Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997- 31 Dnpu- LÍFIÐ í LANDINU OO Það ermikil vinna sem liggurá bak við stóra sólóplötu og margtsem þarfað huga að. Plötuumslagið erþarengin undantekning enda segirþað til um innihaldplötunnar. „Ég er ballöðukerling. Mikið fyrir rólega, ljúfa og rómantíska tónlist. Þannig er tón- listin á plötunni og út frá þvf var gengið þe^- ar hönnunin á umslaginu fór af stað. Ég hafði ákveðna skoðun á því hvernig það ætti að vera og það fæddist því samfara öllum þessum Iögum,“ segir Sigríður Beinteins- dóttir söngkona um nýjustu sólóplötu sína. „Mig langaði að gera plötu sem væri stór og mikil ballöðuplata. Vinnan hófst í september en hugmyndin hefur verið í maganum á mér í tvö til þrjú ár. Það var alltaf hugmyndin hjá mér eftir að ég gerði jólaplötuna Desember að ég myndi taka mín uppáhaldslög og setja á plötu. Það var að megninu til það sem ég gekk út frá núna.“ Umslagið hlýtt og ljúft Hún vildi hafa umslagið Ijóst. „Ég hafði alltaf hugsað mér að umslagið á einni sóló- plötunni yrði kóngablátt og eitt ljóst. Þessir Iitir stóðu mér næst. Ég vildi lfka að myndin yrði æðislega hrein og ljúf til að ná því fram sem er að gerast á plötunni. Ég held að það hafi tekist ágætlega. Það voru hins vegar teknar tvær týpur af myndum. Onnur týpan var þessi sem er á umslaginu. Þessi hvíta. Hin var miklu brúnleitari og grófari. Með henni fannst mér ég vera komin út fyrir það sem ég hugsaði mér í upphafi þrátt fyrir að sú mynd sé mjög góð. Þar vantaði bara þetta Ijúfa og hlýja.“ Gerist ekki einn, tveir ogþrír Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar farið er að hanna plötuumslag. „Já, það er margt sem fylgir. M.a. það að ég lét klippa á mig topp eins og sést á umslaginu. Það var gert í samráði við hárgreiðslukonuna mína. Ég vildi fá einhverja breytingu, eitthvað nýtt. Ég hef nefnilega verið að safna hári og búin að vera með toppinn lengi jafnsíðan. Ég er mjög sátt við þessa breytingu og finnst það koma vel út. Það er eins með förðunina. Ég vildi hafa hana sem mest natural, mjúka til að ná fram hlýju í stíl við tónlistina." Fatn- aðurinn. „Ég er í skyrtu framan á umslaginu. Um leið og hugmyndin kom að hafa umslag- ið ljóst, og til að ná réttri birtu, þá varð ég að „Ég er ballöðukerling. Mikið fyrir rótega, ijúfa og rómantiska tónlist. Þannig er tónlistin á plötunni og út frá þvi var gengið þegar hönnunin á umslaginu fór afstað. Ég hafði ákveðna skoðun á þvi hvernig það ætti að vera og það fæddist því samfara öllum þessum lögummynd: pjetur vera í einhveiju ljósu. Ég fékk Maríu Ólafs- dóttur búningahönnuð til að aðstoða mig í því þannig að það eru margir sem koma að umslaginu. Þetta er ekki eitthvað sem ger- ist einn, tveir og þrír. Og auðvitað á ljós- myndarinn sinn þátt í þessu líka. Það er hins vegar þannig að fjölskylda og vinir láta mig algerlega um þetta, eru ekkert að gefa mér ráð, því ég hef það fastmótaðar skoðanir." Huga að Desember 2 Sigríður talar um að það hafi verið allt önnur hugmynd á bak við umslagið að jólaplötunni. „Þar þurfti að ná fram jólastemmningu án þess að vera með jólakúlur og bjöllur. Ég vildi alltaf hafa bakgrunninn kóngabláan og til að ná fram jólunum þá þurfti fatnaðurinn að koma þar á móti. Jakkinn er því rauður og úr plusi sem er hátíðlegt. Ég er mjög ánægð með það umslag í dag og myndi ekki vilja „Ég er mjög ánægð með þetta umslag i dag og myndi ekki vilja hafa það neitt öðruvfsi." „Ég vildi að myndin yrði æðislega hrein og Ijúf til að ná þvi fram sem er að gerast á plötunni." hafa það neitt öðruvísi. Aldrei eins og þessi týpísku jólaumslög eru. Hins vegar gæti það vel ver- ið að næsta umslag að plötu hjá mér yrði hvítt. Desember 2 gæti orðið þannig. Ég er ákveðin í því að gera hana og hún er komin á borðið. Ég fer hins vegar ekki af stað fyrr en ég er komin með efni sem ég er ánægð með.“ §§§»f Þetta tókst En hvað er hún að fara með þessari plötu? „Það er eins með báðar plöturnar. Þetta er spennan. Maður er að taka stóra sénsa og reyna að ná settu takmarki. Líka það að ég er að gera þetta allt sjálf. Það hefur mikið að segja fyrir mig. Að sjá hlutina verða að veru- leika eins og með umslagið. Þá hugsaði ég: „Þetta tókst eins og ég vildi hafa það.“ Það er ofsalegt kikk.“ HBG Leikfélag Akureyrar 4 TROMPÁHENDI * Hart S bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu Föstudagskvöid 7. nóvember UPPSELT Laugardaginn 8. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT Laugardagskvöld 8. nóvember kl.20.30 UPPSELT Sunnudagurinn 9. nóvember aukasýning vegna mikillar aðsóknar laus sæti Föstudagskvöld 14. nóvember laus sæti Laugardaginn 15. nóvember kl: 16:00 laus sæti Laugardagskvöld 15. nóvember nokkur sæti laus Föstudagskvöld 21. nóvember laus sæti Laugardaginn 22. nóvember kl: 16:00 laus sæti Laugardagskvöld 22. nóvember kl: 20:30 UPPSELT Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru fyrirrúmi ..." Auður Eydar í DV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hiiðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinti Haraldsson í Mbl. „Inn ! dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfúndur) fögur ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson t Degi „Af því að ég skemmti mér svo vel ."★★★ Arthúr Björgvin Bollason Dagsljós ♦ Á ferð með frú Daisy Frumsýning d Rennherkstœðinu 27. des. Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir V Söngvaseiður Frumsýning íSamkomubúsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frutnsýning d Rennherkstœðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Aðgangskort á frábærum kjörum s. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið HUCHIA6 ÍSIXNÚS sími 570-3600 ú Ðamur er styrktaraÖili Leikfélags Akureyrar li

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.