Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR ll.OKTÓBER 1997 - 26 Thyur LÍFIÐ í LANDINU Eggert feldskeri fíytur erindi á ráðstefnu um nýtingu sjávarspendýra í Kanada á næstunni. Hann fer utan með nokkrar yfirhafnir úr selskinni til að sýna á tiskusýningu í tengslum við ráðstefnuna. „Ég er afar mikill náttúruverndarsinni, “ segir Eggert. „Það fór i taugarnar á mér að sjá hve miklum verðmætum er hent. Ég ákvað því að reyna að búa til svo fafíegar flíkur að áhugi fólks á íslensku selskinni aukist." Vill berjast fyrir selveiðum Eggertfeldskerí er snillingur í höndunum og býr til dýríndis yfir- hafnir úr selskinni. Hann vill blása til sóknarí selveiðum og viðhaldajafnvæginu í náttúrunni. „Ég hef reynt að fara fram úr öðrum hvað gæði varðar og reynt að búa til hina hreinu, náttúrulegu flík þar sem engin gerviefni eru notuð. Ég hef gengið svo langt að nota hval- skíði og hvaltennur sem tölur, hreint kínverskt silki sem fóður, sauma með bómullarþræði og nota laxaroð og hlýra í brydding- ar, sem gerir þetta eins íslenskt og hægt er,“ segir Eggert Jó- hannsson, best þekktur sem Eggert feldskeri. Eggert fer í lok nóvember á ráðstefnu í Kanada á vegum NAMCO, Norræna sjávarspen- dýraráðsins, þar sem fjallað verður um nýtingu á sjávarspen- dýrum, til dæmis sel. A ráð- stefnunni verður reynt að gefa heildarhugmynd um það hvernig selurinn er nýttur. Þetta verður meðal annars gert með matvæla- kynningu og tískusýningu. Egg- ert mun flytja erindi og sýna nokkrar af sínum vönduðu yfir- höfnum en hann hefur framleitt fyrsta flokks selskinnskápur og jakka í sex ár. Verðmætiun hent „Þetta kom til af því að ég var orðinn leiður að sjá slæma um- gengni í náttúrunni. Ég er afar mikill náttúruverndarsinni og það fór í taugarnar á mér að sjá að þarna er miklum verðmætum hent. Ég ákvað því að koma þessu af stað aftur og reyni að búa til svo fallegar flíkur að áhugi fólks á íslensku selskinni aukist og verðið hækki," segir hann. Islendingar fluttu út selskinn á sínum tíma enda var það fjór- um til sex sinnum dýrara en annað selskinn. Skinnin féllu í verði fyrir nokkrum árum og veiðar hættu að miklu leyti. Eggert bendir á að landsel við ísland hafi fækkað stórlega vegna þess að útselurinn hafi gengið í Iátrin og spillt þeim. Utselurinn er tvisvar sinnum stærri en landselurinn og mun styggari. „Þegar selskinn voru verðmæt gengu bændur um þetta eins og hvern annan fjár- hóp, pössuðu afar vel upp á sín selalátur og náðu 30-40 skinn- um á ári. Ef útselur kom nálægt þá var hann umsvifalaust skot- inn.“ Kópamir étnir Landselur er til víða, til dæmis í Kanada og Skotlandi, en ísland hefur verið sterkasta vígið hans. Eggert segir að íslenski selurinn sé nú varnarlaus því að enginn hafi neinna hagsmuna að gæta við að gæta hans og þvf hafi út- selurinn gengið hart að íslenska landselnum. Selabændur hafi jafnvel séð útsel éta kópa frá Iandsel, slíkur sé stærðarmunur- inn á þeim og grimmdin í nátt- úrunni svo rosaleg. Jafnvægið milli stofnanna hafi raskast og þeir, sem hafi haft framfæri af að veiða sel, hafi ekki verið nógu duglegir við að láta í sér heyra. „Það þarf að gera grein fyrir að við erum alls ekki í vonlausri stöðu. Við erum í þessari stöðu vegna þess að það var farið of langt í veiðum á sínum tíma og ekki nægjanlega varlega farið. Við verðum að vinna okkar heimavinnu og koma upplýsing- um á framfæri. Þetta er eitthvað sem við getum unnið á fimm til sjö árum. Það tekur tíma en við verðum að gera það,“ segir hann. Eggert telur að mönnum beri skylda til að reyna að nýta allt nýtanlegt í náttúrunni og við- halda vissu jafnvægi. Hann fer utan með nokkrar yfirhafnir sem verða sýndar á tískusýningunni og svo mun hann halda tíu mín- útna langt erindi um það hvern- ig cigi að beijast fyrir málstað þeirra sem vilja veiða og nýta selinn. Hann vill gera fjölmiðl- um og stjórnmálamönnum grein fyrir ástandinu þannig að upp- lýsingastreymið verði ekki ein- hliða. Það sé ekki nóg að segjast bara ætla að veiða. Aróðurinn hafi verið svo mikill gegnum árin að það þurfi að sýna fram á skýrt og röggsamlega hvers vegna þurfi að veiða. Hann álít- ur að andstæðingar selveiða séu tiltöluiega fáir en að áhrif þessa „heittrúa" hóps nái langt því þetta fólk sé svo duglegt við að koma sínum skoðunum á fram- færi. Eina sterka vígið „Ef veiðimaðurinn á að fást til að veiða úti í náttúrunni verður hann að fá nægilega vel greitt til þess að vilja standa í veiðunum,“ segir Eggert og bætir við: „Það má svo sem segja að það sé eng- in sérstök nauðsyn að halda landselsstofninum við ísland. Við getum alveg eins haft útsel. Hins vegar er landselurinn tals- vert mikið vinalegra dýr og þetta hefur verið hans eina sterka vígi. Það er synd að útrýma stofnin- um út af einhverjum hjartnæm- um rökum.“ -GHS Eggert vill berjast fyrir selveiðum með þeim rökum að viðhalda náttúrunni og ganga þannig vel um hana. Hann óttast um landsel við ísland því að veiðar liggja að miklu leyti niðri. Útselur étur kópa og spillir látrum landselsins. myndir: e.úl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.