Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 20

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 20
36 - LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 Xfc^MT' LÍFIÐ í LANDINU Framsóknarflokkurinn Bæjarstjórnarkosningar 1998 Framsóknarfólk á Akureyri Ákveðið hefur verið að fram fari skoðanakönnun meðal flokksbundinna framsóknarmanna á Akureyri vegna bæjar- stjórnarkosninganna á vori komanda. Listi með frambjóðendum í skoðanakönnuninni verður sendur út til allra flokksbundinna framsóknarmanna á Akureyri þar sem þeim verður gefinn kostur á að raða í átta efstu sæti listans, til leiðbeiningar fyrir uppstillinganefnd. Stuðningsmenn flokksins sem ekki eru flokksbundnir geta skrifað undir inntökubeiðni fyrir 20. nóvember nk. og öðlast með því rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni. Þeir sem gefa kost á sér til framboðs í skoðanakönnuninni þurfa að tilkynna það til uppstillinganefndar fyrir 20. nóvem- ber nk. Skrifstofa flokksins að Hafnarstræti 90 verður opin virka daga frá 11. til 19. nóvember á milli kl. 17 og 19, þangað getur fólk komið og skráð sig í flokkinn. Símanúmer á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 90 er 462 1180. Nánari upplýsingar veitir formaður uppstillinganefndar, Gísli Kr. Lórenzson, í síma 461 1642. Uppstillinganefnd. BELTIN ~’ "‘Va... Vráð Einingarfélagar! Framhaldsaðalfundur Vlf. Einingar verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri 4. hæð, laugardaginn 15. nóvember kl. 14. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Önnur mál. Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. Krossgáta nr. 61 í helgarkrossgátunni er gerður skýr greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausn- arorð gátunnar á að skrifa á lausnarseðilinn og senda hann til Dags, Strandgötu 31, 600 Ak- ureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 61. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460-6161. Verðlaun fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin Svarti prinsinn. Skáldsaga eftir Iris Murdoch. Iðunn gaf bókina út. Lausnarorð krossgátu nr. 58 var Frostlögur. Vinningshafinn er Hólmfríður Helgadóttir, Set- bergi, Fellahreppi, 701 Egils- stöðum. Hún fær bókina Silfur Egils eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Lausnarorð krossgátu nr. 59 verður tilkynnt sem og vinnings- hafi um leið og krossgáta nr. 62 birtist. Umhverflsráðuneytið Laus staða forstjóra Náttúruverndar ríkisins Staða forstjóra Náttúruvemdar nkisins, skv. 4. gr. laga nr. 93/1996, um náttúravemd, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1998 til fimm ára. Gerð er krafa um sérþekkingu á málaflokknum sem nýtist í starfi og stjómunarlega þekkingu. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf skulu berast umhverfísráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. desember nk. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar em veittar í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið, 6. nóvember 1997.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.