Dagur - 08.11.1997, Side 14

Dagur - 08.11.1997, Side 14
30 — LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 rD^tr HEILSULÍFIÐ í LANDINU Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir gefur góð ráð við kvefi. mynd: e.ól Ráð grasalæknis viðkvefi Það eru allir með kvef þessar vikurnar. Flestum til mikilla leiðinda enda fátt skemmtilegt við það að vera með hor í nös og einhvem slappleika. Aðferð- ir fólks við að ná kvefínu úr sér eru jafn misjafnar og mennirnir eru margir en það virðist þó vera samhljóma álit fólks í heilsugeiranum að áhugi fólks á heilbrigðu líferni og náttúrulegum leiðum við að losa sig við kvef og slappleika sé að aukast. Áhugi á náttúrulegu leið- inni mikill Kolbrún Björnsdóttir grasa- Iæknir segir ekki mikið um það að fólk leiti til hennar út af kvefpestum en þeim mun meira vegna ýmis konar krónískra kvilla. „Fólk kemur ekki strax til mín ef það fær kvef og kvefpestir. Það leitar miklu frekar í heilsubúðimar eftir einhveijum leiðbeiningum við að ná kvefinu úr sér. Síðan Að sleppa öllum mjólkurvörum, drekka mikinn vökva, borða léttan mat, taka C vítamín og sólhatt, borða mikinn lauk og hvítlauk og drekka sítrónusafa. Þetta er náttúrulega leiðin til að vinna bug á kvefinu. Góð og náttúruleg ráð við kvefi Kolbrún grasalæknir mælir með eftirfarandi ráðum fyrir þá sem hijást af kvefi: * Sleppa öllum mjólkurvörum. Þær auka slímmyndunina sem þýðir að erfiðara er að losna við kvefíð. * Drekka mikinn vökva. * Borða léttan mat. Þá er auðveldara fýrir líkamann að lækna sig þar sem hann hef- ur meira þrek. * Taka 1000 mg af C vítamíni á dag. Þar sem líkaminn nær aldrei að vinna það magn úr fæðunni þá þarf að taka C vítamín töfl- er það Iíka þannig að kvefið er gjarnan búið þegar það kemst loks til mín. Það kemur því frekar vegna einhverra krónískra kvilla sem hijá það. Hins vegar er það alveg Ijóst að áhugi fólks á því að fara náttúrulegu leiðina til að losa sig við kvef og aðrar pestir hefur aukist mikið.“ * Taka sólhatt. Sólhatturinn er jurt sem býr yfir mörgum hollum efnum. Hann styrkir ónæmiskerfið og er eins konar náttúrulegt pensilín. Gjarnan kallað indíánapensilín. Fæst í töflu- formi. * Borða mikinn lauk og hvítlauk. Laukur og hvítlaukur er bakteríudrepandi og hvor tveggja styrkir ónæmiskerfið. * Drekka sítrónusafa. Sítrónusafínn er nefnilega bakteríudrepandi. Heilsmnolar Hjálplegirhundai Allir hafa heyrt um að hundar séu notaðir til aðstoðar blindu fólki. En vel er hægt að þjálfa hunda til að aðstoða fólk með fötlun af ýmsu öðru tagi. I Bandaríkjunum er starfandi hundaþjálfunarstöð sem sér ein- mitt um að gera hunda hæfa til að sinna ýmis konar þjónustu- störfum fyrir fatlaða. Það eru einkum tvenns konar ' hæfileikar sem þar eru þjálfaðir hjá hundunum. Annars vegar eru hundar sem sérhæfa sig í hljóðum: Þeir Iáta heyrnarlaust fólk vita þegar t.d. vekjaraklukk- ur eða dyrabjöllur hringja, eða þá ef nafn hundeigandans er nefnt. Hins vegar eru svo hund- ar sem hjálpa hreyfihömluðum við ýmis dagleg nauðsynjaverk. Hundurinn á myndinn heitir Bailey og eigandi hans er Mark McLoudrey, sem þjáist af arf- gengum taugasjúkdómi er veldur vöðvarýrnun. Bailey hjálpar hon- um við að komast í og úr hjóla- stólnum, rétta honum hluti sem hefur misst og heldur á ýmsu fyrir hann - eins og til dæmis bókapokanum eins og sést á myndinni. En fyrir utan það hefur Bailey haft mjög góð áhrif á viðmót ókunnugra þegar þeir félagar eru á ferð: „Kannski horfir fólk ekki á mann sem er í hjólastól vegna þess að það þykir ókurteisi,“ seg- ir McLoudrey. „En þegar maður á hund, flottan hund, þá er mað- ur allt í einu orðin manneskja aftur! Fólk kemur til manns með bros á vör og vill fá að vita eitt- hvað um hundinn, og svo vill það líka fá að vita eitthvað um mig.