímur Helgason, rit- höfundur og myndlistarmaður. Hall- grími er margt til lista lagt en ekki verður þó með góðu móti séð hvemig honum á að takast að troða upp þetta kvöld. Hallgrímur hvarf af landi brott fýrir skömmu, hélt til Parísar þar sem hann sýnir málverk sín, og er ekki væntanlegur lieim fyrr en eftir áramót. Eleiri listamenn era á fömm af Iandi brott, en einungis um stund- arsakir. Steinunn Sigurðardóttir er á leið til Frakklands en þangað hefur henni verið boðið til að fylgjast með upptöku á kvikmynd sem verið er að gera eftir Tímaþjófi hennar og Einar Már Guð- mundsson leggur upp í upplestrarferð um Noröurlönd. Bæði era með skáldsögur á jólabókamarkaðnum og er skáldsögu Einars beð- iö með sérstakri eftirvæntingu enda fyrsta skáldsaga hans eftir út- komu hinnar margverðlaunuðu Engla alheimsins. Þær fréttir berast nú frá Selfossi að út- varpsmógúlinn Einar Bárðarson, sem starfræktir jólaútvarpió Endastöðina, hafi ráðið Hrafn Jökulsson. varaþing- mann Sunnlendinga, í sveit útvarps- manna sinna. Endastöðin fer í loftið þann 13. desember, og mun ætlunin vera sú að Hrafn annist við annan mann fréttaþátt í eftirmiódaginn. Þá mun Anna Björk Birgisdóttir, fýrrum Bylgjukona, hafa verið ráðin til starfa til þess að annast þáttinn Lögin við vinnuna, sem er á dagskrá eftir hádegi dag hvem. Söngkonan góðkunna sem var annar helmingurinn af Þér og mér er nú orðin Snara. Helga Möller hefur leyst Guð- rúnu Guimarsdóttur af hóhni og syngur nú kúrekasöngva með Evu og Emu; þær komu fram á styrktartónleikum fýrir HaHbjöm Hjartarson á fimmtudag og efdr helgi kemur út nýr diskur með þeim stöllum. Guðrún er að fara til söngnáms í Svíþjóð á styrk eins og við höfum sagt frá, og svo ætlar hún að syngja sem einhcrji í framtíöinni. Hver veit nema sólóplata komi fljótlega? V Hallbjöm Hjartarson. Hrafn Jökulsson. Tanj a tekur frægðinni með ró Guðlaug og Tanja með hundaþjálfaranum Ástu Dóru. Ásta Dóra bauð Tónju hlutverkið og hefur þjálfað hana I það. Skoski terrierhundur- inn Tanja leikurhund- innhennarDórotheu í Galdrakarlinum í Oz sem verið erað sýna í Borgarleikhúsinu. Tanja erefnilegurleik- ari og stendursig með prýði á sviðinu. Guðlaug Marion Mitchison, 14 ára Mosfellingur, er stolt því að hundurinn hennar, hún Tanja, hefur slegið í gegn í Galdrakarl- inum í Oz. Þetta er fyrsta hlut- verkið sem Tanja leikur og ef- laust ekki það síðasta því að hún hefur brugðist vel við og ekkert látið hringsviðið í leikhúsinu, björt ljósin eða áhorfendur trufla sig þó að auðvitað hafi hún rekið upp eitt og eitt gelt. Það er bara eðlilegt. Með trausta skapgerð Það var Ásta Dóra Ingadóttir hundaþjálfari í Mosfellsbæ sem Guðlaug segir að það hafi ekki verið erf- ið ákvörðun að leyfa fonju að fara að vinna I leikhúsi en auðvitað saknaði hún hennar fyrst i stað enda er hún að heim- an frá föstudegi fram á sunnudagskvöld. myndir: bg hafði samband við Guðlaugu og Tönju í sumar þegar hún var beðin um að finna hund í leik- ritið. Tanja er af sömu tegund og var í upphaflegu myndinni um Galdrakarlinn í Oz og hafði verið hjá henni í hundaþjálfun. Það var því einfalt mál að fletta upp í spjaldskránni og hafa sam- band enda þótti henni Tanja einmitt rétta týpan í hlutverkið. Og Tanja var hjá henni í rúman mánuð í þjálfun fyrir hlutverkið. „Hún er með trausta skapgerð og rétta útlitið. Hún er ekkert viðkvæm fyrir umhverfisáhrifum og á auðvelt með að einbeita sér,“ segir Ásta Dóra. Guðlaug segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að leyfa Tönju að fara að vinna í Ieikhúsi og auðvitað saknaði hún hennar fyrst í stað. Ásta Dóra sækir Tönju á föstudögum og hefur hana hjá sér fram á sunnudags- kvöld, að minnsta kosti meðan hún er að venjast vinnunni. Hún kemur þó dauðþreytt heim og sefur mikið fyrst á eftir. Ekkert breyst Tanja vekur alltaf mikla hrifn- ingu í leikritinu enda óðum að verða frægur hundur og nú eru börn farin að þekkja hana á götu. Guðlaug segir að bílar hægi gjarnan á sér meðan þeir aki framhjá svo að börnin geti virt Tönju fyrir sér. Þegar mamma hennar hefur verið úti að ganga með Tönju hefur hún verið spurð hvort þetta sé ekki einmitt hundurinn í leikritinu. Tanja hefur þó sjálf ekkert breyst og Guðlaug segir að hún láti vinnuna i leikhúsinu ekkert stíga sér til höfuðs. -ghs Maður vikminar er ekki til Maðurvikunnareraðeins tilsem misminni, rang- hermi og síðar afsökunarbeiðni. Maðurvikunnarer Ragnheiður Ásta Stefánsdóttir (sem mun stafafal- legri Ijórna en hið daufa endurskin sem erafþing- manni Þjóðvaka, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.) Ásta Ragnheiður geturþví ekki orðið maðurvikunnar ogfærþví sæmdarheitið varamaðurvikunnar-en ætti þó meira skilið því hiðfagra nafn hennartekur svo mörg megabæt í innra minni samgönguráðherra að harði disiiurínn í höfði hanspípaði „error“ íJjór- gang á sjálfuAlþingi. „Það datt út úr mér, “ sagði Blöndal spurðurhvers vegna honum þætti Stefáns- dóttirbetra en hitt; pólitísktfreudískt? Og efsvo, Jivemig?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.