Dagur - 08.11.1997, Síða 18

Dagur - 08.11.1997, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 POPP LÍFIÐ t LANDINU *Saga, safnplata með mörgum af helstu lögum Spilverks þjóðanna, lögum sem í flestum eða öllum til- fellum hafa ekki komið út áður á geislaformi, er nú nýkomin út hjá Spori. *Sigríður Beinteinsdóttir, sem auðvitað allir þekkja sem söngkonu Stjórnarinnar, er að senda frá sér plötu undir eigin nafni og heitir einfaldlega Sigga. Þar er víst að finna blöndu af innlendum og er- lendum lögum og mun platan vera sú þriðja, ef rétt er munað, sem Sigríður sendir frá sér. Hinar eru jóla- og barnaplata. *Dansjöfrarnir bresku í Propell- erheads, sem hingað komu til lands síðastliðinn vetur, munu nú sam- kvœmt fregnum vera aftur á leið- inni til landsins, væntanlega í des- ember. Sveitin er sem kunnugt er ein af höfuðsveitum Wall of sound fyrirtækisins, á$amt Wise guys. Meira um þetta væntanlega síðar. *Sigurvegarar Músíktilrauna frá því í vor, Soðin fiðla, hafa sent frá sér átta laga plötu. Er þessi rolck- sveit tvímælalaust með þeim fram- sæknari sem unnið hafa, þannig að þessi plata er sérlega forvitnileg. * Blúsarinn þekkti frá Chicago, Luther Allison, sem eins og því miður allt of margir fleiri í stétt- inni, lést fyrir aldur fram f ágúst sl. Hafði Luther skommu fjrir andlátið sent frá sér sína nýjustu plötu, Reckless. Þar er á ferðinni þriðja miður síðasta, Luther Allison lést þegar en svo sannar- síst skyldi I sumar, en lega ekki sú skilur eftir sig dágóða sfsta. Góð minningu. blanja af sál. 'af-,' fönk- og djassáhrifum auk gospels, saman við blúsinn, gerir þessa plötu sÖngvarans og gítarleikarans nefni- lega mjög svo vel heppnaða og nán- ast ómissandi í safn blústónlistar- áhugamanna og annarra sem unna góðri tónlist. *Nú er komið á hreint, að nýja platan með Metallica, Reload, kemur út eftir viku eða 17. þessa mánaðar. Inniheldur platan 13 Jög og verða þau með öllu kraftmeiri blæ, ef hægt er að tala um það í tii- felli Metallica, en á síðustu plöt- unni, Load. The memory remaine verður líklega fyrsta smáskífulagíð, en í því syngur með Metallica sem gestur (og það hljómar vægast sagt ótrúlega) engin Önnur en Marianne Faithful. Að auki hefur svo sveitin með góðra manna hjálp, gert kvik- mynd um sjálfa sig, sem mikið hef- ur verkið velt vöngum yfir að und- anförnu. Ekki er vitað mikið um innihald hennar ennþá, én hún mun þó væntanlega sýna garpana bæði á sviði og utan sviðs. Paui Simon. Sendir ioks frá sér nýja plötu eftir sjö ára hié. Paul Simon er áreiðanlega einn af virtari og vinsælli tónlistarmönnum samtíðar- innar. Hann hefur reyndar farið í taug- arnar á ýmsum á seinni árum, sumum þótt hann væminn, en því verður t.a.m. ekki á móti mælt að fáir eiga sér hylli .eins víða í heiminum og Simon. Þar er sérstaldega átt við vinsældir hans í Afr- íku, en fáir ef nokkrir vestrænir poppar- ar njóta þar meiri virðingar. Ásamt köppum á borð við Peter Gabriel, David Bowie, Brian Eno og fleiri, á Paul Simon stóran þátt í að kynna fyrir hinum vestræna heimi tón- list hinna ýmsu þjóða í Afríku, Asíu og víðar og var með þeim allra fyrstu til að blanda áhrifum þaðan saman við sína tónlistarsköpun. Simon, sem auðvitað varð fyrst heimsffægur ásamt félaga sín- um Art Garfunkel fyrir um þrjátíu árum eða svo, með lögum á borð við Bridge over troubled water, Sound of Silence og fleirum sem allir þekkja, hefur á síðustu árum lítið látið á sér kræla, en þó alls ekki setið auðum höndum. Hann hefur t.d. dundað sér við þennan tfma að semja eitt stykki leikrit, sem nú á að fara að sýna innan skamms í Bandaríkjunum og svo er loksins að koma frá honum ný plata, Songs from the caveman, sú fyrsta með nýju efni í heil sjö ár, eða frá því Rhytm of the soul kom út 1990. Síðast, ef rétt er munað, kom frá Simon safn- platan Up until now, fyrir einum fjórum árum. Nýja platan er „fléttueðlis" (svokölluð conceptplata á engilsax- nesku) og mun kappinn þar vera að yrkja og syngja um vafasama atburði sem áttu sér stað í lok sjötta áratugarins. Fyrsta lagið af henni, I was born in Puerto Rico, hefur hljómað að undan- förnu og er hið ljúfasta, með góðum lat- neskum takti eins og nafnið gefur til kynna. Að undanförnu hefur rokksveit að nafni Third Eye Blind vakið mikla athygli í Evr- ópu, þ.m.t. hérlendis, fyrir Iagið Semi- charmed life. Er lagið um þessar mundir að ná vinsældum á þessu svæði, en hefur áður verið gríðarvinsælt í Bandaríkjunum og náði þar hæst í fjórða sæti. Það segir þó ekki alla söguna, því lagið var í þeilar fjórtán vikur á topp tíu, frá enda júlí til loka síðastliðins októbermánaðar. Eins og sveitir á borð við No doubt og fleiri sem áður hafa slegið í gegn, kemur Thrid Eye Blind frá vesturströnd Bandaríkjanna og blandar sveitin, sem er fjóreyki, saman ýmsum áhrifum í tónlist sinni, rokki, poppi, pönki, reggí o.fl. I samræmi við vinsældir Semi-charmed life hefur stóra platan sem geymir lagið og ber heiti sveit- arinnar, selst dável og náði gullplötusölu Third Eye Btind hafa slegið rækilega I gegn f Bandarfkjunum og vitja nú gera það víðar. nýlega. Frægð og frami virðist því vera gulltryggð f náinni framtíð þegar það svo bætist við, að Third Eye Blind hefur í kjölfar þessa verið boðið að hita upp bæði fyrir rokkrisana „öldnu“ í Rolling stones og U2, sem líka eru risar í tónlistinni en öllu yngri. I framhaldi af því fara svo fjór- menningarnir í tónleikaferð um Bretland með Seahorses, sveit John Squire, fyrrum gítarleikara Stone Roses. Simo rýfur þö

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.