“ Hundurinn Bailey með bókapokann um hálsinn. Af lífi og sál Allir bera virðingu fyrir læknum enda hafa Iæknar afskaplega sérhæfða þekk- ingu sem hefur skapað þeim ákveðna sérstöðu. Þeir hafa sinnt sínum störfum á sviði sem enginn getur eða vogar sér inn á sérþekkingarinnar vegna. Leikmaður getur ekki séð annað en að læknum sé frem- ur illa við að aðrir „skipti sér af“ þeim og þeirra störfum með spurningum, óskum eða athugasemdum. Sérstaklega gildir þetta þó um annars konar lækna og lækningar, til dæmis svo- kallaða skottulækna, en einnig sjúklinga og aðstandendur þeirra. HEILSA Sjúklingíir eru ekki bani iiýrii og lijöriii Sem betur fer veljast yfirleitt í heilbrigðisstéttir hugulsamt og vingjarnlegt fólk þó að auðvitað sé þar misjafn suður í mörgu fé og eru læknar þar engin undantekning. Segja má að læknar hafi um iangt skeið verið vanir því að fá að stunda sínar lækn- ingar í friði án þess að svara spurningum eða útskýra af þolin- mæði sjúkdóma, lyf og lítt skiljanleg hugtök læknisfræðinnar, hvað þá að greining, lyfjagjöf eða annað sé dregið í efa eða nokkurt samráð haft. Sérfræðiþekking lækna hefur verið þvílík. Margir þeirra vilja ábyggilega gjarnan halda þessu óbreyttu áfram, sérstaklega kannski læknar af eldri skólanum, en það er þó að breytast. Sjúklingar og aðstandendur gera nú þá eðlilegu kröfu að fá ítarlegar upplýsingar um sjúkdóma, aðgerðir og lyfjagjafir á mannamáli og sú krafa fer sívaxandi. Sjúklingar eru ekki bara nýru og hjörtu. Þeir vilja spyrja og fá svör. Þeir vilja fá að hafa eitthvað um hlutina að segja. Sérfffeðimenntun lækna verður ekki frá þeim tekin. En sjúklingar eru manneskjur með tilfinn- ingar og skoðanir. Þeir vilja fá útskýrt á einföldu máli. Þeir vilja þekkja alla kosti í stöðunni og geta tekið afstöðu til þeirra. Veikindi sjúklings eru ekki einkamál læknisins. Þarna þarf að vera um samvinnu að ræða. Afar misjafnt er hvernig læknar eru upplagðir eða jafnvel hæf- ir til að fást við sjúklinga sína, eiga við þá samskipti og skýra fyrir þeim á skiljanlegan hátt, fara nærgætnislega að þeim og nota „réttar" aðferðir við að nálgast þá. Þama þarf að vera um mikla vandvirkni að ræða og í raun úthugsaða aðferðafræði. Það er til dæmis ekki hægt að nálgast fullorðinn á sama hátt og barn. Læknir þarf að útskýra bæði fyrir foreldrum og veiku barni og getur ekki gengið til verks á nákvæmlega sama hátt og þegar um fullorðinn sjúkling er að ræða. Það er enginn bamaleikur að fást við barn sem er bijálað úr hræðslu, grætur hátt og berst um af ótta á sjúkrahúsi. Þegar nálin nálgast verður gráturinn helmingi hærri svo að kannski þarf þrjá eða íjóra eða fimm til ið halda því niðri og kanns- ki tekst ekki einu sinni að klára ætlunarverkið. Að slíku barni þarf að fara með lagni. Það er ekki endilega best að það horfi á nálina sökkva í. hold sér. Og of- beldið verður í fer- sku minni næst þegar komið er á sjúkrahús. Að- ferðafræði af þessu tagi er nokk- uð sem margir læknar tileinka sér með tímanum en alls ekki allir. Almenningur krefst þess að fá igt stærri bita af kök- nni og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort Iæknar þyrf- tu ekki að taka mannleg samskipti sem hluta af sínu námi. Þannig yrðu þeir kannski hæf- astir til að eiga samskipti við sjúk- linga sína og gefa þeim hlutdeild í þeirra eigin mál- Guðrtíu Helga Sigurðardóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.